Fyrirtækjarisi fjárfestir í íslensku vatni 21. júní 2011 06:00 Lindarvatn úr ölfusi rennur um allan heim Erlendir fjárfestar eiga orðið meira en helming í vatnsfyrirtækinu Icelandic Water Holdings, sem flytur út vatn á flöskum frá Hlíðarenda við Þorlákshöfn. Fréttablaðið/Anton „Nú er fyrirtækið að fullu fjármagnað, við getum gefið í og farið í markaðssetningu af krafti. Við höfum vaxið töluvert en nú getum við fylgt því eftir á myndarlegan hátt," segir Jón Ólafsson, stofnandi og stjórnarformaður Icelandic Water Holdings. Fyrirtækið, sem selur átappað vatn á flöskum, hefur selt hlutafé fyrir samtals fimmtán milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 1,7 milljarða króna. Suður-afríska fyrirtækjasamstæðan Bidvest Group Limited kaupir megnið af nýju hlutafé fyrir 13,5 milljónir dala og eignast um 14,6 prósenta hlut í fyrirtækinu. Afgangurinn kemur frá núverandi hluthöfum. Bidvest hefur jafnframt rétt til að eignast allt að tuttugu prósent í vatnsfyrirtækinu innan árs. Brian Joffe, forstjóri Bidvest Group Limited, mun taka sæti í stjórn Icelandic Water Holdings. Með kaupum Bidvest Group Limited nemur eignarhlutur erlendra fjárfesta í fyrirtækinu tæpum fimmtíu prósentum á móti Jóni sjálfum, syni hans og fleirum. Fyrr á árinu komu bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan og fleiri erlendir fjárfestar inn í hluthafahópinn þegar skuldum var breytt í hlutafé og nýtt hlutafé gefið út. Fyrir átti bandaríski drykkjarvörurisinn Anheuser Busch tuttugu prósenta hlut. Með fjárfestingu Bidvest fer hlutur Anheuser Busch niður í um átján prósent. Jón segir að auk þess muni fjárfesting Bidvest Group Limited gera vatnsfyrirtækinu kleift að hefja markaðssetningu á fullu og mögulega opna því dyr inn á fjölda nýrra markaða, svo sem í Suður-Afríku, Hollandi, Bretlandi og Hong Kong. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Nú er fyrirtækið að fullu fjármagnað, við getum gefið í og farið í markaðssetningu af krafti. Við höfum vaxið töluvert en nú getum við fylgt því eftir á myndarlegan hátt," segir Jón Ólafsson, stofnandi og stjórnarformaður Icelandic Water Holdings. Fyrirtækið, sem selur átappað vatn á flöskum, hefur selt hlutafé fyrir samtals fimmtán milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 1,7 milljarða króna. Suður-afríska fyrirtækjasamstæðan Bidvest Group Limited kaupir megnið af nýju hlutafé fyrir 13,5 milljónir dala og eignast um 14,6 prósenta hlut í fyrirtækinu. Afgangurinn kemur frá núverandi hluthöfum. Bidvest hefur jafnframt rétt til að eignast allt að tuttugu prósent í vatnsfyrirtækinu innan árs. Brian Joffe, forstjóri Bidvest Group Limited, mun taka sæti í stjórn Icelandic Water Holdings. Með kaupum Bidvest Group Limited nemur eignarhlutur erlendra fjárfesta í fyrirtækinu tæpum fimmtíu prósentum á móti Jóni sjálfum, syni hans og fleirum. Fyrr á árinu komu bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan og fleiri erlendir fjárfestar inn í hluthafahópinn þegar skuldum var breytt í hlutafé og nýtt hlutafé gefið út. Fyrir átti bandaríski drykkjarvörurisinn Anheuser Busch tuttugu prósenta hlut. Með fjárfestingu Bidvest fer hlutur Anheuser Busch niður í um átján prósent. Jón segir að auk þess muni fjárfesting Bidvest Group Limited gera vatnsfyrirtækinu kleift að hefja markaðssetningu á fullu og mögulega opna því dyr inn á fjölda nýrra markaða, svo sem í Suður-Afríku, Hollandi, Bretlandi og Hong Kong. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira