Fyrirtækjarisi fjárfestir í íslensku vatni 21. júní 2011 06:00 Lindarvatn úr ölfusi rennur um allan heim Erlendir fjárfestar eiga orðið meira en helming í vatnsfyrirtækinu Icelandic Water Holdings, sem flytur út vatn á flöskum frá Hlíðarenda við Þorlákshöfn. Fréttablaðið/Anton „Nú er fyrirtækið að fullu fjármagnað, við getum gefið í og farið í markaðssetningu af krafti. Við höfum vaxið töluvert en nú getum við fylgt því eftir á myndarlegan hátt," segir Jón Ólafsson, stofnandi og stjórnarformaður Icelandic Water Holdings. Fyrirtækið, sem selur átappað vatn á flöskum, hefur selt hlutafé fyrir samtals fimmtán milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 1,7 milljarða króna. Suður-afríska fyrirtækjasamstæðan Bidvest Group Limited kaupir megnið af nýju hlutafé fyrir 13,5 milljónir dala og eignast um 14,6 prósenta hlut í fyrirtækinu. Afgangurinn kemur frá núverandi hluthöfum. Bidvest hefur jafnframt rétt til að eignast allt að tuttugu prósent í vatnsfyrirtækinu innan árs. Brian Joffe, forstjóri Bidvest Group Limited, mun taka sæti í stjórn Icelandic Water Holdings. Með kaupum Bidvest Group Limited nemur eignarhlutur erlendra fjárfesta í fyrirtækinu tæpum fimmtíu prósentum á móti Jóni sjálfum, syni hans og fleirum. Fyrr á árinu komu bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan og fleiri erlendir fjárfestar inn í hluthafahópinn þegar skuldum var breytt í hlutafé og nýtt hlutafé gefið út. Fyrir átti bandaríski drykkjarvörurisinn Anheuser Busch tuttugu prósenta hlut. Með fjárfestingu Bidvest fer hlutur Anheuser Busch niður í um átján prósent. Jón segir að auk þess muni fjárfesting Bidvest Group Limited gera vatnsfyrirtækinu kleift að hefja markaðssetningu á fullu og mögulega opna því dyr inn á fjölda nýrra markaða, svo sem í Suður-Afríku, Hollandi, Bretlandi og Hong Kong. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
„Nú er fyrirtækið að fullu fjármagnað, við getum gefið í og farið í markaðssetningu af krafti. Við höfum vaxið töluvert en nú getum við fylgt því eftir á myndarlegan hátt," segir Jón Ólafsson, stofnandi og stjórnarformaður Icelandic Water Holdings. Fyrirtækið, sem selur átappað vatn á flöskum, hefur selt hlutafé fyrir samtals fimmtán milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 1,7 milljarða króna. Suður-afríska fyrirtækjasamstæðan Bidvest Group Limited kaupir megnið af nýju hlutafé fyrir 13,5 milljónir dala og eignast um 14,6 prósenta hlut í fyrirtækinu. Afgangurinn kemur frá núverandi hluthöfum. Bidvest hefur jafnframt rétt til að eignast allt að tuttugu prósent í vatnsfyrirtækinu innan árs. Brian Joffe, forstjóri Bidvest Group Limited, mun taka sæti í stjórn Icelandic Water Holdings. Með kaupum Bidvest Group Limited nemur eignarhlutur erlendra fjárfesta í fyrirtækinu tæpum fimmtíu prósentum á móti Jóni sjálfum, syni hans og fleirum. Fyrr á árinu komu bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan og fleiri erlendir fjárfestar inn í hluthafahópinn þegar skuldum var breytt í hlutafé og nýtt hlutafé gefið út. Fyrir átti bandaríski drykkjarvörurisinn Anheuser Busch tuttugu prósenta hlut. Með fjárfestingu Bidvest fer hlutur Anheuser Busch niður í um átján prósent. Jón segir að auk þess muni fjárfesting Bidvest Group Limited gera vatnsfyrirtækinu kleift að hefja markaðssetningu á fullu og mögulega opna því dyr inn á fjölda nýrra markaða, svo sem í Suður-Afríku, Hollandi, Bretlandi og Hong Kong. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira