Landsdómur og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum Hafsteinn Þór Hauksson skrifar 16. júní 2011 09:30 Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur Landsdómur þingfest mál Alþingis gegn ráðherra. Á næstu mánuðum mun Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, verjast ákæru um vanrækslu í embætti. Eins og búast mátti við hefur ákvörðun meirihluta þingmanna um að kæra Geir leitt til skarpra skoðanaskipta og sætt harðri gagnrýni stuðningsmanna Geirs. Einn þeirra sem gagnrýnt hafa málareksturinn gegn Geir H. Haarde er Þorsteinn Pálsson, lögfræðingur og fyrrum dómsmálaráðherra. Laugardaginn 4. júní birtist grein eftir hann í þessu blaði undir yfirskriftinni „Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu“. Þar víkur hann að sýndarréttarhöldum Stalíns yfir Búkharín í mars 1938. Í grein Þorsteins segir m.a.: „Réttarhöld Stalíns gegn Búkharín á ofanverðum fjórða áratug síðustu aldar eru þekkt dæmi um pólitískan málarekstur. Þeim verður alls ekki í einu og öllu jafnað til þeirra réttarhalda sem hefjast í næstu viku [þ.e. gegn Geir H. Haarde], af þeirri ástæðu að þar markaði dauðinn endalokin.“ Réttarhöldunum yfir Geir Haarde verður sem sagt að mati Þorsteins ekki „í einu og öllu“ jafnað til sýndarréttarhaldanna í Sovétríkjunum. Af greininni verður hins vegar ráðið að Þorsteinn telji að sá munur sem finna megi á þessum tvennum réttarhöldum sé helst sá að í Sovétríkjunum markaði dauðinn endalokin.Ég tel að engum sé greiði gerður með svo stóryrtri umræðu um málareksturinn gegn Geir H. Haarde. Áður en lengra er haldið skulum við huga að nokkrum atriðum sem greina réttarhöldin yfir fyrrverandi forsætisráðherra frá sýndarréttarhöldunum í Sovétríkjunum og Þorsteinn víkur ekki að í grein sinni. Í fyrsta lagi er það að nefna að stjórnarskráin okkar hefur allt frá gildistöku kveðið á um að Alþingi geti höfðað mál gegn ráðherrum vegna embættisreksturs þeirra. Þetta er sem sagt sú aðferð sem stjórnskipun okkar, og reyndar nágrannaþjóða okkar einnig, kveður á um telji þingheimur að ráðherrar hafi gerst sekir um embættisbrot. Um starfsemi Landsdóms hafa jafnframt verið sett og birt almenn lög. Landsdómur er því hluti hins íslenska réttarríkis. Sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum lutu hins vegar geðþótta Stalíns eins. Staða sakborninga er líka æði ólík. Mál Geirs er til komið vegna þess að hann var forsætisráðherra þegar fjármálakerfi Íslands hrundi. Ákvörðun meirihluta þingsins um að höfða mál gegn honum var tekin í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu þingmannanefndar um niðurstöður hennar. Fyrir Landsdómi mun Geir H. Haarde svara fyrir embættisfærslur sínar, ekki pólitískar skoðanir. Réttarhöldin yfir honum eru því ekki pólítísk, a.m.k. ekki í sama skilningi og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum. Geir fær einnig tækifæri til að verjast þeim ásökunum sem felast í ákæru á hendur honum. Sakborningar Stalíns voru varnarlausir. Aðalmunurinn — kjarni málsins er þó þessi: Sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum voru einmitt það, sýndarréttarhöld. Þau voru aftaka klædd í búning réttarhalda. Niðurstaðan var gefin fyrirfram. Dómarar höfðu ákveðið sekt sakbornings áður en málflutningur fór fram. Meðal dómara í Landsdómi eru reyndustu dómarar Hæstaréttar Íslands. Telur Þorsteinn að þeir og aðrir meðlimir dómsins séu þegar búnir að taka ákvörðun um að sakfella Geir H. Haarde? Með grein sinni gefur hann að minnsta kosti til kynna að dómararnir séu tilbúnir að taka þátt í pólitískum réttarhöldum sem líkja megi við — þó ekki „í einu og öllu“ sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum. Það eru ekki léttvægar ásakanir úr penna fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þessar stuttu hugleiðingar nægja okkur til að sjá hversu ósanngjarnt það er að líkja réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde við pólitísk réttarhöld á Stalínstímanum. Svo ekki sé talað um samlíkingu Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns og prófessors, þegar hann leyfði sér að líkja saksóknara Alþingis við Lavrentí Bería, mann sem leiddi saklausa menn, konur og börn í dauðann í Sovétríkjunum sálugu. Málflutningur af þessu tagi er ekki einungis til þess fallinn að ofurdramatísera Landsdómsmálið, heldur gerir auðvitað um leið lítið úr þjáningum og örvæntingu fórnarlamba Stalíns. Samlíking réttarhaldanna yfir Geir við sovésku sýndarréttarhöldin er því ekki bara ósanngjörn heldur einnig smekklaus. Með þessari grein er ég ekki að lýsa yfir stuðningi við þá fordæmalausu ákvörðun meirihluta Alþingis að draga Geir H. Haarde, einn manna, fyrir Landsdóm. Hvað sem þeirri ákvörðun líður skiptir miklu máli að um dómsmálið sé fjallað af stillingu og skynsemi. Allt það góða fólk sem sinnir störfum í þágu grunnstofnana íslenska réttarkerfisins á heimtingu á því að um það sé fjallað af sanngirni og ekki grafið undan störfum þess með ómaklegum hætti. Þjóðfélagsumræðan á Íslandi er nógu eitruð af persónuníði og gífuryrðum þótt jafn vandaðir menn og Þorsteinn Pálsson leggi ekki sitt í púkkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur Landsdómur þingfest mál Alþingis gegn ráðherra. Á næstu mánuðum mun Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, verjast ákæru um vanrækslu í embætti. Eins og búast mátti við hefur ákvörðun meirihluta þingmanna um að kæra Geir leitt til skarpra skoðanaskipta og sætt harðri gagnrýni stuðningsmanna Geirs. Einn þeirra sem gagnrýnt hafa málareksturinn gegn Geir H. Haarde er Þorsteinn Pálsson, lögfræðingur og fyrrum dómsmálaráðherra. Laugardaginn 4. júní birtist grein eftir hann í þessu blaði undir yfirskriftinni „Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu“. Þar víkur hann að sýndarréttarhöldum Stalíns yfir Búkharín í mars 1938. Í grein Þorsteins segir m.a.: „Réttarhöld Stalíns gegn Búkharín á ofanverðum fjórða áratug síðustu aldar eru þekkt dæmi um pólitískan málarekstur. Þeim verður alls ekki í einu og öllu jafnað til þeirra réttarhalda sem hefjast í næstu viku [þ.e. gegn Geir H. Haarde], af þeirri ástæðu að þar markaði dauðinn endalokin.“ Réttarhöldunum yfir Geir Haarde verður sem sagt að mati Þorsteins ekki „í einu og öllu“ jafnað til sýndarréttarhaldanna í Sovétríkjunum. Af greininni verður hins vegar ráðið að Þorsteinn telji að sá munur sem finna megi á þessum tvennum réttarhöldum sé helst sá að í Sovétríkjunum markaði dauðinn endalokin.Ég tel að engum sé greiði gerður með svo stóryrtri umræðu um málareksturinn gegn Geir H. Haarde. Áður en lengra er haldið skulum við huga að nokkrum atriðum sem greina réttarhöldin yfir fyrrverandi forsætisráðherra frá sýndarréttarhöldunum í Sovétríkjunum og Þorsteinn víkur ekki að í grein sinni. Í fyrsta lagi er það að nefna að stjórnarskráin okkar hefur allt frá gildistöku kveðið á um að Alþingi geti höfðað mál gegn ráðherrum vegna embættisreksturs þeirra. Þetta er sem sagt sú aðferð sem stjórnskipun okkar, og reyndar nágrannaþjóða okkar einnig, kveður á um telji þingheimur að ráðherrar hafi gerst sekir um embættisbrot. Um starfsemi Landsdóms hafa jafnframt verið sett og birt almenn lög. Landsdómur er því hluti hins íslenska réttarríkis. Sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum lutu hins vegar geðþótta Stalíns eins. Staða sakborninga er líka æði ólík. Mál Geirs er til komið vegna þess að hann var forsætisráðherra þegar fjármálakerfi Íslands hrundi. Ákvörðun meirihluta þingsins um að höfða mál gegn honum var tekin í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu þingmannanefndar um niðurstöður hennar. Fyrir Landsdómi mun Geir H. Haarde svara fyrir embættisfærslur sínar, ekki pólitískar skoðanir. Réttarhöldin yfir honum eru því ekki pólítísk, a.m.k. ekki í sama skilningi og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum. Geir fær einnig tækifæri til að verjast þeim ásökunum sem felast í ákæru á hendur honum. Sakborningar Stalíns voru varnarlausir. Aðalmunurinn — kjarni málsins er þó þessi: Sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum voru einmitt það, sýndarréttarhöld. Þau voru aftaka klædd í búning réttarhalda. Niðurstaðan var gefin fyrirfram. Dómarar höfðu ákveðið sekt sakbornings áður en málflutningur fór fram. Meðal dómara í Landsdómi eru reyndustu dómarar Hæstaréttar Íslands. Telur Þorsteinn að þeir og aðrir meðlimir dómsins séu þegar búnir að taka ákvörðun um að sakfella Geir H. Haarde? Með grein sinni gefur hann að minnsta kosti til kynna að dómararnir séu tilbúnir að taka þátt í pólitískum réttarhöldum sem líkja megi við — þó ekki „í einu og öllu“ sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum. Það eru ekki léttvægar ásakanir úr penna fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þessar stuttu hugleiðingar nægja okkur til að sjá hversu ósanngjarnt það er að líkja réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde við pólitísk réttarhöld á Stalínstímanum. Svo ekki sé talað um samlíkingu Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns og prófessors, þegar hann leyfði sér að líkja saksóknara Alþingis við Lavrentí Bería, mann sem leiddi saklausa menn, konur og börn í dauðann í Sovétríkjunum sálugu. Málflutningur af þessu tagi er ekki einungis til þess fallinn að ofurdramatísera Landsdómsmálið, heldur gerir auðvitað um leið lítið úr þjáningum og örvæntingu fórnarlamba Stalíns. Samlíking réttarhaldanna yfir Geir við sovésku sýndarréttarhöldin er því ekki bara ósanngjörn heldur einnig smekklaus. Með þessari grein er ég ekki að lýsa yfir stuðningi við þá fordæmalausu ákvörðun meirihluta Alþingis að draga Geir H. Haarde, einn manna, fyrir Landsdóm. Hvað sem þeirri ákvörðun líður skiptir miklu máli að um dómsmálið sé fjallað af stillingu og skynsemi. Allt það góða fólk sem sinnir störfum í þágu grunnstofnana íslenska réttarkerfisins á heimtingu á því að um það sé fjallað af sanngirni og ekki grafið undan störfum þess með ómaklegum hætti. Þjóðfélagsumræðan á Íslandi er nógu eitruð af persónuníði og gífuryrðum þótt jafn vandaðir menn og Þorsteinn Pálsson leggi ekki sitt í púkkið.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun