Strembin nótt Elsa Hrund Jensdóttir skrifar 16. júní 2011 10:30 Föstudagur 27. maí 2011 Ég mæti á næturvakt, sem hefst klukkan 23.15. Biðstofan er nokkuð þétt setin og ég veit strax að mín bíður strembin nótt. Maður finnur það einhvern veginn á lyktinni og andrúmsloftinu. Kvöldvaktin tekur á móti mér með stirðu brosi og reynir að gantast með ástandið. Ég sest í sófann, opna sódavatnsflöskuna og virði fyrir mér sjúklingamengi næturinnar. Þar gefur að líta fjölbreytta flóru sjúkdóma og einkenna, sum barnanna virðast lítið lasin en önnur eru mikið veik og þurfa flókna og mikla aðstoð. Ein samstarfskvenna minna les í svip minn og býðst til að vera lengur, hjálpa okkur yfir erfiðasta hjallann. Hún grínast aðeins (með alvörublendnum undirtóni) með brot á yfirvinnubanni, sem þessi skitni yfirvinnutími hefur í för með sér. Hinn hjúkrunarfræðingurinn mætir á næturvaktina og við stöppum stálinu hvor í aðra. Kvöldvaktin fer úrvinda heim – þær eiga jú að mæta aftur eftir átta og hálfan tíma. Við taka hlaup og hröð handtök í nokkrar klukkustundir. Flestir útskrifast til síns heima eftir að hafa fengið stíl í bossann eða friðarpípu og foreldrarnir ráðleggingar og útskýringar. Aðrir þurfa ítarlegri uppvinnslu og leggjast svo inn til áframhaldandi meðferðar eða fá að kúra hjá okkur undir eftirliti. Þegar sjúklingum hefur fækkað, upplýsingar hafa verið skráðar í þar til gert tölvukerfi og allt er fallið í ljúfa löð hefjast næturverkin. Taka þarf til á stofum, tæma yfirfullar ruslatunnur, þrífa skoðunarbekki og fylla á skápa. Ganga þarf úr skugga um að allar bráðagræjur séu tilbúnar til síns brúks á öllum stofum deildarinnar. Fylla þarf á blóðtökuvagna, fara yfir lyfjabirgðir og taka úr uppþvottavélinni. Akútherbergið þarf svo auðvitað að vera í toppstandi. Á meðan á þessari tiltekt stendur halda áfram að tínast inn lasin kríli. Deildarlæknirinn hleypur milli hæða, skýst í fæðingar, upp á vökudeild, inn á legudeildir og svarar köllunum okkar. Henni tekst að halda brosinu alveg fram undir morgun, 16 tímar taka sinn toll þegar varla gefst færi á að setjast niður. Síminn hringir stöðugt. Á hinum endanum eru foreldrar í vandræðum og leysum við úr þeim eftir bestu getu. Klukkan er allt í einu orðin hálf sex og enn koma 2 börn. Þolinmæðin er minni og lítið eftir á tanknum fyrir þreytta og hrædda foreldra en ég geri mitt besta og vona að brosið nái til augnanna. Morgunvaktin kemur rétt fyrir átta, ennþá úrvinda. Þær sofnuðu seint, enda erfitt að leggjast beint upp í rúm eftir svona hasar. Ég er komin heim upp úr hálf níu. Kíki á fréttamiðla og Facebook og sé enn einu sinni frétt um flugumferðastjóra í launaviðræðum. Það fýkur í mig. Hvað fæ ég í laun fyrir stressið og álagið í vinnunni minni? Tja, við skulum segja að það sé asskoti langt í milljónina, ég á mun styttra í núllið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen Skoðun Skoðun Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Föstudagur 27. maí 2011 Ég mæti á næturvakt, sem hefst klukkan 23.15. Biðstofan er nokkuð þétt setin og ég veit strax að mín bíður strembin nótt. Maður finnur það einhvern veginn á lyktinni og andrúmsloftinu. Kvöldvaktin tekur á móti mér með stirðu brosi og reynir að gantast með ástandið. Ég sest í sófann, opna sódavatnsflöskuna og virði fyrir mér sjúklingamengi næturinnar. Þar gefur að líta fjölbreytta flóru sjúkdóma og einkenna, sum barnanna virðast lítið lasin en önnur eru mikið veik og þurfa flókna og mikla aðstoð. Ein samstarfskvenna minna les í svip minn og býðst til að vera lengur, hjálpa okkur yfir erfiðasta hjallann. Hún grínast aðeins (með alvörublendnum undirtóni) með brot á yfirvinnubanni, sem þessi skitni yfirvinnutími hefur í för með sér. Hinn hjúkrunarfræðingurinn mætir á næturvaktina og við stöppum stálinu hvor í aðra. Kvöldvaktin fer úrvinda heim – þær eiga jú að mæta aftur eftir átta og hálfan tíma. Við taka hlaup og hröð handtök í nokkrar klukkustundir. Flestir útskrifast til síns heima eftir að hafa fengið stíl í bossann eða friðarpípu og foreldrarnir ráðleggingar og útskýringar. Aðrir þurfa ítarlegri uppvinnslu og leggjast svo inn til áframhaldandi meðferðar eða fá að kúra hjá okkur undir eftirliti. Þegar sjúklingum hefur fækkað, upplýsingar hafa verið skráðar í þar til gert tölvukerfi og allt er fallið í ljúfa löð hefjast næturverkin. Taka þarf til á stofum, tæma yfirfullar ruslatunnur, þrífa skoðunarbekki og fylla á skápa. Ganga þarf úr skugga um að allar bráðagræjur séu tilbúnar til síns brúks á öllum stofum deildarinnar. Fylla þarf á blóðtökuvagna, fara yfir lyfjabirgðir og taka úr uppþvottavélinni. Akútherbergið þarf svo auðvitað að vera í toppstandi. Á meðan á þessari tiltekt stendur halda áfram að tínast inn lasin kríli. Deildarlæknirinn hleypur milli hæða, skýst í fæðingar, upp á vökudeild, inn á legudeildir og svarar köllunum okkar. Henni tekst að halda brosinu alveg fram undir morgun, 16 tímar taka sinn toll þegar varla gefst færi á að setjast niður. Síminn hringir stöðugt. Á hinum endanum eru foreldrar í vandræðum og leysum við úr þeim eftir bestu getu. Klukkan er allt í einu orðin hálf sex og enn koma 2 börn. Þolinmæðin er minni og lítið eftir á tanknum fyrir þreytta og hrædda foreldra en ég geri mitt besta og vona að brosið nái til augnanna. Morgunvaktin kemur rétt fyrir átta, ennþá úrvinda. Þær sofnuðu seint, enda erfitt að leggjast beint upp í rúm eftir svona hasar. Ég er komin heim upp úr hálf níu. Kíki á fréttamiðla og Facebook og sé enn einu sinni frétt um flugumferðastjóra í launaviðræðum. Það fýkur í mig. Hvað fæ ég í laun fyrir stressið og álagið í vinnunni minni? Tja, við skulum segja að það sé asskoti langt í milljónina, ég á mun styttra í núllið.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun