Mælir (óafvitandi) með evru 9. júní 2011 06:00 Anthony Coughlan, fyrrum prófessor við Trinity College í Dublin á Írlandi, hélt nýlega fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands og Heimssýnar um Írland og evruna og hvort í reynslu þeirra fælist lærdómur fyrir Ísland. Hann benti réttilega á að vegna þeirra erfiðleika sem Írar, Grikkir og fleiri þjóðir gengju nú í gegnum væru úrræði stjórnvalda allsstaðar þau sömu, að * lækka laun, * skerða lífeyri og * draga úr hagnaði fyrirtækja. Coughlan taldi einsýnt að þetta væru þau úrræði sem grípa þyrfti til í löndunum, engin önnur úrræði væru þekkt til að glíma við efnahagsvanda af þessu tagi. En sennilega hafa gestgjafar hans ekki bent honum á að hvergi á Vesturlöndum hafa einmitt, * laun, * lífeyrir og * hagnaður verið skorin jafn hressilega niður og hér á landi þrátt fyrir og vegna gengisfalls krónunnar. Til viðbótar verða einstaklingar og fyrirtæki á Íslandi fyrir mestum búsifjum af völdum snarhækkandi fjármagnskostnaðar vegna vísitölu- og gengisbundinna lána, en þær viðbótarbúsifjar hafa ekki lagst á neina aðra nágrannaþjóð okkar og hvorki Íra né Grikki. Hér er því í reynd spurt, hvort viltu rýra lífskjör þín með gengisfellingu, sem er dulbúin kjaraskerðing, þegar stjórnvöld í landinu hafa gefist upp á að stjórna efnahagslífinu, eða lækka laun þín með öðrum hætti? Hér hafa Íslendingar af reynslu að miðla. Evra fyrst við viljum ekki krónuCoughlan telur reyndar að Íslendingar ættu helst að halda íslensku krónunni en sennilegast áttar hann sig ekki á hörmungasögu hennar í þau tæp níutíu ár sem hún hefur verið við lýði og því að enginn íslenskur stjórnmálaflokkur heldur því fram að hún geti verið gjaldmiðill Íslendinga til frambúðar. Með því að krónunni hefur verið hafnað verða menn að átta sig á hvaða valkostir eru í boði. Í þeirri stöðu bendir Coughlan réttilega á að sá gjaldmiðill sem þjóðir eigi að reiða sig á þurfi að taka mið af því til hvaða landa inn- og útflutningi landsins er beint. Ef fylgja ætti ráðleggingum Coughlan hvað þetta varðar kemur í ljós samkvæmt tölum um utanríkisviðskipti Íslendinga er langstærstur hluti íslenskra utanríkisviðskipta við lönd þar sem gjaldmiðillinn er evra eða gjaldmiðill landsins tengdur við evru. Þannig að þó svo að efast megi um réttmæti þess að Írar hafi tekið upp evru sé evra augljóslega sá gjaldmiðill sem Íslendingar ættu að nota, fyrst þeir kjósa að nota ekki íslenska krónu. Íslendingar hafa áttað sig á að krónan getur aldrei orðið sú vörn fyrir lífskjör almennings sem eigin gjaldmiðlar eru öðrum þjóðum og því er brýnt að nýr gjaldmiðill þjóðarinnar verði aldrei afgangsstærð fyrir vanhæfa stjórnmálamenn að skýla sér á bak við með gengisfellingum, þegar efnahagsstjórn þeirra hefur farið í handaskolum. Það er hörmungarsaga íslenskrar hagstjórnar sem þjóðin lætur ekki bjóða sér lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Anthony Coughlan, fyrrum prófessor við Trinity College í Dublin á Írlandi, hélt nýlega fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands og Heimssýnar um Írland og evruna og hvort í reynslu þeirra fælist lærdómur fyrir Ísland. Hann benti réttilega á að vegna þeirra erfiðleika sem Írar, Grikkir og fleiri þjóðir gengju nú í gegnum væru úrræði stjórnvalda allsstaðar þau sömu, að * lækka laun, * skerða lífeyri og * draga úr hagnaði fyrirtækja. Coughlan taldi einsýnt að þetta væru þau úrræði sem grípa þyrfti til í löndunum, engin önnur úrræði væru þekkt til að glíma við efnahagsvanda af þessu tagi. En sennilega hafa gestgjafar hans ekki bent honum á að hvergi á Vesturlöndum hafa einmitt, * laun, * lífeyrir og * hagnaður verið skorin jafn hressilega niður og hér á landi þrátt fyrir og vegna gengisfalls krónunnar. Til viðbótar verða einstaklingar og fyrirtæki á Íslandi fyrir mestum búsifjum af völdum snarhækkandi fjármagnskostnaðar vegna vísitölu- og gengisbundinna lána, en þær viðbótarbúsifjar hafa ekki lagst á neina aðra nágrannaþjóð okkar og hvorki Íra né Grikki. Hér er því í reynd spurt, hvort viltu rýra lífskjör þín með gengisfellingu, sem er dulbúin kjaraskerðing, þegar stjórnvöld í landinu hafa gefist upp á að stjórna efnahagslífinu, eða lækka laun þín með öðrum hætti? Hér hafa Íslendingar af reynslu að miðla. Evra fyrst við viljum ekki krónuCoughlan telur reyndar að Íslendingar ættu helst að halda íslensku krónunni en sennilegast áttar hann sig ekki á hörmungasögu hennar í þau tæp níutíu ár sem hún hefur verið við lýði og því að enginn íslenskur stjórnmálaflokkur heldur því fram að hún geti verið gjaldmiðill Íslendinga til frambúðar. Með því að krónunni hefur verið hafnað verða menn að átta sig á hvaða valkostir eru í boði. Í þeirri stöðu bendir Coughlan réttilega á að sá gjaldmiðill sem þjóðir eigi að reiða sig á þurfi að taka mið af því til hvaða landa inn- og útflutningi landsins er beint. Ef fylgja ætti ráðleggingum Coughlan hvað þetta varðar kemur í ljós samkvæmt tölum um utanríkisviðskipti Íslendinga er langstærstur hluti íslenskra utanríkisviðskipta við lönd þar sem gjaldmiðillinn er evra eða gjaldmiðill landsins tengdur við evru. Þannig að þó svo að efast megi um réttmæti þess að Írar hafi tekið upp evru sé evra augljóslega sá gjaldmiðill sem Íslendingar ættu að nota, fyrst þeir kjósa að nota ekki íslenska krónu. Íslendingar hafa áttað sig á að krónan getur aldrei orðið sú vörn fyrir lífskjör almennings sem eigin gjaldmiðlar eru öðrum þjóðum og því er brýnt að nýr gjaldmiðill þjóðarinnar verði aldrei afgangsstærð fyrir vanhæfa stjórnmálamenn að skýla sér á bak við með gengisfellingum, þegar efnahagsstjórn þeirra hefur farið í handaskolum. Það er hörmungarsaga íslenskrar hagstjórnar sem þjóðin lætur ekki bjóða sér lengur.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar