Clinton, Ísland og norðurslóðir Össur Skarphéðinsson skrifar 20. maí 2011 07:00 Sameiginlegir hagsmunir Íslands og Bandaríkjanna um norðurslóðir eru miklir. Þeir varða jafnt siglingar yfir heimskautið í kjölfar bráðnunar sem og aðgerðir til að tryggja öryggi sæfarenda og þeirra sem munu vinna við nýtingu auðlinda undir hafsbotni á norðurslóðum. Báðum þjóðum er mikilvægt að nýta friðsamlegar leiðir til að greiða úr deilum sem kunna að spretta upp um landamörk á hafsbotni og þar með eignarhald á auðlindum. Íslandi og Bandaríkjunum er svo vitaskuld báðum annt um að efla rannsóknir og eftirlit með viðkvæmu vistkerfi norðursins. Á öllum þessum sviðum náðust mikilvægir áfangar á afar jákvæðum og vinsamlegum fundi mínum og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington á miðvikudag. Í fyrsta lagi sammæltumst við um að hefja þegar í stað vinnu við viljayfirlýsingu um samstarf á vettvangi norðurslóða, ekki síst akademískra rannsókna. Í öðru lagi lýsti Clinton utanríkisráðherra fullum vilja til að vinna að alþjóðlegum samningu um varnir gegn olíuslysum á norðurhöfum. Í þriðja lagi var mikilvægt að utanríkisráðherra Bandaríkjanna undirstrikaði eindreginn vilja Bandaríkjanna til nota Hafréttarsáttmálann til að setja niður deilur sem upp kunna að koma um landamæri á norðurslóðum. Það eyðir öllu lagalegu tómarúmi ef deilur spretta og dregur þar með úr líkum á spennu í norðurhöfum. Í fjórða lagi var mjög mikilvægt að stefna Íslands um að koma upp alþjóðlegri miðstöð björgunar og leitar á Íslandi, til að tryggja öryggi á því víðfeðma svæði sem Ísland mun bera ábyrgð á þegar nýting norðuslóða eykst, á hljómgrunn hjá Bandaríkjunum. Þó engar skuldbindingar hafi verið gefnar af hálfu Hillary Clinton á frumstigi viðræðna er ljóst að við eigum í henni hauk í horni. Samvinna á norðurslóðum er því að verða nýr burðarás í samstarfi Bandaríkjanna og Íslands í kjölfar fundar utanríkisráðherra þjóðanna tveggja nú í vikunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Sameiginlegir hagsmunir Íslands og Bandaríkjanna um norðurslóðir eru miklir. Þeir varða jafnt siglingar yfir heimskautið í kjölfar bráðnunar sem og aðgerðir til að tryggja öryggi sæfarenda og þeirra sem munu vinna við nýtingu auðlinda undir hafsbotni á norðurslóðum. Báðum þjóðum er mikilvægt að nýta friðsamlegar leiðir til að greiða úr deilum sem kunna að spretta upp um landamörk á hafsbotni og þar með eignarhald á auðlindum. Íslandi og Bandaríkjunum er svo vitaskuld báðum annt um að efla rannsóknir og eftirlit með viðkvæmu vistkerfi norðursins. Á öllum þessum sviðum náðust mikilvægir áfangar á afar jákvæðum og vinsamlegum fundi mínum og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington á miðvikudag. Í fyrsta lagi sammæltumst við um að hefja þegar í stað vinnu við viljayfirlýsingu um samstarf á vettvangi norðurslóða, ekki síst akademískra rannsókna. Í öðru lagi lýsti Clinton utanríkisráðherra fullum vilja til að vinna að alþjóðlegum samningu um varnir gegn olíuslysum á norðurhöfum. Í þriðja lagi var mikilvægt að utanríkisráðherra Bandaríkjanna undirstrikaði eindreginn vilja Bandaríkjanna til nota Hafréttarsáttmálann til að setja niður deilur sem upp kunna að koma um landamæri á norðurslóðum. Það eyðir öllu lagalegu tómarúmi ef deilur spretta og dregur þar með úr líkum á spennu í norðurhöfum. Í fjórða lagi var mjög mikilvægt að stefna Íslands um að koma upp alþjóðlegri miðstöð björgunar og leitar á Íslandi, til að tryggja öryggi á því víðfeðma svæði sem Ísland mun bera ábyrgð á þegar nýting norðuslóða eykst, á hljómgrunn hjá Bandaríkjunum. Þó engar skuldbindingar hafi verið gefnar af hálfu Hillary Clinton á frumstigi viðræðna er ljóst að við eigum í henni hauk í horni. Samvinna á norðurslóðum er því að verða nýr burðarás í samstarfi Bandaríkjanna og Íslands í kjölfar fundar utanríkisráðherra þjóðanna tveggja nú í vikunni.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun