Njóta sjómenn auðlindaarðsins? Jón Steinsson skrifar 5. maí 2011 07:00 Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður, skrifaði nýverið grein í Fréttablaðið um „sorgarsögu almenninga.“ Greinin er í flesta staði góð. Þó er eitt atriði sem ég vil gera verulegar athugasemdir við. Í greininni segir Tryggvi: „Sá auðlindaarður sem nú er í fiskveiðum við Íslands skiptist milli útgerða, sjómanna (vegna hlutaskiptakerfisins) og ríkisins í nokkuð jöfnum hlutum.“ Þetta fær ekki staðist. Eða réttara sagt, ekkert – hvorki kenningar né gögn – styður þá staðhæfingu þingmanns að hlutaskiptakerfið leiði til þess að hluti auðlindaarðsins renni til sjómanna. Kjarasamningar sjómanna fela í sér að laun sjómanna sveiflast með aflaverðmæti. Það þýðir að sjómenn eru að taka á sig hluta af áhættunni sem fylgir slíkum sveiflum. En það þýðir EKKI að laun sjómanna séu hærri að meðaltali en þau væru ef kjarasamningar þeirra væru annars eðlis. (Eitt mikilvægt tæki sem útgerðarmenn nota til þess að halda niðri launum þegar aflaverð er hátt er sala á afla til tengdra aðila á undirverði.) Tryggvi telur að auðlindaarðurinn sé á bilinu 40 til 55 ma.kr. Ef staðhæfing hans um að u.þ.b. þriðjungur arðsins renni til sjómanna er rétt, jafngildir það því að laun sjómanna séu um 15 ma.kr hærri en þau væru „á almennum markaði.“ Ef þetta væri rétt væri að staðaldir gríðarleg umframeftirspurnar eftir plássum á togurum. Raunin er að það er, ef eitthvað er, skortur á til dæmis vélstjórum. Laun sjómanna eru tiltölulega há. En störf þeirra eru erfið, hættuleg og kalla á langdvalir frá fjölskyldu. Fyrir slíkt þarf að borga vel. Það breytist ekki þótt veiðigjald verði hækkað. Vitaskuld er umframeftirspurn eftir „góðum plássum.“ En það á við í öllum geirum. Ef staðhæfing Tryggva væri rétt myndi hún þýða að verulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu myndu lækka laun sjómanna. Þetta eru ein af falsrökunum sem LÍÚ hefur staglast á í mörg ár til þess að hræða sjómenn og grafa undan stuðningi við breytingar í sjávarútvegi á landsbyggðinni. Góður mælikvarði á auðlindaarðinn er verg hlutdeild fjármagns (e. EBITDA) að frádreginni 8% árgreiðslu. Þessi stærð hefur einmitt verið um 45 ma.kr síðustu ár. Ef veiðigjald er miðal við þessa stærð mun það ekki hafa nein bein áhrif á laun sjómanna þar sem laun hafa þá þegar verið dregin frá upphæðinni sem veiðigjaldið leggst á. (Þetta er frábrugðið núverandi veiðigjald sem leggst á aflaverðmæti.) Líklegustu áhrif breytinga væru hækkun á launum sjómanna til skemmri tíma (þar sem allur afli myndi fara á markað) og engin áhrif til lengri tíma. Það er rangt hjá Tryggva að sjómenn njóti auðlindaarðsins. Í dag rennur allur þorri auðlindaarðsins óskiptur til útgerðarmanna. Sjómenn fá líkast til ekkert. Greiðslur útgerðarinnar til ríkissjóðs næga varla fyrir þeim kostnaði sem ríkið ber við að halda úti kvótakerfinu. Þetta ástand eru LÍÚ-menn skiljanlega tilbúnir að verja með kjafti og klóm. Þeir víla það til dæmis ekki fyrir sér að halda kjarasamningum allra launamanna í gíslingu. Næstu mánuði verður hart barist um sjávarútvegsmál. LÍÚ mun beyta alls kyns hræðsluáróðri sem á ekki við rök að styðjast. Það verður sagt að laun sjómanna lækki, að fyrirtæki leggi upp laupana í hrönnum, að bankarnir hrynji, að sjávarbyggðir leggist í eyði, o.s.fr. Ekki láta glepjast. Í raun geta breytingar – ef þær eru rétt út færðar – aukið hagkvæmni og bætt rekstrarumhverfi í sjávarútvegi jafnframt því að auka tekjur ríkisins sem þá getur bætt þjónustu og lækkað skatta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður, skrifaði nýverið grein í Fréttablaðið um „sorgarsögu almenninga.“ Greinin er í flesta staði góð. Þó er eitt atriði sem ég vil gera verulegar athugasemdir við. Í greininni segir Tryggvi: „Sá auðlindaarður sem nú er í fiskveiðum við Íslands skiptist milli útgerða, sjómanna (vegna hlutaskiptakerfisins) og ríkisins í nokkuð jöfnum hlutum.“ Þetta fær ekki staðist. Eða réttara sagt, ekkert – hvorki kenningar né gögn – styður þá staðhæfingu þingmanns að hlutaskiptakerfið leiði til þess að hluti auðlindaarðsins renni til sjómanna. Kjarasamningar sjómanna fela í sér að laun sjómanna sveiflast með aflaverðmæti. Það þýðir að sjómenn eru að taka á sig hluta af áhættunni sem fylgir slíkum sveiflum. En það þýðir EKKI að laun sjómanna séu hærri að meðaltali en þau væru ef kjarasamningar þeirra væru annars eðlis. (Eitt mikilvægt tæki sem útgerðarmenn nota til þess að halda niðri launum þegar aflaverð er hátt er sala á afla til tengdra aðila á undirverði.) Tryggvi telur að auðlindaarðurinn sé á bilinu 40 til 55 ma.kr. Ef staðhæfing hans um að u.þ.b. þriðjungur arðsins renni til sjómanna er rétt, jafngildir það því að laun sjómanna séu um 15 ma.kr hærri en þau væru „á almennum markaði.“ Ef þetta væri rétt væri að staðaldir gríðarleg umframeftirspurnar eftir plássum á togurum. Raunin er að það er, ef eitthvað er, skortur á til dæmis vélstjórum. Laun sjómanna eru tiltölulega há. En störf þeirra eru erfið, hættuleg og kalla á langdvalir frá fjölskyldu. Fyrir slíkt þarf að borga vel. Það breytist ekki þótt veiðigjald verði hækkað. Vitaskuld er umframeftirspurn eftir „góðum plássum.“ En það á við í öllum geirum. Ef staðhæfing Tryggva væri rétt myndi hún þýða að verulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu myndu lækka laun sjómanna. Þetta eru ein af falsrökunum sem LÍÚ hefur staglast á í mörg ár til þess að hræða sjómenn og grafa undan stuðningi við breytingar í sjávarútvegi á landsbyggðinni. Góður mælikvarði á auðlindaarðinn er verg hlutdeild fjármagns (e. EBITDA) að frádreginni 8% árgreiðslu. Þessi stærð hefur einmitt verið um 45 ma.kr síðustu ár. Ef veiðigjald er miðal við þessa stærð mun það ekki hafa nein bein áhrif á laun sjómanna þar sem laun hafa þá þegar verið dregin frá upphæðinni sem veiðigjaldið leggst á. (Þetta er frábrugðið núverandi veiðigjald sem leggst á aflaverðmæti.) Líklegustu áhrif breytinga væru hækkun á launum sjómanna til skemmri tíma (þar sem allur afli myndi fara á markað) og engin áhrif til lengri tíma. Það er rangt hjá Tryggva að sjómenn njóti auðlindaarðsins. Í dag rennur allur þorri auðlindaarðsins óskiptur til útgerðarmanna. Sjómenn fá líkast til ekkert. Greiðslur útgerðarinnar til ríkissjóðs næga varla fyrir þeim kostnaði sem ríkið ber við að halda úti kvótakerfinu. Þetta ástand eru LÍÚ-menn skiljanlega tilbúnir að verja með kjafti og klóm. Þeir víla það til dæmis ekki fyrir sér að halda kjarasamningum allra launamanna í gíslingu. Næstu mánuði verður hart barist um sjávarútvegsmál. LÍÚ mun beyta alls kyns hræðsluáróðri sem á ekki við rök að styðjast. Það verður sagt að laun sjómanna lækki, að fyrirtæki leggi upp laupana í hrönnum, að bankarnir hrynji, að sjávarbyggðir leggist í eyði, o.s.fr. Ekki láta glepjast. Í raun geta breytingar – ef þær eru rétt út færðar – aukið hagkvæmni og bætt rekstrarumhverfi í sjávarútvegi jafnframt því að auka tekjur ríkisins sem þá getur bætt þjónustu og lækkað skatta.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun