Eyðimerkurgöngu FH-inga lokið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. maí 2011 08:00 Sigurgeir Árni Ægisson, fyrirliði FH, lyftir hér bikarnum góða á loft en félagið varð í gær Íslandsmeistari á ný eftir nítján ára bið. Fréttablaðið/HAG Einbeittir, grimmir og sterkir FH-ingar lögðu Akureyri, 28-24, í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. FH vann rimmuna 3-1 og er vel að titlinum komið. Það var algjörlega frábær stemning í Kaplakrika í gær. Um 3.000 manns troðfylltu kofann og mynduðu stórkostlega stemningu allan leikinn. Áhorfendamet var sett í Krikanum. Svo mikill var hávaðinn í húsinu að vart var hægt að tala saman og húsið hreinlega nötraði út af látunum. FH-ingar mættu mun betur stemmdir til leiksins. Voru miklu grimmari í öllum sínum aðgerðum á meðan norðanmenn voru hikandi og stressaðir. Ef Sveinbjörn Pétursson hefði ekki átt í markinu hefði FH líklega gengið frá leiknum í fyrri hálfleik. Sveinbjörn varði eins og berserkur og það skot í öllum regnbogans litum. Markvarsla hans varð þess valdandi að Akureyri hékk inn í leiknum. Pálmar var einnig sterkur hinum megin og í sókn FH fór Ólafur Guðmundsson mikinn. Eftir þrjú misheppnuð skot kviknaði á Guðmundi Hólmari og hann hélt sóknarleik Akureyrar á floti með fimm mörkum. Aðeins tveimur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 13-11. FH var með yfirhöndina áfram í seinni hálfleik en ólseigir Akureyringar neituðu að gefast upp og komu hvað eftir annað til baka leiddir af Heimi Erni Árnasyni. Hinum megin var Daníel Andrésson kominn í markið og hann fór mikinn í síðari hálfleik. Þegar á reyndi voru FH-ingar beittari og hreinlega betri. Akureyringar virkuðu þreyttir og vantaði kraft til þess að klára leikinn. Baráttan og löngunin dugði ekki til. Akureyri hreinlega tapaði fyrir betra liði að þessu sinni. Það hefur verið mikill stígandi í leik FH-inga alla leiktíðina og liðinu tókst að raða saman púslubitunum og toppa þegar mest á reyndi. Liðsheildin var sterk hjá liðinu. Pálmar hefur verið fínn í markinu og Daníel síðan stigið upp síðustu vikur með miklum látum. Ólafur Guðmundsson og Ásbjörn hafa leitt sóknarleikinn og Sigurgeir Árni bundið saman vörnina af myndarskap. Logi Geirsson og Baldvin Þorsteinsson hafa svo fært liðinu reynslu, kraft og trú. Þeir Kristján og Einar Andri bjuggu til flott lið í vetur sem stóð undir þeim væntingum sem voru gerðar til þess og lönduðu þeim stóra. „Þegar ég ákvað að koma aftur í boltann vissi ég að þetta væri möguleiki. Ég vissi líka að það yrði mikil vinna að búa til sjálfstraust,“ sagði sigurreifur þjálfari FH, Kristján Arason, en hann þjálfaði einnig FH-liðið er það vann síðast fyrir nítján árum. „Þetta er búin að vera þrautaganga. Flestir þessara stráka eru rétt í kringum tvítugt en við höfum verið á stöðugri uppleið síðan í nóvember. Strákarnir voru einbeittir í allan vetur að fara alla leið og þeir eiga þetta svo sannarlega skilið. Ég á vart til orð að lýsa því hversu stoltur ég er af þeim,“ sagði Kristján og brosti allan hringinn. Olís-deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Einbeittir, grimmir og sterkir FH-ingar lögðu Akureyri, 28-24, í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. FH vann rimmuna 3-1 og er vel að titlinum komið. Það var algjörlega frábær stemning í Kaplakrika í gær. Um 3.000 manns troðfylltu kofann og mynduðu stórkostlega stemningu allan leikinn. Áhorfendamet var sett í Krikanum. Svo mikill var hávaðinn í húsinu að vart var hægt að tala saman og húsið hreinlega nötraði út af látunum. FH-ingar mættu mun betur stemmdir til leiksins. Voru miklu grimmari í öllum sínum aðgerðum á meðan norðanmenn voru hikandi og stressaðir. Ef Sveinbjörn Pétursson hefði ekki átt í markinu hefði FH líklega gengið frá leiknum í fyrri hálfleik. Sveinbjörn varði eins og berserkur og það skot í öllum regnbogans litum. Markvarsla hans varð þess valdandi að Akureyri hékk inn í leiknum. Pálmar var einnig sterkur hinum megin og í sókn FH fór Ólafur Guðmundsson mikinn. Eftir þrjú misheppnuð skot kviknaði á Guðmundi Hólmari og hann hélt sóknarleik Akureyrar á floti með fimm mörkum. Aðeins tveimur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 13-11. FH var með yfirhöndina áfram í seinni hálfleik en ólseigir Akureyringar neituðu að gefast upp og komu hvað eftir annað til baka leiddir af Heimi Erni Árnasyni. Hinum megin var Daníel Andrésson kominn í markið og hann fór mikinn í síðari hálfleik. Þegar á reyndi voru FH-ingar beittari og hreinlega betri. Akureyringar virkuðu þreyttir og vantaði kraft til þess að klára leikinn. Baráttan og löngunin dugði ekki til. Akureyri hreinlega tapaði fyrir betra liði að þessu sinni. Það hefur verið mikill stígandi í leik FH-inga alla leiktíðina og liðinu tókst að raða saman púslubitunum og toppa þegar mest á reyndi. Liðsheildin var sterk hjá liðinu. Pálmar hefur verið fínn í markinu og Daníel síðan stigið upp síðustu vikur með miklum látum. Ólafur Guðmundsson og Ásbjörn hafa leitt sóknarleikinn og Sigurgeir Árni bundið saman vörnina af myndarskap. Logi Geirsson og Baldvin Þorsteinsson hafa svo fært liðinu reynslu, kraft og trú. Þeir Kristján og Einar Andri bjuggu til flott lið í vetur sem stóð undir þeim væntingum sem voru gerðar til þess og lönduðu þeim stóra. „Þegar ég ákvað að koma aftur í boltann vissi ég að þetta væri möguleiki. Ég vissi líka að það yrði mikil vinna að búa til sjálfstraust,“ sagði sigurreifur þjálfari FH, Kristján Arason, en hann þjálfaði einnig FH-liðið er það vann síðast fyrir nítján árum. „Þetta er búin að vera þrautaganga. Flestir þessara stráka eru rétt í kringum tvítugt en við höfum verið á stöðugri uppleið síðan í nóvember. Strákarnir voru einbeittir í allan vetur að fara alla leið og þeir eiga þetta svo sannarlega skilið. Ég á vart til orð að lýsa því hversu stoltur ég er af þeim,“ sagði Kristján og brosti allan hringinn.
Olís-deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira