Eyðimerkurgöngu FH-inga lokið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. maí 2011 08:00 Sigurgeir Árni Ægisson, fyrirliði FH, lyftir hér bikarnum góða á loft en félagið varð í gær Íslandsmeistari á ný eftir nítján ára bið. Fréttablaðið/HAG Einbeittir, grimmir og sterkir FH-ingar lögðu Akureyri, 28-24, í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. FH vann rimmuna 3-1 og er vel að titlinum komið. Það var algjörlega frábær stemning í Kaplakrika í gær. Um 3.000 manns troðfylltu kofann og mynduðu stórkostlega stemningu allan leikinn. Áhorfendamet var sett í Krikanum. Svo mikill var hávaðinn í húsinu að vart var hægt að tala saman og húsið hreinlega nötraði út af látunum. FH-ingar mættu mun betur stemmdir til leiksins. Voru miklu grimmari í öllum sínum aðgerðum á meðan norðanmenn voru hikandi og stressaðir. Ef Sveinbjörn Pétursson hefði ekki átt í markinu hefði FH líklega gengið frá leiknum í fyrri hálfleik. Sveinbjörn varði eins og berserkur og það skot í öllum regnbogans litum. Markvarsla hans varð þess valdandi að Akureyri hékk inn í leiknum. Pálmar var einnig sterkur hinum megin og í sókn FH fór Ólafur Guðmundsson mikinn. Eftir þrjú misheppnuð skot kviknaði á Guðmundi Hólmari og hann hélt sóknarleik Akureyrar á floti með fimm mörkum. Aðeins tveimur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 13-11. FH var með yfirhöndina áfram í seinni hálfleik en ólseigir Akureyringar neituðu að gefast upp og komu hvað eftir annað til baka leiddir af Heimi Erni Árnasyni. Hinum megin var Daníel Andrésson kominn í markið og hann fór mikinn í síðari hálfleik. Þegar á reyndi voru FH-ingar beittari og hreinlega betri. Akureyringar virkuðu þreyttir og vantaði kraft til þess að klára leikinn. Baráttan og löngunin dugði ekki til. Akureyri hreinlega tapaði fyrir betra liði að þessu sinni. Það hefur verið mikill stígandi í leik FH-inga alla leiktíðina og liðinu tókst að raða saman púslubitunum og toppa þegar mest á reyndi. Liðsheildin var sterk hjá liðinu. Pálmar hefur verið fínn í markinu og Daníel síðan stigið upp síðustu vikur með miklum látum. Ólafur Guðmundsson og Ásbjörn hafa leitt sóknarleikinn og Sigurgeir Árni bundið saman vörnina af myndarskap. Logi Geirsson og Baldvin Þorsteinsson hafa svo fært liðinu reynslu, kraft og trú. Þeir Kristján og Einar Andri bjuggu til flott lið í vetur sem stóð undir þeim væntingum sem voru gerðar til þess og lönduðu þeim stóra. „Þegar ég ákvað að koma aftur í boltann vissi ég að þetta væri möguleiki. Ég vissi líka að það yrði mikil vinna að búa til sjálfstraust,“ sagði sigurreifur þjálfari FH, Kristján Arason, en hann þjálfaði einnig FH-liðið er það vann síðast fyrir nítján árum. „Þetta er búin að vera þrautaganga. Flestir þessara stráka eru rétt í kringum tvítugt en við höfum verið á stöðugri uppleið síðan í nóvember. Strákarnir voru einbeittir í allan vetur að fara alla leið og þeir eiga þetta svo sannarlega skilið. Ég á vart til orð að lýsa því hversu stoltur ég er af þeim,“ sagði Kristján og brosti allan hringinn. Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
Einbeittir, grimmir og sterkir FH-ingar lögðu Akureyri, 28-24, í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. FH vann rimmuna 3-1 og er vel að titlinum komið. Það var algjörlega frábær stemning í Kaplakrika í gær. Um 3.000 manns troðfylltu kofann og mynduðu stórkostlega stemningu allan leikinn. Áhorfendamet var sett í Krikanum. Svo mikill var hávaðinn í húsinu að vart var hægt að tala saman og húsið hreinlega nötraði út af látunum. FH-ingar mættu mun betur stemmdir til leiksins. Voru miklu grimmari í öllum sínum aðgerðum á meðan norðanmenn voru hikandi og stressaðir. Ef Sveinbjörn Pétursson hefði ekki átt í markinu hefði FH líklega gengið frá leiknum í fyrri hálfleik. Sveinbjörn varði eins og berserkur og það skot í öllum regnbogans litum. Markvarsla hans varð þess valdandi að Akureyri hékk inn í leiknum. Pálmar var einnig sterkur hinum megin og í sókn FH fór Ólafur Guðmundsson mikinn. Eftir þrjú misheppnuð skot kviknaði á Guðmundi Hólmari og hann hélt sóknarleik Akureyrar á floti með fimm mörkum. Aðeins tveimur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 13-11. FH var með yfirhöndina áfram í seinni hálfleik en ólseigir Akureyringar neituðu að gefast upp og komu hvað eftir annað til baka leiddir af Heimi Erni Árnasyni. Hinum megin var Daníel Andrésson kominn í markið og hann fór mikinn í síðari hálfleik. Þegar á reyndi voru FH-ingar beittari og hreinlega betri. Akureyringar virkuðu þreyttir og vantaði kraft til þess að klára leikinn. Baráttan og löngunin dugði ekki til. Akureyri hreinlega tapaði fyrir betra liði að þessu sinni. Það hefur verið mikill stígandi í leik FH-inga alla leiktíðina og liðinu tókst að raða saman púslubitunum og toppa þegar mest á reyndi. Liðsheildin var sterk hjá liðinu. Pálmar hefur verið fínn í markinu og Daníel síðan stigið upp síðustu vikur með miklum látum. Ólafur Guðmundsson og Ásbjörn hafa leitt sóknarleikinn og Sigurgeir Árni bundið saman vörnina af myndarskap. Logi Geirsson og Baldvin Þorsteinsson hafa svo fært liðinu reynslu, kraft og trú. Þeir Kristján og Einar Andri bjuggu til flott lið í vetur sem stóð undir þeim væntingum sem voru gerðar til þess og lönduðu þeim stóra. „Þegar ég ákvað að koma aftur í boltann vissi ég að þetta væri möguleiki. Ég vissi líka að það yrði mikil vinna að búa til sjálfstraust,“ sagði sigurreifur þjálfari FH, Kristján Arason, en hann þjálfaði einnig FH-liðið er það vann síðast fyrir nítján árum. „Þetta er búin að vera þrautaganga. Flestir þessara stráka eru rétt í kringum tvítugt en við höfum verið á stöðugri uppleið síðan í nóvember. Strákarnir voru einbeittir í allan vetur að fara alla leið og þeir eiga þetta svo sannarlega skilið. Ég á vart til orð að lýsa því hversu stoltur ég er af þeim,“ sagði Kristján og brosti allan hringinn.
Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira