Eyðimerkurgöngu FH-inga lokið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. maí 2011 08:00 Sigurgeir Árni Ægisson, fyrirliði FH, lyftir hér bikarnum góða á loft en félagið varð í gær Íslandsmeistari á ný eftir nítján ára bið. Fréttablaðið/HAG Einbeittir, grimmir og sterkir FH-ingar lögðu Akureyri, 28-24, í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. FH vann rimmuna 3-1 og er vel að titlinum komið. Það var algjörlega frábær stemning í Kaplakrika í gær. Um 3.000 manns troðfylltu kofann og mynduðu stórkostlega stemningu allan leikinn. Áhorfendamet var sett í Krikanum. Svo mikill var hávaðinn í húsinu að vart var hægt að tala saman og húsið hreinlega nötraði út af látunum. FH-ingar mættu mun betur stemmdir til leiksins. Voru miklu grimmari í öllum sínum aðgerðum á meðan norðanmenn voru hikandi og stressaðir. Ef Sveinbjörn Pétursson hefði ekki átt í markinu hefði FH líklega gengið frá leiknum í fyrri hálfleik. Sveinbjörn varði eins og berserkur og það skot í öllum regnbogans litum. Markvarsla hans varð þess valdandi að Akureyri hékk inn í leiknum. Pálmar var einnig sterkur hinum megin og í sókn FH fór Ólafur Guðmundsson mikinn. Eftir þrjú misheppnuð skot kviknaði á Guðmundi Hólmari og hann hélt sóknarleik Akureyrar á floti með fimm mörkum. Aðeins tveimur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 13-11. FH var með yfirhöndina áfram í seinni hálfleik en ólseigir Akureyringar neituðu að gefast upp og komu hvað eftir annað til baka leiddir af Heimi Erni Árnasyni. Hinum megin var Daníel Andrésson kominn í markið og hann fór mikinn í síðari hálfleik. Þegar á reyndi voru FH-ingar beittari og hreinlega betri. Akureyringar virkuðu þreyttir og vantaði kraft til þess að klára leikinn. Baráttan og löngunin dugði ekki til. Akureyri hreinlega tapaði fyrir betra liði að þessu sinni. Það hefur verið mikill stígandi í leik FH-inga alla leiktíðina og liðinu tókst að raða saman púslubitunum og toppa þegar mest á reyndi. Liðsheildin var sterk hjá liðinu. Pálmar hefur verið fínn í markinu og Daníel síðan stigið upp síðustu vikur með miklum látum. Ólafur Guðmundsson og Ásbjörn hafa leitt sóknarleikinn og Sigurgeir Árni bundið saman vörnina af myndarskap. Logi Geirsson og Baldvin Þorsteinsson hafa svo fært liðinu reynslu, kraft og trú. Þeir Kristján og Einar Andri bjuggu til flott lið í vetur sem stóð undir þeim væntingum sem voru gerðar til þess og lönduðu þeim stóra. „Þegar ég ákvað að koma aftur í boltann vissi ég að þetta væri möguleiki. Ég vissi líka að það yrði mikil vinna að búa til sjálfstraust,“ sagði sigurreifur þjálfari FH, Kristján Arason, en hann þjálfaði einnig FH-liðið er það vann síðast fyrir nítján árum. „Þetta er búin að vera þrautaganga. Flestir þessara stráka eru rétt í kringum tvítugt en við höfum verið á stöðugri uppleið síðan í nóvember. Strákarnir voru einbeittir í allan vetur að fara alla leið og þeir eiga þetta svo sannarlega skilið. Ég á vart til orð að lýsa því hversu stoltur ég er af þeim,“ sagði Kristján og brosti allan hringinn. Olís-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Einbeittir, grimmir og sterkir FH-ingar lögðu Akureyri, 28-24, í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. FH vann rimmuna 3-1 og er vel að titlinum komið. Það var algjörlega frábær stemning í Kaplakrika í gær. Um 3.000 manns troðfylltu kofann og mynduðu stórkostlega stemningu allan leikinn. Áhorfendamet var sett í Krikanum. Svo mikill var hávaðinn í húsinu að vart var hægt að tala saman og húsið hreinlega nötraði út af látunum. FH-ingar mættu mun betur stemmdir til leiksins. Voru miklu grimmari í öllum sínum aðgerðum á meðan norðanmenn voru hikandi og stressaðir. Ef Sveinbjörn Pétursson hefði ekki átt í markinu hefði FH líklega gengið frá leiknum í fyrri hálfleik. Sveinbjörn varði eins og berserkur og það skot í öllum regnbogans litum. Markvarsla hans varð þess valdandi að Akureyri hékk inn í leiknum. Pálmar var einnig sterkur hinum megin og í sókn FH fór Ólafur Guðmundsson mikinn. Eftir þrjú misheppnuð skot kviknaði á Guðmundi Hólmari og hann hélt sóknarleik Akureyrar á floti með fimm mörkum. Aðeins tveimur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 13-11. FH var með yfirhöndina áfram í seinni hálfleik en ólseigir Akureyringar neituðu að gefast upp og komu hvað eftir annað til baka leiddir af Heimi Erni Árnasyni. Hinum megin var Daníel Andrésson kominn í markið og hann fór mikinn í síðari hálfleik. Þegar á reyndi voru FH-ingar beittari og hreinlega betri. Akureyringar virkuðu þreyttir og vantaði kraft til þess að klára leikinn. Baráttan og löngunin dugði ekki til. Akureyri hreinlega tapaði fyrir betra liði að þessu sinni. Það hefur verið mikill stígandi í leik FH-inga alla leiktíðina og liðinu tókst að raða saman púslubitunum og toppa þegar mest á reyndi. Liðsheildin var sterk hjá liðinu. Pálmar hefur verið fínn í markinu og Daníel síðan stigið upp síðustu vikur með miklum látum. Ólafur Guðmundsson og Ásbjörn hafa leitt sóknarleikinn og Sigurgeir Árni bundið saman vörnina af myndarskap. Logi Geirsson og Baldvin Þorsteinsson hafa svo fært liðinu reynslu, kraft og trú. Þeir Kristján og Einar Andri bjuggu til flott lið í vetur sem stóð undir þeim væntingum sem voru gerðar til þess og lönduðu þeim stóra. „Þegar ég ákvað að koma aftur í boltann vissi ég að þetta væri möguleiki. Ég vissi líka að það yrði mikil vinna að búa til sjálfstraust,“ sagði sigurreifur þjálfari FH, Kristján Arason, en hann þjálfaði einnig FH-liðið er það vann síðast fyrir nítján árum. „Þetta er búin að vera þrautaganga. Flestir þessara stráka eru rétt í kringum tvítugt en við höfum verið á stöðugri uppleið síðan í nóvember. Strákarnir voru einbeittir í allan vetur að fara alla leið og þeir eiga þetta svo sannarlega skilið. Ég á vart til orð að lýsa því hversu stoltur ég er af þeim,“ sagði Kristján og brosti allan hringinn.
Olís-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira