Villandi umræða um upplýsingalög Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 23. apríl 2011 06:00 Þegar ný ríkisstjórn tók við völdum 1. febrúar 2009 einsetti hún sér að auka aðgengi almennings að upplýsingum í stjórnsýslunni. Gagnsæ vinnubrögð eru enda besta leiðin til að endurreisa það traust til stjórnvalda sem hrundi ásamt bönkunum. Sjálf beitti ég mér fyrir því að svigrúm gildandi upplýsingalaga yrði nýtt til hins ítrasta, t.d. veitti forsætisráðuneytið fjölmiðlum aðgang að gögnum um einkavæðingu bankanna, sem þráfaldlega hafði verið synjað um aðgang að í tíð fyrri ríkisstjórna. Jafnramt fól ég nefnd sérfræðinga að endurskoða upplýsingalögin með það fyrir augum að auka upplýsingarétt almennings. Sérfræðinganefndin, undir forystu Trausta Fannars Valssonar fór yfir reynsluna af núgildandi upplýsingalögum, átti samráð við fjölda hagsmunaaðila, kynnti sér löggjöf í nágrannaríkjum og lagði fram frumvarpsdrög að nýjum upplýsingalögum haustið 2010. Barst fjöldi athugasemda sem tekið var tillit til áður en frumvarpið var afgreitt í ríkisstjórn. Ríkisfyrirtæki upplýsingaskyldHelstu nýjungar í frumvarpinu eru þessar: a) Gildissvið laganna er víkkað út þannig að þau ná til fyrirtækja sem eru í eigu hins opinbera að 75% hluta eða meira. Verði frumvarpið að lögum munu orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur því þurfa að veita almenningi aðgang að gögnum í sínum fórum. b) Kröfur um framsetningu upplýsingabeiðna eru einfaldaðar með það að markmiði að auðvelda almenningi að óska upplýsinga. c) Gert er ráð fyrir því að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í rannsóknarskyni með ákveðnum skilmálum enda þótt gögnin séu undanþegin upplýsingarétti. Bylting í rafrænu aðgengid) Forsætisráðherra er falið með reglugerð að mæla fyrir um birtingu ganga og upplýsinga stjórnvalda á vefsíðum þeirra. Þar með er lagður grunnur að því að stjórnvöld birti málaskrár sínar á vefsíðum sínum sem mun valda byltingu í aðgengi að upplýsingum. e) Gerð er sú krafa að þó fyrir hendi sé heimild til handa stjórnvaldi að synja um aðgang að gögnum skuli stjórnvaldið taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en skylt er. f) Undantekningarákvæði um vinnuskjöl eru umorðuð til þess að endurspegla vinnulag hjá stjórnvöldum. Samkvæmt núgildandi lögum hættir skjal að vera vinnuskjal um leið og það fer frá einu stjórnvaldi til annars, t.d. ef það er sent í tölvupósti milli ráðuneyta. Ekki er þannig tekið tillit til þess að ólík stjórnvöld vinna í vaxandi mæli sameiginlega að málum í formi alls kyns vinnuhópa og þverfaglegra teyma. g) Almenningi er tryggður skýlaus réttur til upplýsinga um föst launakjör ríkisstarfsmanna. Frjáls aðgangur meginreglaÞau ákvæði frumvarpsins sem takmarka rétt til óhefts aðgangs að gögnum eru að miklu leyti óbreytt frá gildandi lögum. Staðreyndin er sú að öll ríki sem tryggja upplýsingarétt gera líka ráð fyrir að hann geti sætt takmörkunum. Taka þarf tillit til upplýsinga um einkamálefni einstaklinga, sem njóta stjórnarskrárverndar, eins og t.d. viðkvæmar heilsufarsupplýsingar. Eins þarf að vera unnt að undanþiggja upplýsingar vegna trausts í samskiptum ríkja, svo fátt eitt sé nefnt. Aðalatriðið er að frjáls aðgangur sé meginreglan og rökstyðja þurfi sérstaklega beitingu undantekningarheimilda. Fram fari hagsmunamat þar sem aðgangi er ekki synjað nema ótvírætt sé að hagsmunir sem stríða gegn aðgangi almennings vegi þyngra. Frumvarpið leggur ekki til neina breytingu á fyrirkomulagi úrskurðarnefnar um upplýsingamál enda nýtur nefndin virðingar fyrir sjálfstæði sitt og má kalla hana brjóstvörn upplýsingaréttar almennings. Því til viðbótar munu dómstólar hér eftir sem hingað til geta dæmt um aðgang að upplýsingum. Stormur í vatnsglasi – 110 ár í stað 80Í vikunni var talsvert fjallað um ákvæði frumvarpsins sem heimilar þjóðskjalaverði að synja um aðgang að gögnum í 110 ár, einkum með tilliti til einstaklinga, sem enn eru á lífi. Þarna geta fallið undir viðkvæmar heilsufarsupplýsingar en samkvæmt núgildandi lögum er þetta heimilt í 80 ár, sem er órökrétt því sumir lifa blessunarlegalengur en svo. Þessi tillaga á rætur að rekja til nefndar sem vann að endurskoðun laga um þjóðskjalasafn undir formennsku Páls Hreinssonar hæstaréttardómara. Að danskri fyrirmynd er lagt til að auk einkalífshagsmuna megi þegar sérstaklega stendur á byggja synjun um aðgang á gögnum sem eru yngri en 110 ár á almannahagsmunum. Þjóðskjalavörður yrði ekki einráður í þessum efnum enda yrði möguleg synjun hans kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál auk þess sem hægt væri að bera hana undir dómstóla. Þar með ætti að vera tryggt að ekki kæmi til 110 ára nema í algerum undantekningartilvikum. Hér er því um algeran storm í vatnsglasi að ræða, en ef nota á þessa einu breytingu til að gera annars gott framfaramál tortryggilegt með villandi málflutningi, þá er það mér algerlega að meinalausu að falla fá breytingunni og færa ákvæðið til fyrra horfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þegar ný ríkisstjórn tók við völdum 1. febrúar 2009 einsetti hún sér að auka aðgengi almennings að upplýsingum í stjórnsýslunni. Gagnsæ vinnubrögð eru enda besta leiðin til að endurreisa það traust til stjórnvalda sem hrundi ásamt bönkunum. Sjálf beitti ég mér fyrir því að svigrúm gildandi upplýsingalaga yrði nýtt til hins ítrasta, t.d. veitti forsætisráðuneytið fjölmiðlum aðgang að gögnum um einkavæðingu bankanna, sem þráfaldlega hafði verið synjað um aðgang að í tíð fyrri ríkisstjórna. Jafnramt fól ég nefnd sérfræðinga að endurskoða upplýsingalögin með það fyrir augum að auka upplýsingarétt almennings. Sérfræðinganefndin, undir forystu Trausta Fannars Valssonar fór yfir reynsluna af núgildandi upplýsingalögum, átti samráð við fjölda hagsmunaaðila, kynnti sér löggjöf í nágrannaríkjum og lagði fram frumvarpsdrög að nýjum upplýsingalögum haustið 2010. Barst fjöldi athugasemda sem tekið var tillit til áður en frumvarpið var afgreitt í ríkisstjórn. Ríkisfyrirtæki upplýsingaskyldHelstu nýjungar í frumvarpinu eru þessar: a) Gildissvið laganna er víkkað út þannig að þau ná til fyrirtækja sem eru í eigu hins opinbera að 75% hluta eða meira. Verði frumvarpið að lögum munu orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur því þurfa að veita almenningi aðgang að gögnum í sínum fórum. b) Kröfur um framsetningu upplýsingabeiðna eru einfaldaðar með það að markmiði að auðvelda almenningi að óska upplýsinga. c) Gert er ráð fyrir því að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í rannsóknarskyni með ákveðnum skilmálum enda þótt gögnin séu undanþegin upplýsingarétti. Bylting í rafrænu aðgengid) Forsætisráðherra er falið með reglugerð að mæla fyrir um birtingu ganga og upplýsinga stjórnvalda á vefsíðum þeirra. Þar með er lagður grunnur að því að stjórnvöld birti málaskrár sínar á vefsíðum sínum sem mun valda byltingu í aðgengi að upplýsingum. e) Gerð er sú krafa að þó fyrir hendi sé heimild til handa stjórnvaldi að synja um aðgang að gögnum skuli stjórnvaldið taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en skylt er. f) Undantekningarákvæði um vinnuskjöl eru umorðuð til þess að endurspegla vinnulag hjá stjórnvöldum. Samkvæmt núgildandi lögum hættir skjal að vera vinnuskjal um leið og það fer frá einu stjórnvaldi til annars, t.d. ef það er sent í tölvupósti milli ráðuneyta. Ekki er þannig tekið tillit til þess að ólík stjórnvöld vinna í vaxandi mæli sameiginlega að málum í formi alls kyns vinnuhópa og þverfaglegra teyma. g) Almenningi er tryggður skýlaus réttur til upplýsinga um föst launakjör ríkisstarfsmanna. Frjáls aðgangur meginreglaÞau ákvæði frumvarpsins sem takmarka rétt til óhefts aðgangs að gögnum eru að miklu leyti óbreytt frá gildandi lögum. Staðreyndin er sú að öll ríki sem tryggja upplýsingarétt gera líka ráð fyrir að hann geti sætt takmörkunum. Taka þarf tillit til upplýsinga um einkamálefni einstaklinga, sem njóta stjórnarskrárverndar, eins og t.d. viðkvæmar heilsufarsupplýsingar. Eins þarf að vera unnt að undanþiggja upplýsingar vegna trausts í samskiptum ríkja, svo fátt eitt sé nefnt. Aðalatriðið er að frjáls aðgangur sé meginreglan og rökstyðja þurfi sérstaklega beitingu undantekningarheimilda. Fram fari hagsmunamat þar sem aðgangi er ekki synjað nema ótvírætt sé að hagsmunir sem stríða gegn aðgangi almennings vegi þyngra. Frumvarpið leggur ekki til neina breytingu á fyrirkomulagi úrskurðarnefnar um upplýsingamál enda nýtur nefndin virðingar fyrir sjálfstæði sitt og má kalla hana brjóstvörn upplýsingaréttar almennings. Því til viðbótar munu dómstólar hér eftir sem hingað til geta dæmt um aðgang að upplýsingum. Stormur í vatnsglasi – 110 ár í stað 80Í vikunni var talsvert fjallað um ákvæði frumvarpsins sem heimilar þjóðskjalaverði að synja um aðgang að gögnum í 110 ár, einkum með tilliti til einstaklinga, sem enn eru á lífi. Þarna geta fallið undir viðkvæmar heilsufarsupplýsingar en samkvæmt núgildandi lögum er þetta heimilt í 80 ár, sem er órökrétt því sumir lifa blessunarlegalengur en svo. Þessi tillaga á rætur að rekja til nefndar sem vann að endurskoðun laga um þjóðskjalasafn undir formennsku Páls Hreinssonar hæstaréttardómara. Að danskri fyrirmynd er lagt til að auk einkalífshagsmuna megi þegar sérstaklega stendur á byggja synjun um aðgang á gögnum sem eru yngri en 110 ár á almannahagsmunum. Þjóðskjalavörður yrði ekki einráður í þessum efnum enda yrði möguleg synjun hans kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál auk þess sem hægt væri að bera hana undir dómstóla. Þar með ætti að vera tryggt að ekki kæmi til 110 ára nema í algerum undantekningartilvikum. Hér er því um algeran storm í vatnsglasi að ræða, en ef nota á þessa einu breytingu til að gera annars gott framfaramál tortryggilegt með villandi málflutningi, þá er það mér algerlega að meinalausu að falla fá breytingunni og færa ákvæðið til fyrra horfs.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun