Allt í hnút - staða og horfur eftir þjóðaratkvæði Jón Sigurðsson skrifar 11. apríl 2011 00:00 Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 2011: Hver er staðan sem upp er komin? Hverjar eru horfurnar?Breytt stjórnskipan: Hér er nú pólitískt virkur forseti og beint lýðræði að frjálsri ákvörðun hans hvenær sem hann ákveður.Kreppa í stjórnskipan: Engar hömlur eru á ákvörðun forseta, engar takmarkanir á fjármögnun kosningabaráttu fyrir þjóðaratkvæði eða ákvæði um lágmarksþátttöku kjósenda. Stjórnskipuleg staða Alþingis er í lausu lofti.Umsókn um aðild að ESB er gjörtapað mál. Trúlega er farsælast að stöðva ferlið með vinsamlegum hætti þegar á næstu vikum.Aðild Íslands að ESB verður ekki samþykkt hér án þess að Álandseyjaákvæði, Azoreyjaákvæði og Möltuákvæði verði afdráttarlaus í samningsfrumvarpi. Líklega hefur utanríkisráðuneytið ekki skilning á þessu, þannig að málið er gjörtapað hvort eð er.Þreyta og vonbrigði forystumanna ríkisstjórnarinnar eru beinlínis átakanleg. Stjórnin er bæði helsærð og helsjúk. Hún getur ekki skilað starfi en hefur ekki burði til að hrökklast frá heldur.Leiðtogar beggja stjórnarflokkanna heyja enn hetjulega baráttu við ofurefli innan húss sem utan. Nú bíða félagar þeirra bara eftir því að foringjarnir rými sætin. Fram undan er forystukreppa í báðum stjórnarflokkunum.Forystuflokkur stjórnarandstöðunnar, Sjálfstæðismenn, þarf að fá nokkra mánuði til að ná áttum og verða fær um að taka stjórnarábyrgð. Ekki er alveg ljóst hvaða stefna verður ofan á þar, hvort núverandi foringja tekst að semja um frið eða hverjir aðrir hirða forystusætin.Gjáin milli núverandi stjórnarflokka og forystu Framsóknarflokksins hefur breikkað og dýpkað. Líklega eiga Framsóknarmenn nú aðeins kost á að verða stoð við Sjálfstæðisflokkinn. Staða forystu Framsóknarmanna virðist mjög sterk innan flokks, en þó vekur furðu hve fáir virðast hafa tekið þátt í flokksþingi og kosningu formanns.Fram undan er þóf, tafir og streita í flestum þjóðmálum. Dómsmál um Icesave tekur nokkur ár og hvert ár kostar 30-40 milljarða króna til viðbótar við annað. Fram undan er endurmat og nýtt þóf um flesta viðskipta- og fjárfestingarkosti. Nokkra mánuði þarf til að endurmeta og endursemja um erlend lánamál.Óskynsamlegar skattabreytingar leggjast því ennþá þyngra á atvinnulífið og þar harðnar á dalnum. Áhrif á lánagreiðslur almennings, á atvinnuástand og laun fylgja þessu.Í grunni er íslenska þjóðfélagið sterkt, lýðræðið virkt og útflutningsgreinarnar öflugar. Veikleikar okkar Íslendinga eru sundrung, tortryggni, rógur og níð. Hér er allt í hnút. Nú þarf alþingiskosningar sem allra fyrst til að höggva á hnútinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 2011: Hver er staðan sem upp er komin? Hverjar eru horfurnar?Breytt stjórnskipan: Hér er nú pólitískt virkur forseti og beint lýðræði að frjálsri ákvörðun hans hvenær sem hann ákveður.Kreppa í stjórnskipan: Engar hömlur eru á ákvörðun forseta, engar takmarkanir á fjármögnun kosningabaráttu fyrir þjóðaratkvæði eða ákvæði um lágmarksþátttöku kjósenda. Stjórnskipuleg staða Alþingis er í lausu lofti.Umsókn um aðild að ESB er gjörtapað mál. Trúlega er farsælast að stöðva ferlið með vinsamlegum hætti þegar á næstu vikum.Aðild Íslands að ESB verður ekki samþykkt hér án þess að Álandseyjaákvæði, Azoreyjaákvæði og Möltuákvæði verði afdráttarlaus í samningsfrumvarpi. Líklega hefur utanríkisráðuneytið ekki skilning á þessu, þannig að málið er gjörtapað hvort eð er.Þreyta og vonbrigði forystumanna ríkisstjórnarinnar eru beinlínis átakanleg. Stjórnin er bæði helsærð og helsjúk. Hún getur ekki skilað starfi en hefur ekki burði til að hrökklast frá heldur.Leiðtogar beggja stjórnarflokkanna heyja enn hetjulega baráttu við ofurefli innan húss sem utan. Nú bíða félagar þeirra bara eftir því að foringjarnir rými sætin. Fram undan er forystukreppa í báðum stjórnarflokkunum.Forystuflokkur stjórnarandstöðunnar, Sjálfstæðismenn, þarf að fá nokkra mánuði til að ná áttum og verða fær um að taka stjórnarábyrgð. Ekki er alveg ljóst hvaða stefna verður ofan á þar, hvort núverandi foringja tekst að semja um frið eða hverjir aðrir hirða forystusætin.Gjáin milli núverandi stjórnarflokka og forystu Framsóknarflokksins hefur breikkað og dýpkað. Líklega eiga Framsóknarmenn nú aðeins kost á að verða stoð við Sjálfstæðisflokkinn. Staða forystu Framsóknarmanna virðist mjög sterk innan flokks, en þó vekur furðu hve fáir virðast hafa tekið þátt í flokksþingi og kosningu formanns.Fram undan er þóf, tafir og streita í flestum þjóðmálum. Dómsmál um Icesave tekur nokkur ár og hvert ár kostar 30-40 milljarða króna til viðbótar við annað. Fram undan er endurmat og nýtt þóf um flesta viðskipta- og fjárfestingarkosti. Nokkra mánuði þarf til að endurmeta og endursemja um erlend lánamál.Óskynsamlegar skattabreytingar leggjast því ennþá þyngra á atvinnulífið og þar harðnar á dalnum. Áhrif á lánagreiðslur almennings, á atvinnuástand og laun fylgja þessu.Í grunni er íslenska þjóðfélagið sterkt, lýðræðið virkt og útflutningsgreinarnar öflugar. Veikleikar okkar Íslendinga eru sundrung, tortryggni, rógur og níð. Hér er allt í hnút. Nú þarf alþingiskosningar sem allra fyrst til að höggva á hnútinn.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun