Fjórir kostir í gjaldeyrismálum Jón Steinsson skrifar 11. apríl 2011 06:00 Stjórnvöld virðast telja að við Íslendingar eigum einungis tvo kosti í gjaldeyrismálum: Krónu á bak við gjaldeyrishöft eða evru eftir inngöngu í ESB. Ég er ekki að öllu leyti sammála þessu. Ég tel að við eigum fjóra kosti í gjaldeyrismálum. 1. Sterk króna Það er ekkert náttúrulögmál að íslenska krónan þurfi að vera veikur gjaldmiðill með himinháa vexti. Þýskaland sneri við blaðinu eftir einhverja mestu óðaverðbólgu allra tíma og fylkti sér á bak við sterkt mark. Svissneski frankinn er sterkur og stöðugur gjaldmiðill með lága vexti þrátt fyrir að Sviss sé lítið land. Vandi okkar Íslendinga hefur verið að pólitískur vilji til þess að reka sterkan gjaldmiðil hefur aldrei verið fyrir hendi. Það hefur verið þjóðaríþrótt landsmanna að skammast í Seðlabankanum þegar hann hækkar vexti og reynir að halda aftur af eyðingu verðgildis krónunnar. Það er himinn og haf milli þeirra viðhorfa sem eru ríkjandi á Íslandi hvað varðar krónuna og þess sem þarf til þess að hún geti verið sterkur gjaldmiðill með lága vexti og lága verðbólgu til lengri tíma. En viðhorf geta breyst. Icesave-deilan setur reyndar strik í reikninginn eins og stendur. Það er líklegast ógerningur að reka sterkan sjálfstæðan gjaldmiðil á Íslandi þar til sú deila er leyst. En ef hún er leysist farsællega fyrir Ísland – stórt ef – er bjargfastur almennur pólitískur stuðningur við aðhaldssama peningamálastefnu það „eina" sem þarf til viðbótar. 2. Króna á bak við lás og slá Ef við höldum í krónuna en breytum ekki viðhorfum okkar til peningamála er líklega rétt að við þurfum á gjaldeyrishöftunum að halda í talsverðan tíma. Hvað er fengið með því að hafa gjaldeyrishöft? Það eru 450 ma.kr af erlendu fé sem er læst inni í landinu og getur ekkert annað gert en að fjármagna íslenska ríkið og íslensku bankana. Þar að auki er líklega talsvert af íslensku fé sem vill komast burt. Gjaldeyrishöftin hjálpa okkur því að halda vöxtum lágum og fjármagna ríkissjóð. Ef við lyftum gjaldeyrishöftunum án þess að sannfæra fjármagnseigendur (íslenska og erlenda) um að allt annar og meiri pólitískur stuðningur sé fyrir aðhaldssamri peningamálstefnu í framtíðinni, munu hundruð milljarða flýja land og einungis koma til baka ef þeir fá greidda himinháa vexti. Slíkt vaxtastig myndi drepa allt atvinnulíf á Íslandi. Eina ástæða þess að háir vextir drápu ekki allt kvikt á síðasta áratug var að bönkunum var leyft að horfa framhjá þeim efnahagslega raunveruleika sem þeir lifðu við og lána út í eitt í loftbóluverkefni. 3. ESB og svo evru Frá sjónarhóli gjaldeyrismála er evra í gegnum ESB afskaplega góður kostur. Í raun afsölum við okkur forræði yfir peningamálum og flytjum þannig inn þann trúverðugleika sem Seðlabanki Evrópu fékk í arf frá Seðlabanka Þýskalands. Vitaskuld gefum við eftir sveigjanleika. En hann er dýru verði keyptur. Fyrir hann þyrftum við áfram að greiða í formi himinhárra vaxta nema að okkur takist að fylkja okkur pólitískt á bak við aðhaldssama peningamálastefnu. Vandinn við þessa leið er að það hangir meira á ESB spýtunni en einungis evran. Í fyrsta langi þurfum við að ná góðum samningum varðandi auðlindir þjóðarinnar. Önnur stór spurning hefur með stefnu ESB þegar kemur að fjárhagsvandræðum aðildarríkja þess. Stefna sambandsins á síðustu misserum hefur verið að eigendur skuldabréfa banka og aðildarríkja sambandsins tapi aldrei eyri. Sambandið segist nú hafa markað aðra stefnu varðandi framtíðina. Þær yfirlýsingar verða hins vegar að teljast gjörsamlega ótrúverðugar. Ef samtryggingar skuldabréfaeigenda verður áfram stefna ESB er það verulegur ókostur við inngöngu í sambandið. Slík stefna leiðir af sér að þjóðir sem standa sig betur í fjármálum þurfa að greiða skuldir hinna. Og þrátt fyrir allt sem hefur gengið á síðustu ár er skuldastaða íslenska ríkisins betri en staða margra ríkja innan Evrópusambandsins. 4. Einhliða upptaka Flestir „málsmetandi menn" telja að einhliða upptaka alþjóðlegrar myntar sé ótækur kostur. Því er ég ósammála. Förum í gegnum helstu mótbárurnar. Við myndum verða af myntsláttuhagnaði ef við réðumst í einhliða upptöku. En það er kostnaður upp á aðeins 1-2% af VLF eins árs. Framtíðarskipan peningamála er nægilega mikilvæg til þess að 1-2% af VLF eins árs á ekki að ríða baggamun. Margir telja að einhliða upptaka leiði til þess að ríkið geti ekki lengur verið bakhjarl bankakerfisins í neyð. Því er ég ósammála. Hvort ríkið getur verið bakhjarl bankakerfisins í neyð snýst í grunninn um lánstraust ríkisins, ekki það hvort krónan er fyrir hendi. Áhlaupi á íslenska bankakerfið fylgir einatt áhlaup á krónuna (ef hún er til). Svo tilvist krónunnar hjálpar lítið ef ríkið vill stemma stigu við slíku áhlaupi. Það hjálpar að geta skellt á gjaldeyrishöftum. Það gætum við ekki gert í venjulegum skilningi ef við köstuðum krónunni. Gott lánstraust ríkisins væri því enn mikilvægara en ella. En, það er ekki útilokað að íslensk stjórnvöld hefðu tök á því að loka tímabundið á greiðslur inn og út úr íslenska bankakerfinu þótt krónan væri ekki lengur til staðar. Slíkar tímabundnar lokanir gætu verið það tæki sem við hefðum til reiðu og notuðum ef til almennrar skelfingar (e. panic) kæmi. Það er vitað að ESB lítur það mjög hornauga að ríki taki upp evru einhliða. En hvort það er meira í orði en á borði er erfitt að segja. Ef til vill væri hagstæðara frá pólitísku sjónarmiði að taka einhliða upp dönsku krónuna. Þar sem gengi dönsku krónunnar er fast við evru og vextir í Danmörku nánast þeir sömu og á evrusvæðinu hefur einhliða upptaka dönsku krónunnar nánast sömu kosti og einhliða upptaka evru. Annar kostur er Bandaríkjadalur. Hann er rótgróin og trúverðug alþjóðleg mynt og það er ólíklegt að stjórnvöld í Bandaríkjunum myndu bregðast illa við einhliða upptöku okkar Íslendinga. Það væri fljótfærni að útiloka alla kosti í gjaldeyrismálum nema þá sem kalla annað hvort á gjaldeyrishöft eða inngöngu í Evrópusambandið. Bæði sterk króna og einhliða upptaka eru kostir sem við eigum að taka alvarlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld virðast telja að við Íslendingar eigum einungis tvo kosti í gjaldeyrismálum: Krónu á bak við gjaldeyrishöft eða evru eftir inngöngu í ESB. Ég er ekki að öllu leyti sammála þessu. Ég tel að við eigum fjóra kosti í gjaldeyrismálum. 1. Sterk króna Það er ekkert náttúrulögmál að íslenska krónan þurfi að vera veikur gjaldmiðill með himinháa vexti. Þýskaland sneri við blaðinu eftir einhverja mestu óðaverðbólgu allra tíma og fylkti sér á bak við sterkt mark. Svissneski frankinn er sterkur og stöðugur gjaldmiðill með lága vexti þrátt fyrir að Sviss sé lítið land. Vandi okkar Íslendinga hefur verið að pólitískur vilji til þess að reka sterkan gjaldmiðil hefur aldrei verið fyrir hendi. Það hefur verið þjóðaríþrótt landsmanna að skammast í Seðlabankanum þegar hann hækkar vexti og reynir að halda aftur af eyðingu verðgildis krónunnar. Það er himinn og haf milli þeirra viðhorfa sem eru ríkjandi á Íslandi hvað varðar krónuna og þess sem þarf til þess að hún geti verið sterkur gjaldmiðill með lága vexti og lága verðbólgu til lengri tíma. En viðhorf geta breyst. Icesave-deilan setur reyndar strik í reikninginn eins og stendur. Það er líklegast ógerningur að reka sterkan sjálfstæðan gjaldmiðil á Íslandi þar til sú deila er leyst. En ef hún er leysist farsællega fyrir Ísland – stórt ef – er bjargfastur almennur pólitískur stuðningur við aðhaldssama peningamálastefnu það „eina" sem þarf til viðbótar. 2. Króna á bak við lás og slá Ef við höldum í krónuna en breytum ekki viðhorfum okkar til peningamála er líklega rétt að við þurfum á gjaldeyrishöftunum að halda í talsverðan tíma. Hvað er fengið með því að hafa gjaldeyrishöft? Það eru 450 ma.kr af erlendu fé sem er læst inni í landinu og getur ekkert annað gert en að fjármagna íslenska ríkið og íslensku bankana. Þar að auki er líklega talsvert af íslensku fé sem vill komast burt. Gjaldeyrishöftin hjálpa okkur því að halda vöxtum lágum og fjármagna ríkissjóð. Ef við lyftum gjaldeyrishöftunum án þess að sannfæra fjármagnseigendur (íslenska og erlenda) um að allt annar og meiri pólitískur stuðningur sé fyrir aðhaldssamri peningamálstefnu í framtíðinni, munu hundruð milljarða flýja land og einungis koma til baka ef þeir fá greidda himinháa vexti. Slíkt vaxtastig myndi drepa allt atvinnulíf á Íslandi. Eina ástæða þess að háir vextir drápu ekki allt kvikt á síðasta áratug var að bönkunum var leyft að horfa framhjá þeim efnahagslega raunveruleika sem þeir lifðu við og lána út í eitt í loftbóluverkefni. 3. ESB og svo evru Frá sjónarhóli gjaldeyrismála er evra í gegnum ESB afskaplega góður kostur. Í raun afsölum við okkur forræði yfir peningamálum og flytjum þannig inn þann trúverðugleika sem Seðlabanki Evrópu fékk í arf frá Seðlabanka Þýskalands. Vitaskuld gefum við eftir sveigjanleika. En hann er dýru verði keyptur. Fyrir hann þyrftum við áfram að greiða í formi himinhárra vaxta nema að okkur takist að fylkja okkur pólitískt á bak við aðhaldssama peningamálastefnu. Vandinn við þessa leið er að það hangir meira á ESB spýtunni en einungis evran. Í fyrsta langi þurfum við að ná góðum samningum varðandi auðlindir þjóðarinnar. Önnur stór spurning hefur með stefnu ESB þegar kemur að fjárhagsvandræðum aðildarríkja þess. Stefna sambandsins á síðustu misserum hefur verið að eigendur skuldabréfa banka og aðildarríkja sambandsins tapi aldrei eyri. Sambandið segist nú hafa markað aðra stefnu varðandi framtíðina. Þær yfirlýsingar verða hins vegar að teljast gjörsamlega ótrúverðugar. Ef samtryggingar skuldabréfaeigenda verður áfram stefna ESB er það verulegur ókostur við inngöngu í sambandið. Slík stefna leiðir af sér að þjóðir sem standa sig betur í fjármálum þurfa að greiða skuldir hinna. Og þrátt fyrir allt sem hefur gengið á síðustu ár er skuldastaða íslenska ríkisins betri en staða margra ríkja innan Evrópusambandsins. 4. Einhliða upptaka Flestir „málsmetandi menn" telja að einhliða upptaka alþjóðlegrar myntar sé ótækur kostur. Því er ég ósammála. Förum í gegnum helstu mótbárurnar. Við myndum verða af myntsláttuhagnaði ef við réðumst í einhliða upptöku. En það er kostnaður upp á aðeins 1-2% af VLF eins árs. Framtíðarskipan peningamála er nægilega mikilvæg til þess að 1-2% af VLF eins árs á ekki að ríða baggamun. Margir telja að einhliða upptaka leiði til þess að ríkið geti ekki lengur verið bakhjarl bankakerfisins í neyð. Því er ég ósammála. Hvort ríkið getur verið bakhjarl bankakerfisins í neyð snýst í grunninn um lánstraust ríkisins, ekki það hvort krónan er fyrir hendi. Áhlaupi á íslenska bankakerfið fylgir einatt áhlaup á krónuna (ef hún er til). Svo tilvist krónunnar hjálpar lítið ef ríkið vill stemma stigu við slíku áhlaupi. Það hjálpar að geta skellt á gjaldeyrishöftum. Það gætum við ekki gert í venjulegum skilningi ef við köstuðum krónunni. Gott lánstraust ríkisins væri því enn mikilvægara en ella. En, það er ekki útilokað að íslensk stjórnvöld hefðu tök á því að loka tímabundið á greiðslur inn og út úr íslenska bankakerfinu þótt krónan væri ekki lengur til staðar. Slíkar tímabundnar lokanir gætu verið það tæki sem við hefðum til reiðu og notuðum ef til almennrar skelfingar (e. panic) kæmi. Það er vitað að ESB lítur það mjög hornauga að ríki taki upp evru einhliða. En hvort það er meira í orði en á borði er erfitt að segja. Ef til vill væri hagstæðara frá pólitísku sjónarmiði að taka einhliða upp dönsku krónuna. Þar sem gengi dönsku krónunnar er fast við evru og vextir í Danmörku nánast þeir sömu og á evrusvæðinu hefur einhliða upptaka dönsku krónunnar nánast sömu kosti og einhliða upptaka evru. Annar kostur er Bandaríkjadalur. Hann er rótgróin og trúverðug alþjóðleg mynt og það er ólíklegt að stjórnvöld í Bandaríkjunum myndu bregðast illa við einhliða upptöku okkar Íslendinga. Það væri fljótfærni að útiloka alla kosti í gjaldeyrismálum nema þá sem kalla annað hvort á gjaldeyrishöft eða inngöngu í Evrópusambandið. Bæði sterk króna og einhliða upptaka eru kostir sem við eigum að taka alvarlega.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun