Eyðum óvissunni. Segjum já. Hjálmar Sveinsson skrifar 5. apríl 2011 07:00 Ég ætla að samþykkja Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl. Ástæðan er einföld, jafnvel þótt málið sé flókið. Samningaleiðin er farsælli fyrir þjóðina en svokölluð dómstólaleið. Samningaleiðin leiðir til lykta ágreining við vinaþjóðir okkar. Í henni felst engin uppgjöf, heldur skynsemi og breytni sem er siðferðislega sterk. Ég er sannfærður um að samninganefnd Lee Bucheit náði í desember eins góðum samningum og kostur var á. „Nei" þann níunda apríl hleypir af stað áralöngum málaferlum. Hætt er við að það leiði til kyrrstöðu og mikillar óvissu næstu árin. Það mun rýra lífskjör almennings í landinu og draga enn meir úr tiltrú erlendra fjárfesta og lánardrottna á íslensku efnahagslífi. Dómstólaleiðin verður dýrkeypt. Margir spyrja sig „Af hverju á ég að taka á mig skuldir einkabanka?". Svarið er að samningurinn kemur einmitt í veg fyrir það. Hann er samkomulag um að eignir þrotabús gamla Landsbankans gangi upp í skuldbindingar Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta. Þessar skuldbindingar snúast um lágmarkstyggingar fyrir sparifé fólks í öllum útibúum Landsbankans. Þar sem eignir Tryggingarsjóðs dugðu ekki til að greiða sparifjáreigendum í útibúunum í Bretlandi og Hollandi, voru tryggingarnar greiddar af þarlendum yfirvöldum. Sem stofnandi Tryggingarsjóðsins ábyrgist ríkisjóður aðeins vaxtagreiðslur og uppgjör ef eitthvað verður enn eftir af skuldbindingum sjóðsins þegar búið er að borga úr búi Landsbankans árið 2016. Það er umdeilt meðal íslenskra lögfræðinga hvort Íslendingum beri lagaleg skylda til að ábyrgjast lágmarksgreiðslurnar. Eftirlitsstofnun EFTA hefur hins vegar gefið út það álit að Ísland beri ábyrgð á því að íslenska innistæðutryggingarkerfið geti staðið við lögbundna lágmarkstryggingu sparifjáreigenda í öllum útibúum íslensku bankanna. Allar nágranna- og vinaþjóðir okkar munu vera sömu skoðunar. Fyrir þeim vegur jafnræðisreglan þungt. Íslensk stjórnvöld bættu íslenskum sparifjáreigendum í útibúum Landsbankans upp tap sitt en ekki útlenskum sparifjáreigendum í útibúunum. Þau gerðu greinarmun á Íslendingum og útlendingum. Það kann að vera skiljanlegt út frá sjónarmiði landlægrar þjóðernishyggju en siðferðislega er það forkastanlegt. Hvað siðferðisþáttinn varðar er gamalt og gott ráð að setja sig í spor annarra. Snúum dæminu við, eins og Hallgrímur Helgason gerði um daginn. Segjum að breskur banki hefði stofnað útibú hér á landi, lofað háum vöxtum og fjöldi Íslendinga hefði sett sparifé sitt inn á þessa reikninga, enda hefðu breskir ráðamenn og breski seðlabankastjórinn farið lofsorði um bankann og hrósað innlánastefnu hans sérstalega. Það þarf ekki að halda áfram með dæmið en það gleymist stundum í umræðunni að Tryggingarsjóður innistæðueigenda er hugsaður til koma í veg fyrir að fólk tapi öllu sparifé sínu í bankahruni og fái ekkert bætt. Sumir andstæðingar samningsins hafa gengið mjög langt og kallað þá sem vilja staðfesta hann í þjóðaratkvæðagreiðslunni lyddur og gungur. Slíkur málflutningur einkennist annað hvort af örvæntingu eða oflæti. Við höfum reynslu af því að oflætið hjálpar okkur Íslendingum ekki neitt. Örvæntingin gerir það ekki heldur. Við þurfum heldur ekki að örvænta. Við staðfestum góðan samning við vinaþjóðir okkar Breta og Hollendinga, rjúfum kyrrstöðuna, eyðum óvissunni og höldum vongóð áfram inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Icesave Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Ég ætla að samþykkja Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl. Ástæðan er einföld, jafnvel þótt málið sé flókið. Samningaleiðin er farsælli fyrir þjóðina en svokölluð dómstólaleið. Samningaleiðin leiðir til lykta ágreining við vinaþjóðir okkar. Í henni felst engin uppgjöf, heldur skynsemi og breytni sem er siðferðislega sterk. Ég er sannfærður um að samninganefnd Lee Bucheit náði í desember eins góðum samningum og kostur var á. „Nei" þann níunda apríl hleypir af stað áralöngum málaferlum. Hætt er við að það leiði til kyrrstöðu og mikillar óvissu næstu árin. Það mun rýra lífskjör almennings í landinu og draga enn meir úr tiltrú erlendra fjárfesta og lánardrottna á íslensku efnahagslífi. Dómstólaleiðin verður dýrkeypt. Margir spyrja sig „Af hverju á ég að taka á mig skuldir einkabanka?". Svarið er að samningurinn kemur einmitt í veg fyrir það. Hann er samkomulag um að eignir þrotabús gamla Landsbankans gangi upp í skuldbindingar Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta. Þessar skuldbindingar snúast um lágmarkstyggingar fyrir sparifé fólks í öllum útibúum Landsbankans. Þar sem eignir Tryggingarsjóðs dugðu ekki til að greiða sparifjáreigendum í útibúunum í Bretlandi og Hollandi, voru tryggingarnar greiddar af þarlendum yfirvöldum. Sem stofnandi Tryggingarsjóðsins ábyrgist ríkisjóður aðeins vaxtagreiðslur og uppgjör ef eitthvað verður enn eftir af skuldbindingum sjóðsins þegar búið er að borga úr búi Landsbankans árið 2016. Það er umdeilt meðal íslenskra lögfræðinga hvort Íslendingum beri lagaleg skylda til að ábyrgjast lágmarksgreiðslurnar. Eftirlitsstofnun EFTA hefur hins vegar gefið út það álit að Ísland beri ábyrgð á því að íslenska innistæðutryggingarkerfið geti staðið við lögbundna lágmarkstryggingu sparifjáreigenda í öllum útibúum íslensku bankanna. Allar nágranna- og vinaþjóðir okkar munu vera sömu skoðunar. Fyrir þeim vegur jafnræðisreglan þungt. Íslensk stjórnvöld bættu íslenskum sparifjáreigendum í útibúum Landsbankans upp tap sitt en ekki útlenskum sparifjáreigendum í útibúunum. Þau gerðu greinarmun á Íslendingum og útlendingum. Það kann að vera skiljanlegt út frá sjónarmiði landlægrar þjóðernishyggju en siðferðislega er það forkastanlegt. Hvað siðferðisþáttinn varðar er gamalt og gott ráð að setja sig í spor annarra. Snúum dæminu við, eins og Hallgrímur Helgason gerði um daginn. Segjum að breskur banki hefði stofnað útibú hér á landi, lofað háum vöxtum og fjöldi Íslendinga hefði sett sparifé sitt inn á þessa reikninga, enda hefðu breskir ráðamenn og breski seðlabankastjórinn farið lofsorði um bankann og hrósað innlánastefnu hans sérstalega. Það þarf ekki að halda áfram með dæmið en það gleymist stundum í umræðunni að Tryggingarsjóður innistæðueigenda er hugsaður til koma í veg fyrir að fólk tapi öllu sparifé sínu í bankahruni og fái ekkert bætt. Sumir andstæðingar samningsins hafa gengið mjög langt og kallað þá sem vilja staðfesta hann í þjóðaratkvæðagreiðslunni lyddur og gungur. Slíkur málflutningur einkennist annað hvort af örvæntingu eða oflæti. Við höfum reynslu af því að oflætið hjálpar okkur Íslendingum ekki neitt. Örvæntingin gerir það ekki heldur. Við þurfum heldur ekki að örvænta. Við staðfestum góðan samning við vinaþjóðir okkar Breta og Hollendinga, rjúfum kyrrstöðuna, eyðum óvissunni og höldum vongóð áfram inn í framtíðina.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun