Segir þrjá kosti í stöðunni eftir skipunina 5. apríl 2011 05:00 Sigríður Friðjónsdóttir landsdómur saksóknari vararíkissaksóknari geyma í safni Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði í gær Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, í embætti ríkissaksóknara. Sigríður hefur undanfarið verið í leyfi frá starfi sínu sem vararíkissaksóknari. Sigríður segir að nú séu þrír kostir í stöðunni. Sá fyrsti sé að hún segi sig frá máli Alþingis á hendur Geir H. Haarde. „En það er nú kannski ekkert einfalt því ég er kosin í þetta starf. Það er talað um það í lögunum að það skuli kosinn varasaksóknari og hann á að taka við ef maður forfallast, en það er ekki hægt að segja að maður forfallist ef maður fær nýtt starf,“ útskýrir Sigríður. Auk þess sé hún komin á kaf í málið og því sé kannski ekki gott að yfirgefa það núna. Annar kosturinn sé að setja annan ríkissaksóknara tímabundið þangað til málarekstrinum fyrir landsdómi sé lokið. „En auðvitað vil ég sjálf koma að þessu sem allra fyrst. Það er margt sem þarf að gera.“ Þriðji kosturinn sé að hún sinni störfunum einfaldlega samhliða. Málið gegn Geir sé bara eitt mál sem hún hafi tekið að sér og það sé algengt að fólk sinni aukaverkum með aðalstarfi. „Það er spurning hvort það horfir eitthvað öðruvísi við með þetta mál. Ég þarf að fara yfir það með fleirum en sjálfri mér,“ segir hún. Sigríður ræddi í gær við Atla Gíslason, formann þingmannanefndarinnar, sem er henni til halds og trausts, og hann bjóst við að kalla nefndina saman og fá Sigríði á fundinn til að ræða stöðuna. Sigríður segir að málareksturinn fyrir landsdómi þurfi ekki að taka nema nokkrar vikur eftir að ákæran verði gefin út, sem verði vonandi fyrir páska.- sh Landsdómur Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði í gær Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, í embætti ríkissaksóknara. Sigríður hefur undanfarið verið í leyfi frá starfi sínu sem vararíkissaksóknari. Sigríður segir að nú séu þrír kostir í stöðunni. Sá fyrsti sé að hún segi sig frá máli Alþingis á hendur Geir H. Haarde. „En það er nú kannski ekkert einfalt því ég er kosin í þetta starf. Það er talað um það í lögunum að það skuli kosinn varasaksóknari og hann á að taka við ef maður forfallast, en það er ekki hægt að segja að maður forfallist ef maður fær nýtt starf,“ útskýrir Sigríður. Auk þess sé hún komin á kaf í málið og því sé kannski ekki gott að yfirgefa það núna. Annar kosturinn sé að setja annan ríkissaksóknara tímabundið þangað til málarekstrinum fyrir landsdómi sé lokið. „En auðvitað vil ég sjálf koma að þessu sem allra fyrst. Það er margt sem þarf að gera.“ Þriðji kosturinn sé að hún sinni störfunum einfaldlega samhliða. Málið gegn Geir sé bara eitt mál sem hún hafi tekið að sér og það sé algengt að fólk sinni aukaverkum með aðalstarfi. „Það er spurning hvort það horfir eitthvað öðruvísi við með þetta mál. Ég þarf að fara yfir það með fleirum en sjálfri mér,“ segir hún. Sigríður ræddi í gær við Atla Gíslason, formann þingmannanefndarinnar, sem er henni til halds og trausts, og hann bjóst við að kalla nefndina saman og fá Sigríði á fundinn til að ræða stöðuna. Sigríður segir að málareksturinn fyrir landsdómi þurfi ekki að taka nema nokkrar vikur eftir að ákæran verði gefin út, sem verði vonandi fyrir páska.- sh
Landsdómur Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira