Óvissa kallar á aðgæslu 17. mars 2011 05:15 Þórarinn G. Pétursson og Már Guðmundsson Fram kom á kynningarfundi vaxtaákvörðunar peningastefnunefndar í gær að nýbirtir þjóðhagsreikningar sýndu meiri slaka í þjóðarbúskapnum en ráð hefði verið fyrir gert.Fréttablaðið/GVA Nýbirtir þjóðhagsreikningar sýna að meiri slaki hefur verið í þjóðarbúskapnum en ráð var fyrir gert. Í stað 2,7 prósenta samdráttar landsframleiðslu árið 2010 sýna tölur Hagstofunnar 3,5 prósenta samdrátt. Á kynningarfundi Seðlabankans á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar bankans kom þó fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings bankans, að fjárfesting kynni að vera vanmetin í tölum Hagstofunnar. Samdráttur kynni því að verða nær spá Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda vöxtum bankans óbreyttum. „Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða áfram 3,25 prósent, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,0 prósent, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25 prósent og daglánavextir 5,25 prósent,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Bent er á að verðbólga mælist nú 1,9 prósent og útlit fyrir að hún verði heldur meiri á næstunni en áður hefur verið spáð, þrátt fyrir vísbendingar um veikari efnahagsumsvif. „Þetta skýrist í meginatriðum af mikilli hækkun hrávöru- og olíuverðs á alþjóðamörkuðum. Horft til lengri tíma ætti þessi framvinda ekki að hafa neikvæð áhrif á verðbólguhorfur meðan langtíma verðbólguvæntingar og launaþróun verða ekki fyrir áhrifum. Skammtíma verðbólguvæntingar hafa hins vegar risið að undanförnu. Eigi að síður er sem fyrr gert ráð fyrir að verðbólga verði undir verðbólgumarkmiðinu á næstu mánuðum áður en hún tekur að nálgast það á ný,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundinum að í bankanum stöldruðu menn við veikara gengi krónunnar. „Ekki er hægt með óyggjandi hætti að segja til um hvort hún er tímabundin,“ sagði hann, en gengi krónunnar hefur lækkað um sem nemur einu prósenti frá fundi peningastefnunefndar í febrúar og um 5,5 prósent frá því að gengið var sterkast í nóvember. Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar segir að nýjustu gögn um framvindu efnahagsmála, verðbólgu og gengisþróun gefi nokkuð misvísandi leiðsögn um þörf fyrir breytt aðhald peningastefnunnar. „Óvissa vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninginn og sú staðreynd að áætlun um losun gjaldeyrishafta hefur enn ekki verið lokið að fullu gefur tilefni til sérstakrar aðgæslu um þessar mundir,“ segir þar. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Nýbirtir þjóðhagsreikningar sýna að meiri slaki hefur verið í þjóðarbúskapnum en ráð var fyrir gert. Í stað 2,7 prósenta samdráttar landsframleiðslu árið 2010 sýna tölur Hagstofunnar 3,5 prósenta samdrátt. Á kynningarfundi Seðlabankans á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar bankans kom þó fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings bankans, að fjárfesting kynni að vera vanmetin í tölum Hagstofunnar. Samdráttur kynni því að verða nær spá Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda vöxtum bankans óbreyttum. „Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða áfram 3,25 prósent, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,0 prósent, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25 prósent og daglánavextir 5,25 prósent,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Bent er á að verðbólga mælist nú 1,9 prósent og útlit fyrir að hún verði heldur meiri á næstunni en áður hefur verið spáð, þrátt fyrir vísbendingar um veikari efnahagsumsvif. „Þetta skýrist í meginatriðum af mikilli hækkun hrávöru- og olíuverðs á alþjóðamörkuðum. Horft til lengri tíma ætti þessi framvinda ekki að hafa neikvæð áhrif á verðbólguhorfur meðan langtíma verðbólguvæntingar og launaþróun verða ekki fyrir áhrifum. Skammtíma verðbólguvæntingar hafa hins vegar risið að undanförnu. Eigi að síður er sem fyrr gert ráð fyrir að verðbólga verði undir verðbólgumarkmiðinu á næstu mánuðum áður en hún tekur að nálgast það á ný,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundinum að í bankanum stöldruðu menn við veikara gengi krónunnar. „Ekki er hægt með óyggjandi hætti að segja til um hvort hún er tímabundin,“ sagði hann, en gengi krónunnar hefur lækkað um sem nemur einu prósenti frá fundi peningastefnunefndar í febrúar og um 5,5 prósent frá því að gengið var sterkast í nóvember. Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar segir að nýjustu gögn um framvindu efnahagsmála, verðbólgu og gengisþróun gefi nokkuð misvísandi leiðsögn um þörf fyrir breytt aðhald peningastefnunnar. „Óvissa vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninginn og sú staðreynd að áætlun um losun gjaldeyrishafta hefur enn ekki verið lokið að fullu gefur tilefni til sérstakrar aðgæslu um þessar mundir,“ segir þar. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent