Fyrst tekið á aflandskrónum 25. febrúar 2011 05:00 Í gær Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður samningahóps um gjaldmiðilsmál í viðræðum við ESB, og Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, fluttu erindi og sátu fyrir svörum á fundi FKA í gærmorgun. Fréttablaðið/GVA Aðgerðir til að „flytja heim“ svokallaðar aflandskrónur gætu hafist mjög fljótlega, að sögn Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Hann upplýsti á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri um aðildarviðræðurnar að Evrópusambandinu og valkosti í peningamálum í gær að verið væri að leggja lokahönd á áætlun um afnám gjaldeyrishafta. „Áætlunin verður væntanlega kynnt fyrir ríkisstjórn fyrir mánaðamótin,“ segir Már. Hann segir tvennt standa í vegi fyrir afnámi hafta. Annar lúti að bunka svokallaðra aflandskróna, en það eru krónubirgðir utan landsteinanna. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að næsta skref í afnámi gjaldeyrishaftanna væri að losa hann út og inn, ef svo mætti til orða taka.“ Nokkrar leiðir séu færar í þeim efnum svo sem með skiptiútboðum og skilyrta nýtingu aflandskróna í fjárfestingarverkefni hér innanlands sem ekki myndu veikja gengi krónunnar. „Og í gegnum þetta ferli reyna að minnka verulega þann mikla mun sem er á aflandsgenginu og álandsgenginu.“ Már áréttar að í þessu fyrra ferli afnáms hafta sé engum gjaldeyrisforða hætt, ólíkt í því seinna, þegar höftum yrði aflétt af útflæði gjaldeyris. „Þá skiptir máli að minnka verulega þann ótta sem verið hefur í gangi um að krónan muni falla einfaldlega af því að þessum höftum hafi verið létt,“ segir Már. Fyrsta skrefið í afnámi hafta segir Már geta tekið töluvert langan tíma, jafnvel nokkra mánuði og töluvert inn í þetta ár. „Til að stíga seinna skrefið verður að vera alveg tryggt að ríkissjóður Íslands hafi sýnt getu til að endurfjármagna sig á verðbréfamarkaði,“ segir Már. Að öðrum kosti verði ekki hægt að taka áhættuna á því að ganga á gjaldeyrisforða landsins í stuðningi við gjaldmiðilinn. Þar segir hann líka koma að vandamálinu með Icesave, því ríkissjóður geti ekki endurfjármagnað sig á markaði með það mál ólokið. Verði nýjum Icesave-samningi hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu segir Már viðbúið að lánshæfi ríkissjóðs myndi lækka og taka muni mjög langan tíma fyrir landið, með Icesave-deiluna óleysta, að komast á markaði. Hann bendir á að gjalddagar stórra lána nálgist hjá ríkinu, á þessu ári og því næsta og því yrði að herða mjög á söfnun gjaldeyrisforða til að geta mætt þeim, auk þess sem meiri niðurskurð þyrfti hjá ríkinu. „Við látum það ekki gerast að íslenska ríkið lendi í greiðsluþroti því það myndi hafa afleiðingar langt inn í framtíðina.“ Már segir að samningahópurinn um gjaldmiðilsmál í aðildarviðræðunum við ESB, sem hann fer fyrir, hafi fengið það veganesti að stefnt skyldi að evruaðild eins fljótt og auðið yrði. Leiðin að evrunni væri þó nokkuð löng. Landið þyrfti að ganga í ESB áður en til ERM II myntsamstarfs gæti komið og í því samstarfi þyrfti að vera í tvö ár hið minnsta áður en kæmi til upptöku evru. Þá þyrfti að uppfylla ýmis skilyrði önnur, svo sem að taka á athugasemdum ESB um að hér þyrfti að tryggja betur með lögum sjálfstæði Seðlabankans. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Aðgerðir til að „flytja heim“ svokallaðar aflandskrónur gætu hafist mjög fljótlega, að sögn Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Hann upplýsti á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri um aðildarviðræðurnar að Evrópusambandinu og valkosti í peningamálum í gær að verið væri að leggja lokahönd á áætlun um afnám gjaldeyrishafta. „Áætlunin verður væntanlega kynnt fyrir ríkisstjórn fyrir mánaðamótin,“ segir Már. Hann segir tvennt standa í vegi fyrir afnámi hafta. Annar lúti að bunka svokallaðra aflandskróna, en það eru krónubirgðir utan landsteinanna. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að næsta skref í afnámi gjaldeyrishaftanna væri að losa hann út og inn, ef svo mætti til orða taka.“ Nokkrar leiðir séu færar í þeim efnum svo sem með skiptiútboðum og skilyrta nýtingu aflandskróna í fjárfestingarverkefni hér innanlands sem ekki myndu veikja gengi krónunnar. „Og í gegnum þetta ferli reyna að minnka verulega þann mikla mun sem er á aflandsgenginu og álandsgenginu.“ Már áréttar að í þessu fyrra ferli afnáms hafta sé engum gjaldeyrisforða hætt, ólíkt í því seinna, þegar höftum yrði aflétt af útflæði gjaldeyris. „Þá skiptir máli að minnka verulega þann ótta sem verið hefur í gangi um að krónan muni falla einfaldlega af því að þessum höftum hafi verið létt,“ segir Már. Fyrsta skrefið í afnámi hafta segir Már geta tekið töluvert langan tíma, jafnvel nokkra mánuði og töluvert inn í þetta ár. „Til að stíga seinna skrefið verður að vera alveg tryggt að ríkissjóður Íslands hafi sýnt getu til að endurfjármagna sig á verðbréfamarkaði,“ segir Már. Að öðrum kosti verði ekki hægt að taka áhættuna á því að ganga á gjaldeyrisforða landsins í stuðningi við gjaldmiðilinn. Þar segir hann líka koma að vandamálinu með Icesave, því ríkissjóður geti ekki endurfjármagnað sig á markaði með það mál ólokið. Verði nýjum Icesave-samningi hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu segir Már viðbúið að lánshæfi ríkissjóðs myndi lækka og taka muni mjög langan tíma fyrir landið, með Icesave-deiluna óleysta, að komast á markaði. Hann bendir á að gjalddagar stórra lána nálgist hjá ríkinu, á þessu ári og því næsta og því yrði að herða mjög á söfnun gjaldeyrisforða til að geta mætt þeim, auk þess sem meiri niðurskurð þyrfti hjá ríkinu. „Við látum það ekki gerast að íslenska ríkið lendi í greiðsluþroti því það myndi hafa afleiðingar langt inn í framtíðina.“ Már segir að samningahópurinn um gjaldmiðilsmál í aðildarviðræðunum við ESB, sem hann fer fyrir, hafi fengið það veganesti að stefnt skyldi að evruaðild eins fljótt og auðið yrði. Leiðin að evrunni væri þó nokkuð löng. Landið þyrfti að ganga í ESB áður en til ERM II myntsamstarfs gæti komið og í því samstarfi þyrfti að vera í tvö ár hið minnsta áður en kæmi til upptöku evru. Þá þyrfti að uppfylla ýmis skilyrði önnur, svo sem að taka á athugasemdum ESB um að hér þyrfti að tryggja betur með lögum sjálfstæði Seðlabankans. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira