Gengi krónunnar og leigugjald fyrir kvóta Þórólfur Matthíasson skrifar 23. febrúar 2011 09:00 Fyrir nokkru leyfði ég mér að draga athygli lesenda Fréttablaðsins að upplýsingum Hagstofu Íslands um afar góða afkomu veiða og vinnslu á fyrsta heila árinu eftir hrun. Þessar upplýsingar falla ekki vel að fullyrðingum talsmanna stærri útgerðarfyrirtækja. Þeir hafa haldið því fram að kæmi til þess að útgerðin þyrfti að greiða leigu eða afgjald fyrir afnot af sjávarauðlindinni myndi horfa til auðnar í greininni. Hagstofutölurnar sýna að gjaldþol greinarinnar er umtalsvert, hvað sem barlómi talsmanna hennar líður. Hagfræðingur LÍÚ minnir á, í grein hér í blaðinu 19. febrúar, að á tímum handaflsstýringar og haftabúskapar hafi gengi íslensku krónunnar verið stillt í samræmi við óskir og þarfir útgerðarinnar. Væri sömu reglu beitt nú, segir hann, myndi aukinn tilkostnaður útgerðaraðila koma fram í lækkuðu gengi krónunnar. Við þetta er tvennt að athuga. Í fyrsta lagi sýna Hagstofutölurnar að væri farið að gömlu verðlagsráðsverðsformúlunni mætti hækka gengi krónunnar verulega! Sú staðreynd, hversu lágt gengi krónunnar er nú og afkoma útgerðar góð, sýnir glögglega að staða útgerðarinnar er ekki lengur einráð um gengisskráninguna, hvort heldur er til hækkunar eða lækkunar. Í öðru lagi greiða útgerðarmenn afgjald fyrir afnot af auðlindinni nú þegar, beint þegar um leigu á kvóta er að ræða, óbeint þegar útgerðarmaður ákveður að nota „eigin" kvóta frekar en að leigja hann frá sér. Það að leigugjaldið renni til eiganda auðlindarinnar í stað handhafa kvótans breytir engu um rekstrarskilyrði útgerðarinnar þó það hafi vissulega áhrif á efnahag handhafa kvótans. Það eru tvö óskyld mál. Sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands heldur því fram í grein þann 22. febrúar að undirrituðum sé eitthvað í nöp við aflamarkskerfið. Þetta er rangt. Aflamarkskerfið og önnur skyld kerfi skila því hlutverki mætavel að draga úr útgerðarkostnaði. Þetta hef ég sagt m.a. á ráðstefnum þar sem sérfræðingur Lagastofnunar var viðstaddur. Vandinn við hina íslensku útfærslu kvótakerfisins er að arðurinn af auðlindinni rennur allur til örfárra útvalinna. Ég hef ítrekað talað fyrir því að sá agnúi verði sniðinn af kerfinu. Nú liggja á borðinu hugmyndir um svokallaða tilboðsleið. Tillögur Jóns Steinssonar og Þorkels Helgasonar um útfærslu á þeirri leið myndu færa um helminginn af tekjum af auðlindinni til eiganda auðlindarinnar, íslensku þjóðarinnar. Það er lausn sem flestir ættu að geta unað við. Í akademískri umræðu er þess krafist að þátttakendur geri grein fyrir hugsanlegum hagsmunatengslum. Mér er ljúft að upplýsa að sem Íslendingur hef ég hagsmuni af að íslenskur almenningur njóti tekna af auðlindum í þjóðareigu. LÍÚ greiðir hluta af kostnaði við sérfræðingsstöðu Helga Áss Grétarssonar. Það er lágmarkskurteisi við lesendur Fréttablaðsins að þeim sé gert viðvart um slík tengsl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru leyfði ég mér að draga athygli lesenda Fréttablaðsins að upplýsingum Hagstofu Íslands um afar góða afkomu veiða og vinnslu á fyrsta heila árinu eftir hrun. Þessar upplýsingar falla ekki vel að fullyrðingum talsmanna stærri útgerðarfyrirtækja. Þeir hafa haldið því fram að kæmi til þess að útgerðin þyrfti að greiða leigu eða afgjald fyrir afnot af sjávarauðlindinni myndi horfa til auðnar í greininni. Hagstofutölurnar sýna að gjaldþol greinarinnar er umtalsvert, hvað sem barlómi talsmanna hennar líður. Hagfræðingur LÍÚ minnir á, í grein hér í blaðinu 19. febrúar, að á tímum handaflsstýringar og haftabúskapar hafi gengi íslensku krónunnar verið stillt í samræmi við óskir og þarfir útgerðarinnar. Væri sömu reglu beitt nú, segir hann, myndi aukinn tilkostnaður útgerðaraðila koma fram í lækkuðu gengi krónunnar. Við þetta er tvennt að athuga. Í fyrsta lagi sýna Hagstofutölurnar að væri farið að gömlu verðlagsráðsverðsformúlunni mætti hækka gengi krónunnar verulega! Sú staðreynd, hversu lágt gengi krónunnar er nú og afkoma útgerðar góð, sýnir glögglega að staða útgerðarinnar er ekki lengur einráð um gengisskráninguna, hvort heldur er til hækkunar eða lækkunar. Í öðru lagi greiða útgerðarmenn afgjald fyrir afnot af auðlindinni nú þegar, beint þegar um leigu á kvóta er að ræða, óbeint þegar útgerðarmaður ákveður að nota „eigin" kvóta frekar en að leigja hann frá sér. Það að leigugjaldið renni til eiganda auðlindarinnar í stað handhafa kvótans breytir engu um rekstrarskilyrði útgerðarinnar þó það hafi vissulega áhrif á efnahag handhafa kvótans. Það eru tvö óskyld mál. Sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands heldur því fram í grein þann 22. febrúar að undirrituðum sé eitthvað í nöp við aflamarkskerfið. Þetta er rangt. Aflamarkskerfið og önnur skyld kerfi skila því hlutverki mætavel að draga úr útgerðarkostnaði. Þetta hef ég sagt m.a. á ráðstefnum þar sem sérfræðingur Lagastofnunar var viðstaddur. Vandinn við hina íslensku útfærslu kvótakerfisins er að arðurinn af auðlindinni rennur allur til örfárra útvalinna. Ég hef ítrekað talað fyrir því að sá agnúi verði sniðinn af kerfinu. Nú liggja á borðinu hugmyndir um svokallaða tilboðsleið. Tillögur Jóns Steinssonar og Þorkels Helgasonar um útfærslu á þeirri leið myndu færa um helminginn af tekjum af auðlindinni til eiganda auðlindarinnar, íslensku þjóðarinnar. Það er lausn sem flestir ættu að geta unað við. Í akademískri umræðu er þess krafist að þátttakendur geri grein fyrir hugsanlegum hagsmunatengslum. Mér er ljúft að upplýsa að sem Íslendingur hef ég hagsmuni af að íslenskur almenningur njóti tekna af auðlindum í þjóðareigu. LÍÚ greiðir hluta af kostnaði við sérfræðingsstöðu Helga Áss Grétarssonar. Það er lágmarkskurteisi við lesendur Fréttablaðsins að þeim sé gert viðvart um slík tengsl.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar