Norðurslóðir í deiglunni Össur Skarphéðinsson skrifar 20. janúar 2011 06:15 Loftslagsbreytingar hafa fært næsta umhverfi okkar, norðrið, nær hringiðu heimsmálanna. Hlýnun jarðar veldur því að ísþekja Norður-Íshafsins fer hraðminnkandi og nú stefnir í að áður torsótt haf- og strandsvæði opnist fyrir siglingum og auðlindanýtingu. Þessum breytingum fylgja tækifæri en líka hættur sem íslensk stjórnvöld þurfa að bregðast við jafnt heima fyrir og í samstarfi við önnur ríki. Alþjóðapólitísk ábyrgð og vægi Íslands og annarra norðurskautsríkja mun fara vaxandi og stjórnvöld þurfa að skilgreina og tryggja hagsmuni Íslands í ljósi þeirra breytinga sem eru óhjákvæmilegar. Á sama tíma verðum við að beita okkur af einurð fyrir alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum en þær hafa óvíða alvarlegri afleiðingar en á viðkvæma náttúru og samfélög á norðurslóðum.Stefna í málefnum norðurslóða Málefni norðurslóða eru eitt af kjarnamálum í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar og nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga mín um norðurslóðastefnu Íslands. Þar eru sett fram skýr stefnumið er miða að því að tryggja hagsmuni Íslendinga á sviði auðlindanýtingar, siglinga, umhverfismála og sjálfbærrar þróunar. Eitt af grundvallaratriðum norðurslóðastefnu Íslands er að tryggja að Ísland hafi bein áhrif á þróun og alþjóðlega ákvarðanatöku í málefnum svæðisins. Ísland á bæði land og hafsvæði innan norðurheimskautsbaugs og engum dylst að Íslendingar reiða sig á viðkvæm náttúrugæði norðurslóða s.s. við fiskveiðar, ferðaþjónustu og orkuvinnslu. Ábyrgur málflutningur í alþjóðasamskiptum auk lagalegra, visfræðilegra og efnhagslegra raka gegnir hér lykilhlutverki. Jafnframt er í stefnunni lagt til að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir víðtækri skilgreiningu á norðurslóðum sem byggi ekki aðeins á landfræðilegri afmörkun heldur tryggi að undir norðurslóðir falli einnig lönd og svæði sem tengjast því nánum böndum gegnum efnahagsleg, samfélagsleg, pólitísk og öryggistengd vensl. Norðurskautsráðið er mikilvægasti vettvangur alþjóðlegrar samvinnu og stefnumótunar um hagsmunamál norðurskautsríkjanna átta; Bandaríkjanna, Danmerkur f.h. Grænlands, Finnlands, Íslands, Kanada, Noregs, Rússlands og Svíþjóðar. Tillagan kveður skýrt á um að efla beri ráðið til að takast á við yfirstandandi breytingar og vaxandi áhuga alþjóðasamfélagsins á málefnum norðurslóða. Það er sérstakt ánægjuefni að aðildarríki Norðurskautsráðsins skyldu ljúka viðræðum um fyrsta bindandi alþjóðasamninginn um leit og björgun á norðurslóðum í Reykjavík fyrir skemmstu. Hann er mikilvægt fordæmi fyrir frekari samningagerð s.s. um mengunarvarnir og vöktun á norðurhöfum. Málefni hafsins eru eðli málsins samkvæmt samþætt hagsmunum Íslands á norðurslóðum. Íslendingar þurfa að standa vörð um Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og vinna að því að hann verði lagður til grundvallar við úrlausn allra álitamála er tengjast nýtingu hafsins. Íslendingar voru leiðandi við gerð Hafréttarsamningsins og mikilvægt er að tryggja áframhaldandi samningagerð og samvinnu við önnur ríki um málefni er varða hagsmuni Íslands. Þetta varðar öryggishagsmuni, rannsóknir og viðbúnað til eftirlits og mengunarvarna. Sömuleiðis verða Íslendingar að beita sér gegn hervæðingu svæðisins. Norðurslóðir mega aldrei aftur verða vettvangur vígbúnaðarkapphlaups eða stórveldaspennu. Nú er tækifæri að gera svæðið að fyrirmynd um alþjóðlega samvinnu um sameiginlega hagsmuni, frið og öryggi. Það er mikilvægt að efnahagsþróun á norðurslóðum stuðli að lífvænlegri samfélögum og hagsæld fyrir alla íbúa svæðisins, líka Ísland. Stefna okkar þarf að tryggja að íslenskir aðilar, sem búa yfir þekkingu, tækni og reynslu sem falla að aðstæðum norðurslóða, geti nýtt sér þau tækifæri sem kunna að skapast í kjölfar vaxandi efnahagsumsvifa tengdum auðlindanýtingu, ferðaþjónustu, siglingum og rannsóknum. Vísindarannsóknir og fræðsla um málefni norðurheimsskautsvæðsins eru forsenda ábyrgrar þátttöku Íslendinga í umræðu og ákvarðanatöku um framtíðarþróun þess. Því þarf að efla þátttöku íslenskra fræðimanna í alþjóðlegu samstarfi um vísindarannsóknir og fræðslu og leggja rækt við innlent vísindastarf. Fjárfesting í rannsóknum á öllum þáttum norðurslóða getur ekki annað en styrkt stöðu okkar gagnvart öðrum þjóðum svæðisins, og byggt undir málstað okkar. Síðast en ekki síst þurfum við að efna til öflugs samráðs og skoðanaskipta innanlands um stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki. Sú stefna stjórnvalda sem nú hefur verið lögð fram, er fyrsta skrefið.Nokkrar staðreyndirTalið er að um 13% af ófundnum olíulindum og 30% af gaslindum sé að finna á norðurskautssvæðinu.Með opnun nýrra skipaleiða vegna bráðnunar íss á norðurslóðum er áætlað að siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu styttist um 40%.Ísland er ásamt Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð aðildarríki að Norðurskautsráðinu sem stofnað var 1996 í Ottawa, Kanada. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Össur Skarphéðinsson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar hafa fært næsta umhverfi okkar, norðrið, nær hringiðu heimsmálanna. Hlýnun jarðar veldur því að ísþekja Norður-Íshafsins fer hraðminnkandi og nú stefnir í að áður torsótt haf- og strandsvæði opnist fyrir siglingum og auðlindanýtingu. Þessum breytingum fylgja tækifæri en líka hættur sem íslensk stjórnvöld þurfa að bregðast við jafnt heima fyrir og í samstarfi við önnur ríki. Alþjóðapólitísk ábyrgð og vægi Íslands og annarra norðurskautsríkja mun fara vaxandi og stjórnvöld þurfa að skilgreina og tryggja hagsmuni Íslands í ljósi þeirra breytinga sem eru óhjákvæmilegar. Á sama tíma verðum við að beita okkur af einurð fyrir alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum en þær hafa óvíða alvarlegri afleiðingar en á viðkvæma náttúru og samfélög á norðurslóðum.Stefna í málefnum norðurslóða Málefni norðurslóða eru eitt af kjarnamálum í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar og nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga mín um norðurslóðastefnu Íslands. Þar eru sett fram skýr stefnumið er miða að því að tryggja hagsmuni Íslendinga á sviði auðlindanýtingar, siglinga, umhverfismála og sjálfbærrar þróunar. Eitt af grundvallaratriðum norðurslóðastefnu Íslands er að tryggja að Ísland hafi bein áhrif á þróun og alþjóðlega ákvarðanatöku í málefnum svæðisins. Ísland á bæði land og hafsvæði innan norðurheimskautsbaugs og engum dylst að Íslendingar reiða sig á viðkvæm náttúrugæði norðurslóða s.s. við fiskveiðar, ferðaþjónustu og orkuvinnslu. Ábyrgur málflutningur í alþjóðasamskiptum auk lagalegra, visfræðilegra og efnhagslegra raka gegnir hér lykilhlutverki. Jafnframt er í stefnunni lagt til að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir víðtækri skilgreiningu á norðurslóðum sem byggi ekki aðeins á landfræðilegri afmörkun heldur tryggi að undir norðurslóðir falli einnig lönd og svæði sem tengjast því nánum böndum gegnum efnahagsleg, samfélagsleg, pólitísk og öryggistengd vensl. Norðurskautsráðið er mikilvægasti vettvangur alþjóðlegrar samvinnu og stefnumótunar um hagsmunamál norðurskautsríkjanna átta; Bandaríkjanna, Danmerkur f.h. Grænlands, Finnlands, Íslands, Kanada, Noregs, Rússlands og Svíþjóðar. Tillagan kveður skýrt á um að efla beri ráðið til að takast á við yfirstandandi breytingar og vaxandi áhuga alþjóðasamfélagsins á málefnum norðurslóða. Það er sérstakt ánægjuefni að aðildarríki Norðurskautsráðsins skyldu ljúka viðræðum um fyrsta bindandi alþjóðasamninginn um leit og björgun á norðurslóðum í Reykjavík fyrir skemmstu. Hann er mikilvægt fordæmi fyrir frekari samningagerð s.s. um mengunarvarnir og vöktun á norðurhöfum. Málefni hafsins eru eðli málsins samkvæmt samþætt hagsmunum Íslands á norðurslóðum. Íslendingar þurfa að standa vörð um Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og vinna að því að hann verði lagður til grundvallar við úrlausn allra álitamála er tengjast nýtingu hafsins. Íslendingar voru leiðandi við gerð Hafréttarsamningsins og mikilvægt er að tryggja áframhaldandi samningagerð og samvinnu við önnur ríki um málefni er varða hagsmuni Íslands. Þetta varðar öryggishagsmuni, rannsóknir og viðbúnað til eftirlits og mengunarvarna. Sömuleiðis verða Íslendingar að beita sér gegn hervæðingu svæðisins. Norðurslóðir mega aldrei aftur verða vettvangur vígbúnaðarkapphlaups eða stórveldaspennu. Nú er tækifæri að gera svæðið að fyrirmynd um alþjóðlega samvinnu um sameiginlega hagsmuni, frið og öryggi. Það er mikilvægt að efnahagsþróun á norðurslóðum stuðli að lífvænlegri samfélögum og hagsæld fyrir alla íbúa svæðisins, líka Ísland. Stefna okkar þarf að tryggja að íslenskir aðilar, sem búa yfir þekkingu, tækni og reynslu sem falla að aðstæðum norðurslóða, geti nýtt sér þau tækifæri sem kunna að skapast í kjölfar vaxandi efnahagsumsvifa tengdum auðlindanýtingu, ferðaþjónustu, siglingum og rannsóknum. Vísindarannsóknir og fræðsla um málefni norðurheimsskautsvæðsins eru forsenda ábyrgrar þátttöku Íslendinga í umræðu og ákvarðanatöku um framtíðarþróun þess. Því þarf að efla þátttöku íslenskra fræðimanna í alþjóðlegu samstarfi um vísindarannsóknir og fræðslu og leggja rækt við innlent vísindastarf. Fjárfesting í rannsóknum á öllum þáttum norðurslóða getur ekki annað en styrkt stöðu okkar gagnvart öðrum þjóðum svæðisins, og byggt undir málstað okkar. Síðast en ekki síst þurfum við að efna til öflugs samráðs og skoðanaskipta innanlands um stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki. Sú stefna stjórnvalda sem nú hefur verið lögð fram, er fyrsta skrefið.Nokkrar staðreyndirTalið er að um 13% af ófundnum olíulindum og 30% af gaslindum sé að finna á norðurskautssvæðinu.Með opnun nýrra skipaleiða vegna bráðnunar íss á norðurslóðum er áætlað að siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu styttist um 40%.Ísland er ásamt Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð aðildarríki að Norðurskautsráðinu sem stofnað var 1996 í Ottawa, Kanada.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun