Norðurslóðir í deiglunni Össur Skarphéðinsson skrifar 20. janúar 2011 06:15 Loftslagsbreytingar hafa fært næsta umhverfi okkar, norðrið, nær hringiðu heimsmálanna. Hlýnun jarðar veldur því að ísþekja Norður-Íshafsins fer hraðminnkandi og nú stefnir í að áður torsótt haf- og strandsvæði opnist fyrir siglingum og auðlindanýtingu. Þessum breytingum fylgja tækifæri en líka hættur sem íslensk stjórnvöld þurfa að bregðast við jafnt heima fyrir og í samstarfi við önnur ríki. Alþjóðapólitísk ábyrgð og vægi Íslands og annarra norðurskautsríkja mun fara vaxandi og stjórnvöld þurfa að skilgreina og tryggja hagsmuni Íslands í ljósi þeirra breytinga sem eru óhjákvæmilegar. Á sama tíma verðum við að beita okkur af einurð fyrir alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum en þær hafa óvíða alvarlegri afleiðingar en á viðkvæma náttúru og samfélög á norðurslóðum.Stefna í málefnum norðurslóða Málefni norðurslóða eru eitt af kjarnamálum í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar og nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga mín um norðurslóðastefnu Íslands. Þar eru sett fram skýr stefnumið er miða að því að tryggja hagsmuni Íslendinga á sviði auðlindanýtingar, siglinga, umhverfismála og sjálfbærrar þróunar. Eitt af grundvallaratriðum norðurslóðastefnu Íslands er að tryggja að Ísland hafi bein áhrif á þróun og alþjóðlega ákvarðanatöku í málefnum svæðisins. Ísland á bæði land og hafsvæði innan norðurheimskautsbaugs og engum dylst að Íslendingar reiða sig á viðkvæm náttúrugæði norðurslóða s.s. við fiskveiðar, ferðaþjónustu og orkuvinnslu. Ábyrgur málflutningur í alþjóðasamskiptum auk lagalegra, visfræðilegra og efnhagslegra raka gegnir hér lykilhlutverki. Jafnframt er í stefnunni lagt til að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir víðtækri skilgreiningu á norðurslóðum sem byggi ekki aðeins á landfræðilegri afmörkun heldur tryggi að undir norðurslóðir falli einnig lönd og svæði sem tengjast því nánum böndum gegnum efnahagsleg, samfélagsleg, pólitísk og öryggistengd vensl. Norðurskautsráðið er mikilvægasti vettvangur alþjóðlegrar samvinnu og stefnumótunar um hagsmunamál norðurskautsríkjanna átta; Bandaríkjanna, Danmerkur f.h. Grænlands, Finnlands, Íslands, Kanada, Noregs, Rússlands og Svíþjóðar. Tillagan kveður skýrt á um að efla beri ráðið til að takast á við yfirstandandi breytingar og vaxandi áhuga alþjóðasamfélagsins á málefnum norðurslóða. Það er sérstakt ánægjuefni að aðildarríki Norðurskautsráðsins skyldu ljúka viðræðum um fyrsta bindandi alþjóðasamninginn um leit og björgun á norðurslóðum í Reykjavík fyrir skemmstu. Hann er mikilvægt fordæmi fyrir frekari samningagerð s.s. um mengunarvarnir og vöktun á norðurhöfum. Málefni hafsins eru eðli málsins samkvæmt samþætt hagsmunum Íslands á norðurslóðum. Íslendingar þurfa að standa vörð um Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og vinna að því að hann verði lagður til grundvallar við úrlausn allra álitamála er tengjast nýtingu hafsins. Íslendingar voru leiðandi við gerð Hafréttarsamningsins og mikilvægt er að tryggja áframhaldandi samningagerð og samvinnu við önnur ríki um málefni er varða hagsmuni Íslands. Þetta varðar öryggishagsmuni, rannsóknir og viðbúnað til eftirlits og mengunarvarna. Sömuleiðis verða Íslendingar að beita sér gegn hervæðingu svæðisins. Norðurslóðir mega aldrei aftur verða vettvangur vígbúnaðarkapphlaups eða stórveldaspennu. Nú er tækifæri að gera svæðið að fyrirmynd um alþjóðlega samvinnu um sameiginlega hagsmuni, frið og öryggi. Það er mikilvægt að efnahagsþróun á norðurslóðum stuðli að lífvænlegri samfélögum og hagsæld fyrir alla íbúa svæðisins, líka Ísland. Stefna okkar þarf að tryggja að íslenskir aðilar, sem búa yfir þekkingu, tækni og reynslu sem falla að aðstæðum norðurslóða, geti nýtt sér þau tækifæri sem kunna að skapast í kjölfar vaxandi efnahagsumsvifa tengdum auðlindanýtingu, ferðaþjónustu, siglingum og rannsóknum. Vísindarannsóknir og fræðsla um málefni norðurheimsskautsvæðsins eru forsenda ábyrgrar þátttöku Íslendinga í umræðu og ákvarðanatöku um framtíðarþróun þess. Því þarf að efla þátttöku íslenskra fræðimanna í alþjóðlegu samstarfi um vísindarannsóknir og fræðslu og leggja rækt við innlent vísindastarf. Fjárfesting í rannsóknum á öllum þáttum norðurslóða getur ekki annað en styrkt stöðu okkar gagnvart öðrum þjóðum svæðisins, og byggt undir málstað okkar. Síðast en ekki síst þurfum við að efna til öflugs samráðs og skoðanaskipta innanlands um stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki. Sú stefna stjórnvalda sem nú hefur verið lögð fram, er fyrsta skrefið.Nokkrar staðreyndirTalið er að um 13% af ófundnum olíulindum og 30% af gaslindum sé að finna á norðurskautssvæðinu.Með opnun nýrra skipaleiða vegna bráðnunar íss á norðurslóðum er áætlað að siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu styttist um 40%.Ísland er ásamt Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð aðildarríki að Norðurskautsráðinu sem stofnað var 1996 í Ottawa, Kanada. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Össur Skarphéðinsson Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar hafa fært næsta umhverfi okkar, norðrið, nær hringiðu heimsmálanna. Hlýnun jarðar veldur því að ísþekja Norður-Íshafsins fer hraðminnkandi og nú stefnir í að áður torsótt haf- og strandsvæði opnist fyrir siglingum og auðlindanýtingu. Þessum breytingum fylgja tækifæri en líka hættur sem íslensk stjórnvöld þurfa að bregðast við jafnt heima fyrir og í samstarfi við önnur ríki. Alþjóðapólitísk ábyrgð og vægi Íslands og annarra norðurskautsríkja mun fara vaxandi og stjórnvöld þurfa að skilgreina og tryggja hagsmuni Íslands í ljósi þeirra breytinga sem eru óhjákvæmilegar. Á sama tíma verðum við að beita okkur af einurð fyrir alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum en þær hafa óvíða alvarlegri afleiðingar en á viðkvæma náttúru og samfélög á norðurslóðum.Stefna í málefnum norðurslóða Málefni norðurslóða eru eitt af kjarnamálum í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar og nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga mín um norðurslóðastefnu Íslands. Þar eru sett fram skýr stefnumið er miða að því að tryggja hagsmuni Íslendinga á sviði auðlindanýtingar, siglinga, umhverfismála og sjálfbærrar þróunar. Eitt af grundvallaratriðum norðurslóðastefnu Íslands er að tryggja að Ísland hafi bein áhrif á þróun og alþjóðlega ákvarðanatöku í málefnum svæðisins. Ísland á bæði land og hafsvæði innan norðurheimskautsbaugs og engum dylst að Íslendingar reiða sig á viðkvæm náttúrugæði norðurslóða s.s. við fiskveiðar, ferðaþjónustu og orkuvinnslu. Ábyrgur málflutningur í alþjóðasamskiptum auk lagalegra, visfræðilegra og efnhagslegra raka gegnir hér lykilhlutverki. Jafnframt er í stefnunni lagt til að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir víðtækri skilgreiningu á norðurslóðum sem byggi ekki aðeins á landfræðilegri afmörkun heldur tryggi að undir norðurslóðir falli einnig lönd og svæði sem tengjast því nánum böndum gegnum efnahagsleg, samfélagsleg, pólitísk og öryggistengd vensl. Norðurskautsráðið er mikilvægasti vettvangur alþjóðlegrar samvinnu og stefnumótunar um hagsmunamál norðurskautsríkjanna átta; Bandaríkjanna, Danmerkur f.h. Grænlands, Finnlands, Íslands, Kanada, Noregs, Rússlands og Svíþjóðar. Tillagan kveður skýrt á um að efla beri ráðið til að takast á við yfirstandandi breytingar og vaxandi áhuga alþjóðasamfélagsins á málefnum norðurslóða. Það er sérstakt ánægjuefni að aðildarríki Norðurskautsráðsins skyldu ljúka viðræðum um fyrsta bindandi alþjóðasamninginn um leit og björgun á norðurslóðum í Reykjavík fyrir skemmstu. Hann er mikilvægt fordæmi fyrir frekari samningagerð s.s. um mengunarvarnir og vöktun á norðurhöfum. Málefni hafsins eru eðli málsins samkvæmt samþætt hagsmunum Íslands á norðurslóðum. Íslendingar þurfa að standa vörð um Hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og vinna að því að hann verði lagður til grundvallar við úrlausn allra álitamála er tengjast nýtingu hafsins. Íslendingar voru leiðandi við gerð Hafréttarsamningsins og mikilvægt er að tryggja áframhaldandi samningagerð og samvinnu við önnur ríki um málefni er varða hagsmuni Íslands. Þetta varðar öryggishagsmuni, rannsóknir og viðbúnað til eftirlits og mengunarvarna. Sömuleiðis verða Íslendingar að beita sér gegn hervæðingu svæðisins. Norðurslóðir mega aldrei aftur verða vettvangur vígbúnaðarkapphlaups eða stórveldaspennu. Nú er tækifæri að gera svæðið að fyrirmynd um alþjóðlega samvinnu um sameiginlega hagsmuni, frið og öryggi. Það er mikilvægt að efnahagsþróun á norðurslóðum stuðli að lífvænlegri samfélögum og hagsæld fyrir alla íbúa svæðisins, líka Ísland. Stefna okkar þarf að tryggja að íslenskir aðilar, sem búa yfir þekkingu, tækni og reynslu sem falla að aðstæðum norðurslóða, geti nýtt sér þau tækifæri sem kunna að skapast í kjölfar vaxandi efnahagsumsvifa tengdum auðlindanýtingu, ferðaþjónustu, siglingum og rannsóknum. Vísindarannsóknir og fræðsla um málefni norðurheimsskautsvæðsins eru forsenda ábyrgrar þátttöku Íslendinga í umræðu og ákvarðanatöku um framtíðarþróun þess. Því þarf að efla þátttöku íslenskra fræðimanna í alþjóðlegu samstarfi um vísindarannsóknir og fræðslu og leggja rækt við innlent vísindastarf. Fjárfesting í rannsóknum á öllum þáttum norðurslóða getur ekki annað en styrkt stöðu okkar gagnvart öðrum þjóðum svæðisins, og byggt undir málstað okkar. Síðast en ekki síst þurfum við að efna til öflugs samráðs og skoðanaskipta innanlands um stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki. Sú stefna stjórnvalda sem nú hefur verið lögð fram, er fyrsta skrefið.Nokkrar staðreyndirTalið er að um 13% af ófundnum olíulindum og 30% af gaslindum sé að finna á norðurskautssvæðinu.Með opnun nýrra skipaleiða vegna bráðnunar íss á norðurslóðum er áætlað að siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu styttist um 40%.Ísland er ásamt Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð aðildarríki að Norðurskautsráðinu sem stofnað var 1996 í Ottawa, Kanada.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun