Innlent

Biðst afsökunar á ummælum um Aratúnsfjölskylduna

Garðabær. Myndin er úr safni.
Garðabær. Myndin er úr safni.

Tæplega þrítugur karlmaður hefur beðið Aratúnsfjölskylduna afsökunar á ummælum sem hann lét falla um frétt sem birtist á dv.is á síðasta ári. Fjölskylda, sem átti í harðvítugum nágrannadeilum í Aratúni í Garðabæ, hefur hótað sjö einstaklingum lögsókn og krefst hundruð þúsunda króna í skaðabætur ef þeir biðjast ekki afsökunar á ummælum sem þeir létu falla um fjölskylduna á netinu. Þessi maður er sá eini sem hefur beðist afsökunar.

Síðasta sumar var töluvert fjallað um nágrannaerjurnar í Aratúni í fjölmiðlum. Þar höfðu tvær fjölskyldur deilt í áraraðir. Fréttir af framkomu annarar fjölskyldunnar vöktu mikil og hörð viðbrögð, sérstaklega ef marka má ýmis ummæli sem látin voru falla í athugasemdakerfi dv.is.

Einn skrifaði að „setja ætti fjölskylduna í vel afgirt búr í húsdýragarðinum".

Annar sagði að „best væri fyrir samfélagið að fjölskyldunni yrði fargað eins og skepnum".

Og enn annar sagði „það ætti kála þessu helvítis drasli".

Sá sem nú biðst afsökunar ritaði ummæli sín við fréttina: - Piparúðastríð í Garðabæ: Brynja er flúin að heiman.

Hann segist hafa ritað ummælin í mikilli geðshræringu og hann hafi verið uppnuminn af því sem hann vill meina að sé einhliða fréttaflutningur af málinu. Biður hann því fjölskylduna afsökunar og bætir við að enginn eigi það skilið að svona sé sagt við sig eða um sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×