Gjaldþol útgerðar Þórólfur Matthíasson skrifar 8. febrúar 2011 06:00 Hagstofa Íslands vinnur árlega yfirlit yfir hag fiskveiða og fiskvinnslu. Yfirlit þetta er byggt á skattframtölum fyrirtækja í þessum greinum. Yfirlit ársins 2009 kom út í lok janúar 2011. Það er fróðleg lesning í ljósi umræðu um fyrningarleið og aðrar hugmyndir um greiðslu útgerðarmanna fyrir afnot af sameiginlegri auðlind. Yfirlitið sýnir að svokölluð verg hlutdeild fjármagns (EBITA) nam samtals um 63,5 milljörðum króna í veiðum og vinnslu árið 2009. Reiknaðar afskriftir og reiknaður vaxtakostnaður nemur 18,5 milljörðum króna. Hreinn hagnaður veiða og vinnslu er því 45 milljarðar króna. Þá kemur fram að eigið fé greinanna tveggja hefur aukist um 86,5 milljarða króna milli áranna 2008 og 2009. Reiknaðist neikvætt um 60 milljarða króna árið 2008 en reiknast jákvætt um 26,5 milljarða króna í árslok 2009. Tekið skal fram að verðmæti kvótans er ekki inn í þessum tölum nema að mjög takmörkuðu leyti. Helsta uppspretta hreins hagnaðar í fiskveiðum er ókeypis aðgangur að fiskveiðiauðlindinni. Ástralir kalla slíkan hagnað ofurhagnað (e. superprofit), hér á landi hefur nafngiftin auðlindarenta gjarnan verið notuð. Hreinn hagnaður í fiskveiðunum samkvæmt mælingum Hagstofunnar er 20,5 milljarðar króna. Útgerð og vinnsla er víða á sömu hendi. Þar kann hending (eða ákvæði í kjarasamningum sjómanna) að ráða því hvort hagnaður kemur fram hjá vinnslunni eða í veiðunum. Við getum því slegið því föstu að á árinu 2009 var auðlindarenta (ofurhagnaður) í sjávarútvegi á Íslandi á bilinu 20 til 45 milljarðar króna. Þess má geta að árið 2009 lækkaði Alþingi álagt veiðigjald úr 500 til 1000 milljónum í 170 milljónir króna. Þ.e.a.s. á sama tíma og útgerð og fiskvinnsla hagnaðist sem aldrei fyrr höfðu forsvarsmenn þessara greina geð í sér að taka við ölmusu úr galtómum ríkissjóði að upphæð á bilinu 300 til 800 milljónir króna! Einhver hefur einhverntíma kallað slíkt framferði frekju. Hugsum okkur nú að hið opinbera kalli inn 8% af úthlutuðum veiðiheimildum og leigi síðan frá sér. Leigutekjur af þessum 8% mundu líklega nema um 1,6 til 3 milljörðum króna í ár. Ofurhagnaður útgerðarinnar yrði því um 18 til 43 milljarðar króna á þessu ári. Ætli útgerðin geti ekki lifað við það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hagstofa Íslands vinnur árlega yfirlit yfir hag fiskveiða og fiskvinnslu. Yfirlit þetta er byggt á skattframtölum fyrirtækja í þessum greinum. Yfirlit ársins 2009 kom út í lok janúar 2011. Það er fróðleg lesning í ljósi umræðu um fyrningarleið og aðrar hugmyndir um greiðslu útgerðarmanna fyrir afnot af sameiginlegri auðlind. Yfirlitið sýnir að svokölluð verg hlutdeild fjármagns (EBITA) nam samtals um 63,5 milljörðum króna í veiðum og vinnslu árið 2009. Reiknaðar afskriftir og reiknaður vaxtakostnaður nemur 18,5 milljörðum króna. Hreinn hagnaður veiða og vinnslu er því 45 milljarðar króna. Þá kemur fram að eigið fé greinanna tveggja hefur aukist um 86,5 milljarða króna milli áranna 2008 og 2009. Reiknaðist neikvætt um 60 milljarða króna árið 2008 en reiknast jákvætt um 26,5 milljarða króna í árslok 2009. Tekið skal fram að verðmæti kvótans er ekki inn í þessum tölum nema að mjög takmörkuðu leyti. Helsta uppspretta hreins hagnaðar í fiskveiðum er ókeypis aðgangur að fiskveiðiauðlindinni. Ástralir kalla slíkan hagnað ofurhagnað (e. superprofit), hér á landi hefur nafngiftin auðlindarenta gjarnan verið notuð. Hreinn hagnaður í fiskveiðunum samkvæmt mælingum Hagstofunnar er 20,5 milljarðar króna. Útgerð og vinnsla er víða á sömu hendi. Þar kann hending (eða ákvæði í kjarasamningum sjómanna) að ráða því hvort hagnaður kemur fram hjá vinnslunni eða í veiðunum. Við getum því slegið því föstu að á árinu 2009 var auðlindarenta (ofurhagnaður) í sjávarútvegi á Íslandi á bilinu 20 til 45 milljarðar króna. Þess má geta að árið 2009 lækkaði Alþingi álagt veiðigjald úr 500 til 1000 milljónum í 170 milljónir króna. Þ.e.a.s. á sama tíma og útgerð og fiskvinnsla hagnaðist sem aldrei fyrr höfðu forsvarsmenn þessara greina geð í sér að taka við ölmusu úr galtómum ríkissjóði að upphæð á bilinu 300 til 800 milljónir króna! Einhver hefur einhverntíma kallað slíkt framferði frekju. Hugsum okkur nú að hið opinbera kalli inn 8% af úthlutuðum veiðiheimildum og leigi síðan frá sér. Leigutekjur af þessum 8% mundu líklega nema um 1,6 til 3 milljörðum króna í ár. Ofurhagnaður útgerðarinnar yrði því um 18 til 43 milljarðar króna á þessu ári. Ætli útgerðin geti ekki lifað við það?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar