Jöfn foreldraábyrgð Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar 15. febrúar 2011 06:00 Að vera foreldri er mikil hamingja en hlutverkinu fylgir ábyrgð. Við viljum sjá barninu farveg út í lífið, kenna því góð gildi og að vera því leiðarljós. Jöfn ábyrgð beggja foreldra er að þessu leyti afar mikilvæg og stuðlar að jöfnuði á öðrum sviðum samfélagsins. Þessi foreldraábyrgð er þó ójöfn þegar kemur að skilnaðarbörnum og börnum sem eru fædd utan hjónabands og sambúðar - m.a. sökum þess að íslenskir dómstólar geta ekki dæmt foreldrum sameiginlega forsjá yfir börnum sínum þótt þeir teljist báðir hæfir, líkt og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þegar annað foreldrið hlýtur forsjána, eins og íslenska kerfið kveður á um, fylgja því ýmis réttindi sem hitt foreldrið fær ekki. Er það eðlilegt að einungis lögheimilisforeldrið fái allar félagslegar bætur en umgengnisforeldrið ekki krónu, þótt umgengni og framfærsla sé jöfn? Er það jafnrétti að annað foreldrið þurfi jafnvel að berjast fyrir því að fá eðlilega umgengni við börnin sín? Svarið við öllu þessu er auðvitað NEI en þetta er hins vegar staðan eins og hún er á Íslandi árið 2011 og hefur reyndar verið svo í áratugi. Þannig er Ísland langt á eftir nágrannalöndunum, viðheldur ójöfnuði með sjálfvirkum hætti og gerir öðru foreldrinu hærra undir höfði. Er þetta æskileg staða? Ég held að allt skynsamt fólk sjái í hendi sér að svona eigi hlutirnir ekki að vera. Þetta á stóran þátt í að viðhalda ójafnri stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Jafnari ábyrgð á börnum skapar báðum foreldrum meiri sveigjanleika í vinnu, hvað varðar tekjur, vinnutíma o.sv.fr. Á meðan misrétti í foreldraábyrgð er til staðar munu kynin ekki standa jafnfætis á vinnumarkaði. Við þurfum því að breyta þessu og henda burt úreldum viðhorfum. Með jafnri foreldraábyrgð stuðlum við að jöfnum tækifærum. Það er hins vegar stjórnvalda að breyta lögum, og vil ég benda á Noreg sem góða fyrirmynd í þeim efnum. Breytum hugarfarinu, gerum það nútímalegt og stuðlum að jafnri foreldraábyrgð og þar með jöfnum tækifærum beggja kynja í nútímasamfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Að vera foreldri er mikil hamingja en hlutverkinu fylgir ábyrgð. Við viljum sjá barninu farveg út í lífið, kenna því góð gildi og að vera því leiðarljós. Jöfn ábyrgð beggja foreldra er að þessu leyti afar mikilvæg og stuðlar að jöfnuði á öðrum sviðum samfélagsins. Þessi foreldraábyrgð er þó ójöfn þegar kemur að skilnaðarbörnum og börnum sem eru fædd utan hjónabands og sambúðar - m.a. sökum þess að íslenskir dómstólar geta ekki dæmt foreldrum sameiginlega forsjá yfir börnum sínum þótt þeir teljist báðir hæfir, líkt og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þegar annað foreldrið hlýtur forsjána, eins og íslenska kerfið kveður á um, fylgja því ýmis réttindi sem hitt foreldrið fær ekki. Er það eðlilegt að einungis lögheimilisforeldrið fái allar félagslegar bætur en umgengnisforeldrið ekki krónu, þótt umgengni og framfærsla sé jöfn? Er það jafnrétti að annað foreldrið þurfi jafnvel að berjast fyrir því að fá eðlilega umgengni við börnin sín? Svarið við öllu þessu er auðvitað NEI en þetta er hins vegar staðan eins og hún er á Íslandi árið 2011 og hefur reyndar verið svo í áratugi. Þannig er Ísland langt á eftir nágrannalöndunum, viðheldur ójöfnuði með sjálfvirkum hætti og gerir öðru foreldrinu hærra undir höfði. Er þetta æskileg staða? Ég held að allt skynsamt fólk sjái í hendi sér að svona eigi hlutirnir ekki að vera. Þetta á stóran þátt í að viðhalda ójafnri stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Jafnari ábyrgð á börnum skapar báðum foreldrum meiri sveigjanleika í vinnu, hvað varðar tekjur, vinnutíma o.sv.fr. Á meðan misrétti í foreldraábyrgð er til staðar munu kynin ekki standa jafnfætis á vinnumarkaði. Við þurfum því að breyta þessu og henda burt úreldum viðhorfum. Með jafnri foreldraábyrgð stuðlum við að jöfnum tækifærum. Það er hins vegar stjórnvalda að breyta lögum, og vil ég benda á Noreg sem góða fyrirmynd í þeim efnum. Breytum hugarfarinu, gerum það nútímalegt og stuðlum að jafnri foreldraábyrgð og þar með jöfnum tækifærum beggja kynja í nútímasamfélagi.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar