Innlent

Fjórir dómarar lýstu vanhæfi

Geir H. Haarde
Geir H. Haarde
Fjórir hæstaréttardómarar lýstu sig vanhæfa til að sitja í Landsdómi í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Landsdómur kemur í fyrsta skipti saman í dag.

Upphaflega lýsti Árni Kolbeinsson sig vanhæfan vegna þess að hann var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu í ráðherratíð Geirs.

Þá var gengið á starfsaldursröðina í Hæstarétti til að finna manna til að leysa Árna af. Jón Steinar Gunnlaugsson kvaðst vanhæfur vegna vinskapar með Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Ólafur Börkur Þorvaldsson lýsti sig vanhæfan vegna þess að hann er náfrændi Davíðs.

Páll Hreinsson var vanhæfur þar sem málið á hendur Geir byggir á niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis sem hann stýrði. Viðar Már Matthíasson, hæstaréttadómarinn með stystan starfsaldur, tók því sæti Árna.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×