Guðmundur: Það féllu mjög þung orð í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2011 17:22 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki sáttur með íslensku leikmennina eftir átta marka tap á móti Spánverjum í milliriðli HM í handbolta í dag. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Ég er mjög dapur eftir þennan leik. Við vorum að spila mjög illa í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn var alls ekki nógu góður. Við erum að gera okkur seka um sendingarfeila sem þeir refsa með hröðum upphlaupum. Við vorum líka seinir til baka og við vorum því lélegir á öllum sviðum," sagði Guðmundur. „Við komum til baka í seinni svo um munar og erum kannski að spila eðlilegan leik í síðari hálfleik. Það er bara ekki nóg þegar við erum búnir að hleypa þeim í tíu marka forustu," sagði Guðmundur. „Við getum sagt það eftir leikinn að ef að þetta hefði verið á bilunu fimm til sex mörk þá hefði alltaf verið möguleiki á að koma til baka. Við reyndum það sem við gátum og síðari hálfleikurinn var tuttugu sinnum betri en sá fyrri. Það er sorglegt að upplifa það að liðið skuli ekki hafa byrjað þennan leik af meiri krafti í fyrri hálfleik. Ég er mjög vonsvikinn með það," sagði Guðmundur og Hörður spurði hann út í hálfleiksræðuna. „Það féllu mjög þung orð í hálfleik og ég get ekki haft þau orð eftir. Ég var mjög svekktur, sár og vonsvikinn með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Við vorum alls ekki að skila okkur til baka eins og við verðum að gera í svona keppni og á móti svona liði," sagðui Guðmundur. „Sóknarleikurinn var ekki góður og boltinn fékk lítið að ganga. Þeir komust í sendingar hjá okkur sem voru ótímabærar. Það var líka ekki margt að falla með okkur í fyrri hálfleik," sagði Guðmundur. „Menn geta haft sínar skoðanir á því hvort Spánverjar hafi slakað á í síðari hálfleik eða við gefið í. Ég vil meina að við höfum gefið í og spilað af eðlilegri getu sóknarlega og varnarlega sömuleiðis. Bjöggi kom líka með frábæra markvörslu en þetta var of stórt forskot," sagði Guðmundur sem vildi ekki tala um framhaldið. „Það eru allir firnasterkir sem eru komnir hingað og ég ætla ekki að segja orð um Frakkana. Við verðum bara að fara yfir þennan leik og láta verkin tala inn á vellinum," sagði Guðmundur. Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki sáttur með íslensku leikmennina eftir átta marka tap á móti Spánverjum í milliriðli HM í handbolta í dag. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Ég er mjög dapur eftir þennan leik. Við vorum að spila mjög illa í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn var alls ekki nógu góður. Við erum að gera okkur seka um sendingarfeila sem þeir refsa með hröðum upphlaupum. Við vorum líka seinir til baka og við vorum því lélegir á öllum sviðum," sagði Guðmundur. „Við komum til baka í seinni svo um munar og erum kannski að spila eðlilegan leik í síðari hálfleik. Það er bara ekki nóg þegar við erum búnir að hleypa þeim í tíu marka forustu," sagði Guðmundur. „Við getum sagt það eftir leikinn að ef að þetta hefði verið á bilunu fimm til sex mörk þá hefði alltaf verið möguleiki á að koma til baka. Við reyndum það sem við gátum og síðari hálfleikurinn var tuttugu sinnum betri en sá fyrri. Það er sorglegt að upplifa það að liðið skuli ekki hafa byrjað þennan leik af meiri krafti í fyrri hálfleik. Ég er mjög vonsvikinn með það," sagði Guðmundur og Hörður spurði hann út í hálfleiksræðuna. „Það féllu mjög þung orð í hálfleik og ég get ekki haft þau orð eftir. Ég var mjög svekktur, sár og vonsvikinn með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Við vorum alls ekki að skila okkur til baka eins og við verðum að gera í svona keppni og á móti svona liði," sagðui Guðmundur. „Sóknarleikurinn var ekki góður og boltinn fékk lítið að ganga. Þeir komust í sendingar hjá okkur sem voru ótímabærar. Það var líka ekki margt að falla með okkur í fyrri hálfleik," sagði Guðmundur. „Menn geta haft sínar skoðanir á því hvort Spánverjar hafi slakað á í síðari hálfleik eða við gefið í. Ég vil meina að við höfum gefið í og spilað af eðlilegri getu sóknarlega og varnarlega sömuleiðis. Bjöggi kom líka með frábæra markvörslu en þetta var of stórt forskot," sagði Guðmundur sem vildi ekki tala um framhaldið. „Það eru allir firnasterkir sem eru komnir hingað og ég ætla ekki að segja orð um Frakkana. Við verðum bara að fara yfir þennan leik og láta verkin tala inn á vellinum," sagði Guðmundur.
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira