Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2011 09:45 Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin. Nordic Photos / Bongarts Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. Dagur er þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin sem er í öðru sæti deildarinnar sem nú er í fríi vegna HM í Svíþjóð. „Ég ræddi við Alexander Petersson og hann sagði mér að hann sé í slæmu ástandi og í raun búinn á því. Þrátt fyrir það spilar hann næstum alla leiki frá upphafi til enda," sagði Dagur í samtali við vefmiðilinn handball-welt.de.Lestu hér - Alexander er að spila þjáður „Á sama tíma hefur Ólafur Stefánsson spilað mjög lítið," bætti hann við en Guðmundur er einn þjálfari Rhein-Neckar Löwen, liðinu sem Ólafur spilar með í þýsku úrvalsdeildinni. „Svo les ég það í íslenskum fjölmiðlum að Ólafur segist vera leikfær. Það skil ég ekki og hef ég það á tilfinningunni að Guðmundur sé að hugsa um hagsmuni Löwen." „Þetta er mér alls ekki auðvelt mál enda eru Ólafur og Guðmundur góðir vinir mínir." Dagur segir að Alexander hafi þurft á fríi að halda í desember en að þá hafi hann verið kallaður í íslenska landsliðið. „Þá spilaði hann næstum tvo heila leiki með íslenska landsliðinu á meðan að Ólafur spilaði næstum ekkert - þrátt fyrir að hann væri leikfær. Nú er sama staðan komin upp aftur og ég fæ Alexander aftur meiddan heim."Lestu hér - Ólafur: Ég er ekki meiddurSamkvæmt frétt handball-welt.de hefur Alexander spilað í sex klukkustundir og 26 mínútur á HM en Ólafur í þrjár klukkustundir og sautján mínútur.Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.Mynd/ValliDagur segir að hann hafi vel fylgst með HM í Svíþjóð. Sex leikmenn Füchse Berlin séu að spila þar en að hann hafi einnig fylgst sérstaklega vel með íslenska landsliðinu.„Ísland vann í riðlakeppninni alla sína fimm leiki. En það kostaði einnig mikla orku. Íslenska vörnin krefst mikils af leikmönnum og leikur liðsins fór út af sporinu. Það sá maður líka í leiknum gegn Spáni í milliriðlinum. Liðið var þá enn í sjokki," sagði Dagur en Ísland tapaði fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar, heldur óvænt.„Nú er komið að síðustu leikjunum í keppninni sem skipta í raun engu máli. Það er vissulega ekki slæmur árangur að verða í fimmta eða sjötta sæti á HM en nú er tækifæri til að deila álaginu á fleiri leikmenn." Tengdar fréttir Ólafur: Við vildum meira Ólafur Stefánsson lék ekki með gegn Frökkum í kvöld en hann hefði þó getað spilað ef leikurinn hefði skipt meira máli en hann gerði. 25. janúar 2011 22:34 Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15 Alexander er að spila þjáður Alexander Petersson hefur verið að leika þjáður á HM eftir að hafa meiðst á hné. Hann er samt ekki af baki dottinn og hugsar ekki um aðgerð fyrr en næsta sumar. 24. janúar 2011 12:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. Dagur er þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin sem er í öðru sæti deildarinnar sem nú er í fríi vegna HM í Svíþjóð. „Ég ræddi við Alexander Petersson og hann sagði mér að hann sé í slæmu ástandi og í raun búinn á því. Þrátt fyrir það spilar hann næstum alla leiki frá upphafi til enda," sagði Dagur í samtali við vefmiðilinn handball-welt.de.Lestu hér - Alexander er að spila þjáður „Á sama tíma hefur Ólafur Stefánsson spilað mjög lítið," bætti hann við en Guðmundur er einn þjálfari Rhein-Neckar Löwen, liðinu sem Ólafur spilar með í þýsku úrvalsdeildinni. „Svo les ég það í íslenskum fjölmiðlum að Ólafur segist vera leikfær. Það skil ég ekki og hef ég það á tilfinningunni að Guðmundur sé að hugsa um hagsmuni Löwen." „Þetta er mér alls ekki auðvelt mál enda eru Ólafur og Guðmundur góðir vinir mínir." Dagur segir að Alexander hafi þurft á fríi að halda í desember en að þá hafi hann verið kallaður í íslenska landsliðið. „Þá spilaði hann næstum tvo heila leiki með íslenska landsliðinu á meðan að Ólafur spilaði næstum ekkert - þrátt fyrir að hann væri leikfær. Nú er sama staðan komin upp aftur og ég fæ Alexander aftur meiddan heim."Lestu hér - Ólafur: Ég er ekki meiddurSamkvæmt frétt handball-welt.de hefur Alexander spilað í sex klukkustundir og 26 mínútur á HM en Ólafur í þrjár klukkustundir og sautján mínútur.Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.Mynd/ValliDagur segir að hann hafi vel fylgst með HM í Svíþjóð. Sex leikmenn Füchse Berlin séu að spila þar en að hann hafi einnig fylgst sérstaklega vel með íslenska landsliðinu.„Ísland vann í riðlakeppninni alla sína fimm leiki. En það kostaði einnig mikla orku. Íslenska vörnin krefst mikils af leikmönnum og leikur liðsins fór út af sporinu. Það sá maður líka í leiknum gegn Spáni í milliriðlinum. Liðið var þá enn í sjokki," sagði Dagur en Ísland tapaði fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar, heldur óvænt.„Nú er komið að síðustu leikjunum í keppninni sem skipta í raun engu máli. Það er vissulega ekki slæmur árangur að verða í fimmta eða sjötta sæti á HM en nú er tækifæri til að deila álaginu á fleiri leikmenn."
Tengdar fréttir Ólafur: Við vildum meira Ólafur Stefánsson lék ekki með gegn Frökkum í kvöld en hann hefði þó getað spilað ef leikurinn hefði skipt meira máli en hann gerði. 25. janúar 2011 22:34 Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15 Alexander er að spila þjáður Alexander Petersson hefur verið að leika þjáður á HM eftir að hafa meiðst á hné. Hann er samt ekki af baki dottinn og hugsar ekki um aðgerð fyrr en næsta sumar. 24. janúar 2011 12:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Ólafur: Við vildum meira Ólafur Stefánsson lék ekki með gegn Frökkum í kvöld en hann hefði þó getað spilað ef leikurinn hefði skipt meira máli en hann gerði. 25. janúar 2011 22:34
Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15
Alexander er að spila þjáður Alexander Petersson hefur verið að leika þjáður á HM eftir að hafa meiðst á hné. Hann er samt ekki af baki dottinn og hugsar ekki um aðgerð fyrr en næsta sumar. 24. janúar 2011 12:45