Ábyrgð SA Valgerður Bjarnadóttir skrifar 8. febrúar 2011 06:00 Baráttan um völdin er hörð þessa dagana. Svo undarlegt sem það nú er þá eru framkvæmdastjóri og stjórn Samtaka atvinnulífsins þar í aðalhlutverki. Svo undarlegt vegna þess að það er óhyggilegt að blanda samtökunum inn í þessa miklu baráttu um verðmæti og völd. Enda hvarflar það oft að mér að talsmaðurinn/framkvæmdastjórinn sé frekar í hefðbundinni pólitík en í forsvari fyrir mikilvæg og nauðsynleg samtök atvinnurekenda. Öll erum við sammála um að traustir atvinnuvegir eru undirstaða efnahagslífsins. Öll erum við sammála um að atvinnuleysið er alvarlegasta vandamálið sem þjóðfélagið glímir nú við. Svo undarlega háttar að forysta atvinnulífsins telur mest áríðandi að gera óbilgjarna og ósanngjarna kröfu um að fiskurinn í sjónum verði nú endanlega afhentur kvótahöfum - nú skal það stimplað og innsiglað. Ef ekki þá fá engir launamenn neinar launahækkanir, svo einfalt skal það vera. Forsvarsmenn atvinnulífsins eru tilbúnir að auka enn á efnahagsvandann og atvinnuleysið með því að keyra allar kjaraviðræður í strand. Það undarlega er að mönnunum virðist ekki finnast neitt athugavert við framgöngu sína. Ég hallast að því að það sé vegna þess að forsvarsmennirnir eru í hefðbundinni pólitík og þeim er nokk sama um allt annað en að flokkurinn þeirra komist aftur til valda. Átján ára valdaseta þeirra sigldi þjóðfélaginu í strand og þeir skirrast ekki við að reyna að stranda skútunni aftur. Fyrirkomulag fiskveiðistjórnunarkerfisins er að bankahruninu frátöldu mesta efnahagslegt óréttlæti sem yfir venjulegt fólk þessa lands hefur gengið. Það þarf að leiðrétta, það þarf ekki að ná sátt við sægreifana. Sægreifarnir þurfa að ná sátt við okkur fólkið í landinu. - Þetta þurfa forsvarsmenn atvinnulífsins að skilja og þeir þurfa líka að átta sig á því að þeirra er ábyrgðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Baráttan um völdin er hörð þessa dagana. Svo undarlegt sem það nú er þá eru framkvæmdastjóri og stjórn Samtaka atvinnulífsins þar í aðalhlutverki. Svo undarlegt vegna þess að það er óhyggilegt að blanda samtökunum inn í þessa miklu baráttu um verðmæti og völd. Enda hvarflar það oft að mér að talsmaðurinn/framkvæmdastjórinn sé frekar í hefðbundinni pólitík en í forsvari fyrir mikilvæg og nauðsynleg samtök atvinnurekenda. Öll erum við sammála um að traustir atvinnuvegir eru undirstaða efnahagslífsins. Öll erum við sammála um að atvinnuleysið er alvarlegasta vandamálið sem þjóðfélagið glímir nú við. Svo undarlega háttar að forysta atvinnulífsins telur mest áríðandi að gera óbilgjarna og ósanngjarna kröfu um að fiskurinn í sjónum verði nú endanlega afhentur kvótahöfum - nú skal það stimplað og innsiglað. Ef ekki þá fá engir launamenn neinar launahækkanir, svo einfalt skal það vera. Forsvarsmenn atvinnulífsins eru tilbúnir að auka enn á efnahagsvandann og atvinnuleysið með því að keyra allar kjaraviðræður í strand. Það undarlega er að mönnunum virðist ekki finnast neitt athugavert við framgöngu sína. Ég hallast að því að það sé vegna þess að forsvarsmennirnir eru í hefðbundinni pólitík og þeim er nokk sama um allt annað en að flokkurinn þeirra komist aftur til valda. Átján ára valdaseta þeirra sigldi þjóðfélaginu í strand og þeir skirrast ekki við að reyna að stranda skútunni aftur. Fyrirkomulag fiskveiðistjórnunarkerfisins er að bankahruninu frátöldu mesta efnahagslegt óréttlæti sem yfir venjulegt fólk þessa lands hefur gengið. Það þarf að leiðrétta, það þarf ekki að ná sátt við sægreifana. Sægreifarnir þurfa að ná sátt við okkur fólkið í landinu. - Þetta þurfa forsvarsmenn atvinnulífsins að skilja og þeir þurfa líka að átta sig á því að þeirra er ábyrgðin.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar