Veiðigjald og gengi Þórólfur Matthíasson skrifar 15. febrúar 2011 12:33 Nýbirt samantekt Hagstofu Íslands úr reikningum sjávarútvegsfyrirtækja sýnir að svokallaður hreinn hagnaðar (sem sumir enskumælandi hagfræðingar kalla superprofit, ofurhagnað) í veiðum og vinnslu nam 45 milljörðum króna á árinu 2009. Í grein hér í blaðinu talar hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna þessar tölur niður þó að fátt bendi til annars en að hreinn hagnaður veiða og vinnslu verði áfram mældur í milljarðatugum næsta áratuginn eða svo. Undir lok greinar sinnar fullyrðir hagfræðingur LÍÚ að verði hluti af auðlindarentunni (ofurhagnaðinum) beint til almennings muni gengið lækka og lífskjör almennings versna. Enginn rökstuðningur er lagður fram þessari fullyrðingu til stuðnings. Það er enda eðlilegt, ég kann ekki þá hagfræði sem fær rök hagfræðings LÍÚ til að ganga upp. Rifjum upp að með álagningu veiðigjalds er verið að veita tekjum af auðlindinni frá handhöfum veiðiheimilda til eiganda auðlindarinnar, frá eigendum útgerðarfyrirtækja til almennings. Þessu fylgir óhjákvæmilega að ráðstöfunartekjur útgerðarmanna minnka og að tekjur og lífskjör almennings batna. Tekjutilfærslum af þessu tagi kunna að fylgja áhrif á gengi og innlent verðlag, en þá því aðeins að almenningur ráðstafi tekjum með verulega öðrum hætti en útgerðarmenn. Til dæmis er líklegt að við skilyrði frjálsra fjármagnsflutninga séu útgerðarmenn líklegri til að flytja tekjur og eignir til útlanda en almennir borgarar. Tilflutningur tekna til almennings frá útgerðarmönnum er því líklegri til að styrkja gengi en að veikja það. Þannig að veiðigjald mun styrkja lífskjör almennings úr tveimur áttum, með beinum hætti gegnum lægri tekjuskatt eða lægri virðisaukaskatt eða beinar tilfærslur og með óbeinum hætti með (smávægilegri) styrkingu á raungengi. Fullyrðing hagfræðings LÍÚ um að álagning veiðigjalds muni veikja lífskjör almennings stenst ekki skoðun. Hitt er annað mál, og hefur aldrei verið dulið, að álagning veiðigjalds mun skerða tekjur handhafa veiðiheimilda en auka tekjur eiganda sjávarauðlindarinnar, sem er íslenskur almenningur. Skiljanlegt er að LÍÚ sé það lítt að skapi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nýbirt samantekt Hagstofu Íslands úr reikningum sjávarútvegsfyrirtækja sýnir að svokallaður hreinn hagnaðar (sem sumir enskumælandi hagfræðingar kalla superprofit, ofurhagnað) í veiðum og vinnslu nam 45 milljörðum króna á árinu 2009. Í grein hér í blaðinu talar hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna þessar tölur niður þó að fátt bendi til annars en að hreinn hagnaður veiða og vinnslu verði áfram mældur í milljarðatugum næsta áratuginn eða svo. Undir lok greinar sinnar fullyrðir hagfræðingur LÍÚ að verði hluti af auðlindarentunni (ofurhagnaðinum) beint til almennings muni gengið lækka og lífskjör almennings versna. Enginn rökstuðningur er lagður fram þessari fullyrðingu til stuðnings. Það er enda eðlilegt, ég kann ekki þá hagfræði sem fær rök hagfræðings LÍÚ til að ganga upp. Rifjum upp að með álagningu veiðigjalds er verið að veita tekjum af auðlindinni frá handhöfum veiðiheimilda til eiganda auðlindarinnar, frá eigendum útgerðarfyrirtækja til almennings. Þessu fylgir óhjákvæmilega að ráðstöfunartekjur útgerðarmanna minnka og að tekjur og lífskjör almennings batna. Tekjutilfærslum af þessu tagi kunna að fylgja áhrif á gengi og innlent verðlag, en þá því aðeins að almenningur ráðstafi tekjum með verulega öðrum hætti en útgerðarmenn. Til dæmis er líklegt að við skilyrði frjálsra fjármagnsflutninga séu útgerðarmenn líklegri til að flytja tekjur og eignir til útlanda en almennir borgarar. Tilflutningur tekna til almennings frá útgerðarmönnum er því líklegri til að styrkja gengi en að veikja það. Þannig að veiðigjald mun styrkja lífskjör almennings úr tveimur áttum, með beinum hætti gegnum lægri tekjuskatt eða lægri virðisaukaskatt eða beinar tilfærslur og með óbeinum hætti með (smávægilegri) styrkingu á raungengi. Fullyrðing hagfræðings LÍÚ um að álagning veiðigjalds muni veikja lífskjör almennings stenst ekki skoðun. Hitt er annað mál, og hefur aldrei verið dulið, að álagning veiðigjalds mun skerða tekjur handhafa veiðiheimilda en auka tekjur eiganda sjávarauðlindarinnar, sem er íslenskur almenningur. Skiljanlegt er að LÍÚ sé það lítt að skapi.
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar