Krabbamein snertir allar fjölskyldur Guðbjartur Hannesson skrifar 4. febrúar 2011 11:00 Dag hvern greinast þrír eða fjórir Íslendingar að jafnaði með krabbamein. Þetta er sjúkdómur sem snertir allar fjölskyldur landsins fyrr eða síðar með einhverjum hætti. Mikilvægt er að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir sjúkdóminn, greina hann snemma og veita bestu fáanlegu meðferð. Eins er mikils virði að styðja sjúklinga og aðstandendur þeirra til að takast á við breyttar aðstæður. Íslendingar standa mjög framarlega í öllum samanburði milli landa á þessu sviði. Sem dæmi má nefna að leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum er á heimsmælikvarða, bið sjúklinga eftir að komast í viðeigandi meðferð er óvíða styttri en hér, meðferðin er markviss og lífshorfur sjúklinga með því besta sem þekkist. Í tilefni af alþjóðlegum krabbameinsdegi, 4. febrúar, legg ég áherslu á að ekkert verður gefið eftir í baráttunni við þennan vágest. Til marks um það má nefna ályktun Alþingis um bólusetningu gegn leghálskrabbameini sem fyrirhugað er að hefjist á þessu ári. Þá er ástæða til að fagna sérstaklega þeim mikla árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum. Nýjustu kannanir sýna að einungis sjöundi hver fullorðinn Íslendingur reykir daglega, sem er veruleg breyting frá því sem var fyrir örfáum áratugum. Þessi árangur ætti að vera okkur hvatning á öðrum sviðum forvarna þar sem víða er verk að vinna. Áætlun um aðgerðir og markmið í baráttunni við krabbameinSkýr stefna og skilgreind og mælanleg markmið eru mikilvæg forsenda fyrir árangri. Íslensk heilbrigðisáætlun er leiðarvísir fyrir heilbrigðiskerfið og nú er unnið að endurskoðun hennar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir til að setja sér sérstaka áætlun um aðgerðir og markmið í baráttunni við krabbamein og margar þjóðir hafa gert það. Ég tel þetta skynsamlegt, enda mikið í húfi, og hef því ákveðið að ráðast í þetta verkefni. Það er við hæfi að tilkynna þessa ákvörðun á alþjóðlegum krabbameinsdegi og jafnframt að unnið verði að málinu á þessu ári, þegar Krabbameinsfélag Íslands fagnar sextíu ára afmæli. Ég hvet landsmenn til að huga að heilbrigðu lífi á allan hátt, vera vakandi fyrir einkennum krabbameins og hika ekki við að leita læknis ef minnsti grunur vaknar. Við höfum staðið okkur vel í þessum málaflokki og ætlum að vera áfram í fremstu röð í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Dag hvern greinast þrír eða fjórir Íslendingar að jafnaði með krabbamein. Þetta er sjúkdómur sem snertir allar fjölskyldur landsins fyrr eða síðar með einhverjum hætti. Mikilvægt er að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir sjúkdóminn, greina hann snemma og veita bestu fáanlegu meðferð. Eins er mikils virði að styðja sjúklinga og aðstandendur þeirra til að takast á við breyttar aðstæður. Íslendingar standa mjög framarlega í öllum samanburði milli landa á þessu sviði. Sem dæmi má nefna að leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum er á heimsmælikvarða, bið sjúklinga eftir að komast í viðeigandi meðferð er óvíða styttri en hér, meðferðin er markviss og lífshorfur sjúklinga með því besta sem þekkist. Í tilefni af alþjóðlegum krabbameinsdegi, 4. febrúar, legg ég áherslu á að ekkert verður gefið eftir í baráttunni við þennan vágest. Til marks um það má nefna ályktun Alþingis um bólusetningu gegn leghálskrabbameini sem fyrirhugað er að hefjist á þessu ári. Þá er ástæða til að fagna sérstaklega þeim mikla árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum. Nýjustu kannanir sýna að einungis sjöundi hver fullorðinn Íslendingur reykir daglega, sem er veruleg breyting frá því sem var fyrir örfáum áratugum. Þessi árangur ætti að vera okkur hvatning á öðrum sviðum forvarna þar sem víða er verk að vinna. Áætlun um aðgerðir og markmið í baráttunni við krabbameinSkýr stefna og skilgreind og mælanleg markmið eru mikilvæg forsenda fyrir árangri. Íslensk heilbrigðisáætlun er leiðarvísir fyrir heilbrigðiskerfið og nú er unnið að endurskoðun hennar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir til að setja sér sérstaka áætlun um aðgerðir og markmið í baráttunni við krabbamein og margar þjóðir hafa gert það. Ég tel þetta skynsamlegt, enda mikið í húfi, og hef því ákveðið að ráðast í þetta verkefni. Það er við hæfi að tilkynna þessa ákvörðun á alþjóðlegum krabbameinsdegi og jafnframt að unnið verði að málinu á þessu ári, þegar Krabbameinsfélag Íslands fagnar sextíu ára afmæli. Ég hvet landsmenn til að huga að heilbrigðu lífi á allan hátt, vera vakandi fyrir einkennum krabbameins og hika ekki við að leita læknis ef minnsti grunur vaknar. Við höfum staðið okkur vel í þessum málaflokki og ætlum að vera áfram í fremstu röð í heiminum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun