Seðlabankinn bíður eftir stjórnvöldum Hafsteinn Hauksson skrifar 20. desember 2011 21:15 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir of djúpt í árinni tekið að Seðlabankinn sé búinn að gefast upp á einföldu verðbólgumarkmiði og fljótandi gengi. Hins vegar hafi bankinn talað óvenju opinskátt um hversu illa hafi tekist með þá stefnu á árunum fyrir hrun. Í nýjasta þætti Klinksins segir hann að meginmarkið peningastefnunnar hafi hins vegar náðst með þeirri stefnu sem fylgt hefur verið eftir hrun, og því virðist það ekki vera verkefni númer eitt að breyta um peningastefnu núna. „Hins vegar er ljóst að við þurfum sem þjóð að gera upp við okkur hvert við ætlum að fara með þetta," segir Þórarinn. „Seðlabankinn birti í fyrra skýrslu um það fyrirkomulag sem við sáum fyrir okkur að gæti gengið á næstu árum, allavega þangað til að við göngum inn í myntbandalag fyrst við erum á formlegri leið þangað." Þar vísar Þórarinn til Verðbólgumarkmiðs-Plús sem bankinn kynnti fyrir sléttu ári síðan, en það er stefna sem grundvallast á verðbólgumarkmiði með ýmsum veigamiklum lagfæringum til að berja í bresti stefnunnar og standa vörð um stöðugleika. Hann segir hins vegar að það hefði mátt ganga hraðar að vinna úr þessum tillögum og pólitísk umræða hafi ekki verið fyrirferðamikil. „Þetta er auðvitað í skoðun, og við bíðum ennþá viðbragða frá stjórnvöldum; er þetta leiðin sem við viljum fara? Við erum líka að vinna að mjög ítarlegri úttekt á öllum kostum sem við gætum mögulega haft að velja úr - þar á meðal upptöku annarar myntar, myntráði eða öðru slíku. Við vonumst til að þetta komi út á næsta ári, þetta endar í 600 síðum eða svo." „En eins og þú réttilega segir, þessi umræða þarf að fara sem fyrst af stað, og hún hefði mátt gera það fyrr," segir Þórarinn að lokum. Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir of djúpt í árinni tekið að Seðlabankinn sé búinn að gefast upp á einföldu verðbólgumarkmiði og fljótandi gengi. Hins vegar hafi bankinn talað óvenju opinskátt um hversu illa hafi tekist með þá stefnu á árunum fyrir hrun. Í nýjasta þætti Klinksins segir hann að meginmarkið peningastefnunnar hafi hins vegar náðst með þeirri stefnu sem fylgt hefur verið eftir hrun, og því virðist það ekki vera verkefni númer eitt að breyta um peningastefnu núna. „Hins vegar er ljóst að við þurfum sem þjóð að gera upp við okkur hvert við ætlum að fara með þetta," segir Þórarinn. „Seðlabankinn birti í fyrra skýrslu um það fyrirkomulag sem við sáum fyrir okkur að gæti gengið á næstu árum, allavega þangað til að við göngum inn í myntbandalag fyrst við erum á formlegri leið þangað." Þar vísar Þórarinn til Verðbólgumarkmiðs-Plús sem bankinn kynnti fyrir sléttu ári síðan, en það er stefna sem grundvallast á verðbólgumarkmiði með ýmsum veigamiklum lagfæringum til að berja í bresti stefnunnar og standa vörð um stöðugleika. Hann segir hins vegar að það hefði mátt ganga hraðar að vinna úr þessum tillögum og pólitísk umræða hafi ekki verið fyrirferðamikil. „Þetta er auðvitað í skoðun, og við bíðum ennþá viðbragða frá stjórnvöldum; er þetta leiðin sem við viljum fara? Við erum líka að vinna að mjög ítarlegri úttekt á öllum kostum sem við gætum mögulega haft að velja úr - þar á meðal upptöku annarar myntar, myntráði eða öðru slíku. Við vonumst til að þetta komi út á næsta ári, þetta endar í 600 síðum eða svo." „En eins og þú réttilega segir, þessi umræða þarf að fara sem fyrst af stað, og hún hefði mátt gera það fyrr," segir Þórarinn að lokum. Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira