Sport

Wozniacki er betri í golfi en McIlroy í tennis

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rory McIlroy og Caroline Wozniacki.
Rory McIlroy og Caroline Wozniacki. Mynd/Nordic Photos/Getty
Golfarinn Rory McIlroy og tenniskonan Caroline Wozniacki eru súperparið í íþróttaheiminum í dag enda bæði í fremstu röð í heiminum í sínum íþróttagreinum. McIlroy tjáði sig aðeins um samband þeirra í viðtali við Irish Times.

„Þegar við Caroline erum að ræða okkar eigin íþróttagreinar þá hef ég mjög mikinn áhuga á því hvernig hún undirbýr sig andlega fyrir tennismótin og hvernig markmið hún setur sér," sagði Rory McIlroy.

„Þegar við ræðum þessu mál þá fé ég góða innsýn í það hvernig hún tekur á sömu aðstæðum og ég er að lenda í," sagði McIlroy.

Hin danska Caroline Wozniacki er efst á heimslistanum í tennis kvenna en Norður-Írinn Rory McIlroy hefur hæst komist upp í annað sætið á heimslistanum í golfi karla. Það fylgir sögunni að Caroline Wozniacki er betri golfari en Rory McIlroy er tennisspilari.

„Ég er ekki með henni til þess að bæta tennisleikinn minn. Ég leyfi henni að einbeita sér að tennisnum og ég held mig við golfið," sagði Rory McIlroy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×