Óskar Bjarni: Þetta var hörmung Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. desember 2011 20:12 Óskar Bjarni Óskarson. Mynd/Stefán Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var allt annað en sáttur eftir stórtap Vals fyrir Haukum, 32-21, í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda í dag. Valur hafði bikar að verja en átti aldrei möguleika gegn sterku liði Hauka. "Þeir voru mjög þéttir varnarlega og við áttum í miklum vandræðum með sóknarleikinn. Höndin fór bara alltaf upp og ef það var ekki tæknifeill þá varði Birkir. Þetta var gríðarlega erfitt sóknarlega og svo klukkuðum við þá ekki hinum megin á vellinum og fengum því hvorki markvörslu né hraðaupphlaup, við vorum bara lélegir í dag," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals eftir leik. "Við náðum aldrei að koma til baka í leiknum. Ég var ekki hræddur þó við værum undir 9-5 eða eitthvað í fyrri hálfleik en það gerðist aldrei neitt og þetta fór bara á hinn veginn. Við ákváðum að byrja seinni hálfleikinn í 6-0 í stað þess að reyna eitthvað og sjá hvort Bubbi (Hlynur Morthens) kæmi aftur inn en það bara gekk ekkert upp hjá okkur og allt hjá þeim. Þetta fór á versta veg, var bara hörmung," sagði Óskar Bjarni sem hafði stýrt Val í fjóra bikarúrslitaleiki í röð sem þrír sigruðust, 2008,2009 og 2011. "Það er til skammar að tapa svona. Við höfum náð góðum árangri í bikarnum og viljum vera í bikarúrslitum en í mínum huga er sárast hvað við buðum upp á hérna, okkur sjálfum, félaginu, þetta er ekki boðlegt." "Það var líka erfitt að við fengum lítið út úr hægra horninu með Finn Inga meiddan og Anton var að spila veikur eins og sást. Ég setti Valdimar inn í liðið sem ég ætlaði ekki að gera fyrir áramót. Það var erfitt að ná taktinum sem maður er alltaf að glíma við í svona miklum meiðslum gegn svona þéttu liði. Við fundum ekki taktinn í þessu hvorki í vörn né sókn. Við litum út eins og aumingjar," sagði Óskar Bjarni að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var allt annað en sáttur eftir stórtap Vals fyrir Haukum, 32-21, í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda í dag. Valur hafði bikar að verja en átti aldrei möguleika gegn sterku liði Hauka. "Þeir voru mjög þéttir varnarlega og við áttum í miklum vandræðum með sóknarleikinn. Höndin fór bara alltaf upp og ef það var ekki tæknifeill þá varði Birkir. Þetta var gríðarlega erfitt sóknarlega og svo klukkuðum við þá ekki hinum megin á vellinum og fengum því hvorki markvörslu né hraðaupphlaup, við vorum bara lélegir í dag," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals eftir leik. "Við náðum aldrei að koma til baka í leiknum. Ég var ekki hræddur þó við værum undir 9-5 eða eitthvað í fyrri hálfleik en það gerðist aldrei neitt og þetta fór bara á hinn veginn. Við ákváðum að byrja seinni hálfleikinn í 6-0 í stað þess að reyna eitthvað og sjá hvort Bubbi (Hlynur Morthens) kæmi aftur inn en það bara gekk ekkert upp hjá okkur og allt hjá þeim. Þetta fór á versta veg, var bara hörmung," sagði Óskar Bjarni sem hafði stýrt Val í fjóra bikarúrslitaleiki í röð sem þrír sigruðust, 2008,2009 og 2011. "Það er til skammar að tapa svona. Við höfum náð góðum árangri í bikarnum og viljum vera í bikarúrslitum en í mínum huga er sárast hvað við buðum upp á hérna, okkur sjálfum, félaginu, þetta er ekki boðlegt." "Það var líka erfitt að við fengum lítið út úr hægra horninu með Finn Inga meiddan og Anton var að spila veikur eins og sást. Ég setti Valdimar inn í liðið sem ég ætlaði ekki að gera fyrir áramót. Það var erfitt að ná taktinum sem maður er alltaf að glíma við í svona miklum meiðslum gegn svona þéttu liði. Við fundum ekki taktinn í þessu hvorki í vörn né sókn. Við litum út eins og aumingjar," sagði Óskar Bjarni að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira