Keflvíkingar unnu í framlengingu í Hólminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2011 21:15 Charles Michael Parker var hetja Keflavíkurliðsins í kvöld. Mynd/Hjalti Þór Vignisson Keflvíkingar tóku þriðja sætið af KR-ingum með því að vinna dramatískan 115-113 sigur á Snæfelli í framlengdum leik í Iceland Express deild karla í Stykkishólmi í kvöld. Charles Michael Parker var hetja Keflavíkurliðsins því hann tryggði liðinu bæði framlengingu sem og sigurinn með því að skora sigurkörfuna í lok framlengingarinnar. Parker skoraði 10 af 32 stigum sínum á framlengingu og síðustu sókn venjulegs leiktíma. Parker skoraði eins og áður sagði 32 stig en hann tók einnig 12 fráköst. Steven Gerard Dagustino var stigahæstur hjá Keflavík með 36 stig og Jarryd Cole var með 23 stig og 10 fráköst. Almar Stefán Guðbrandsson var stigahæstur íslensku leikmannann með 14 stig. Hafþór Ingi Gunnarsson og Quincy Hankins-Cole skoruðu báðir 23 stig fyrir Snæfell og Marquis Sheldon Hall var með 20 stig og 9 stoðsendingar. Keflvíkingar byrjuðu vel og komust í 13-3 og 16-7 í upphafi leiks. Það tók Snæfellinga þó aðeins tvær mínútur að komast yfir en Hólmarar skoruðu þá fjórtán stig í röð og voru síðan með fjögurra stiga forskot, 23-19, eftir fyrsta leikhlutann. Snæfellingar héldu frumkvæðinu í öðrum leikhlutanum og voru 49-41 yfir í hálfleik. Snæfellsliðið skoraði sjö fyrstu stigin í seinni hálfleik og var um leið komið með fimmtán stiga forskot, 56-41. Keflvíkingar tóku aftur á móti við sér eftir leikhlé Sigurðar Ingimundarsonar og munurinn var bara tvö stig, 74-72, fyrir lokaleikhlutann eftir að Keflavíkurliðið vann síðustu fjórar mínútur leikhlutans 17-6. Snæfell komst sjö stigum yfir í upphafi fjórða leikhluta þar sem Hafþór Ingi Gunnarsson hrökk í gang og setti niður átta stig á tæpum þremur mínútum. Snæfell var 97-91 yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en Keflavík vann lokakafla leiksins 9-3 og tryggði sér framlengingu. Charles Michael Parker jafnaði leikinn í, 100-100, skömmu fyrir leikslok. Snæfellingar voru áfram með frumkvæðið í framlengingunni og komust fimm stigum yfir, 109-104. Keflavík náði að jafna leikinn í 109-109 og það var síðan jafnt á öllum tölum í lokin. Charles Michael Parker var allt í öllu á lokamínútum leiksins og tryggði Keflavík 115-113 sigur með tveggja stiga körfu rétt fyrir leikslok. Parker skoraði alls átta stig í framlenginunni sem Keflavík vann 15-13.Snæfell-Keflavík 113-115 (50-41, 100-100)Snæfell: Hafþór Ingi Gunnarsson 23, Quincy Hankins-Cole 23/12 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 22/5 fráköst, Marquis Sheldon Hall 20/5 fráköst/9 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14, Ólafur Torfason 6/8 fráköst, Egill Egilsson 3, Sveinn Arnar Davidsson 2.Keflavík: Steven Gerard Dagustino 36/4 fráköst/5 stoðsendingar, Charles Michael Parker 32/12 fráköst, Jarryd Cole 23/10 fráköst, Almar Stefán Guðbrandsson 14/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 8, Hafliði Már Brynjarsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Keflvíkingar tóku þriðja sætið af KR-ingum með því að vinna dramatískan 115-113 sigur á Snæfelli í framlengdum leik í Iceland Express deild karla í Stykkishólmi í kvöld. Charles Michael Parker var hetja Keflavíkurliðsins því hann tryggði liðinu bæði framlengingu sem og sigurinn með því að skora sigurkörfuna í lok framlengingarinnar. Parker skoraði 10 af 32 stigum sínum á framlengingu og síðustu sókn venjulegs leiktíma. Parker skoraði eins og áður sagði 32 stig en hann tók einnig 12 fráköst. Steven Gerard Dagustino var stigahæstur hjá Keflavík með 36 stig og Jarryd Cole var með 23 stig og 10 fráköst. Almar Stefán Guðbrandsson var stigahæstur íslensku leikmannann með 14 stig. Hafþór Ingi Gunnarsson og Quincy Hankins-Cole skoruðu báðir 23 stig fyrir Snæfell og Marquis Sheldon Hall var með 20 stig og 9 stoðsendingar. Keflvíkingar byrjuðu vel og komust í 13-3 og 16-7 í upphafi leiks. Það tók Snæfellinga þó aðeins tvær mínútur að komast yfir en Hólmarar skoruðu þá fjórtán stig í röð og voru síðan með fjögurra stiga forskot, 23-19, eftir fyrsta leikhlutann. Snæfellingar héldu frumkvæðinu í öðrum leikhlutanum og voru 49-41 yfir í hálfleik. Snæfellsliðið skoraði sjö fyrstu stigin í seinni hálfleik og var um leið komið með fimmtán stiga forskot, 56-41. Keflvíkingar tóku aftur á móti við sér eftir leikhlé Sigurðar Ingimundarsonar og munurinn var bara tvö stig, 74-72, fyrir lokaleikhlutann eftir að Keflavíkurliðið vann síðustu fjórar mínútur leikhlutans 17-6. Snæfell komst sjö stigum yfir í upphafi fjórða leikhluta þar sem Hafþór Ingi Gunnarsson hrökk í gang og setti niður átta stig á tæpum þremur mínútum. Snæfell var 97-91 yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en Keflavík vann lokakafla leiksins 9-3 og tryggði sér framlengingu. Charles Michael Parker jafnaði leikinn í, 100-100, skömmu fyrir leikslok. Snæfellingar voru áfram með frumkvæðið í framlengingunni og komust fimm stigum yfir, 109-104. Keflavík náði að jafna leikinn í 109-109 og það var síðan jafnt á öllum tölum í lokin. Charles Michael Parker var allt í öllu á lokamínútum leiksins og tryggði Keflavík 115-113 sigur með tveggja stiga körfu rétt fyrir leikslok. Parker skoraði alls átta stig í framlenginunni sem Keflavík vann 15-13.Snæfell-Keflavík 113-115 (50-41, 100-100)Snæfell: Hafþór Ingi Gunnarsson 23, Quincy Hankins-Cole 23/12 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 22/5 fráköst, Marquis Sheldon Hall 20/5 fráköst/9 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14, Ólafur Torfason 6/8 fráköst, Egill Egilsson 3, Sveinn Arnar Davidsson 2.Keflavík: Steven Gerard Dagustino 36/4 fráköst/5 stoðsendingar, Charles Michael Parker 32/12 fráköst, Jarryd Cole 23/10 fráköst, Almar Stefán Guðbrandsson 14/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 8, Hafliði Már Brynjarsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira