Lánamarkaðir svo gott sem lokaðir fyrir Ítalíu Magnús Halldórsson skrifar 7. nóvember 2011 13:03 Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, getur varla leyft sér að brosa þessa dagana. Álag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu náði nú skömmu fyrir hádegi hæsta gildi sem það hefur mælst í á þessu ári. Álagið er nú 6,64%. Þetta þýðir að fjármagnskostnaður landsins er það hár að nær ómögulegt er fyrir landi að endurfjármagna skuldir sínar en áhyggjur af fjárhagsvanda Ítalíu hafa farið vaxandi undanfarna daga. Vandi Ítalíu er mun stærra vandamál fyrir evrusvæðið heldur en vandi Grikklands. Gríska hagkerfið er aðeins 2% af evruhagkerfinu, eða litlu minna en nemur hagkerfinu í Katalóníu innan Spánar. Ítalía er hins vegar þriðja stærsta hagkerfið á evrusvæðinu, á eftir því franska og þýska. Það er þrennt sem veldur áhyggjur, af því er fram kemur á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Miklar ríkisskuldir, veikburða fjármálastofnanir og pólitísk óvissa. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þegar tekið stöðu Ítalíu til skoðunar og fól leiðtogafundur 20 stærstu iðnríkja heims, G20, sjóðnum að vera eins konar yfirboðvald landsins. Almennt er álitið að Silvio Berlusconi, forsætisráðherra, sé búinn að missa pólitísk tök á efnahagsmálum landsins en hann freistar þess nú að þétta raðirnar í ríkisstjórn sinni með það fyrir augum að koma í veg fyrir efnahagsvandi landsins magnist. Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Álag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu náði nú skömmu fyrir hádegi hæsta gildi sem það hefur mælst í á þessu ári. Álagið er nú 6,64%. Þetta þýðir að fjármagnskostnaður landsins er það hár að nær ómögulegt er fyrir landi að endurfjármagna skuldir sínar en áhyggjur af fjárhagsvanda Ítalíu hafa farið vaxandi undanfarna daga. Vandi Ítalíu er mun stærra vandamál fyrir evrusvæðið heldur en vandi Grikklands. Gríska hagkerfið er aðeins 2% af evruhagkerfinu, eða litlu minna en nemur hagkerfinu í Katalóníu innan Spánar. Ítalía er hins vegar þriðja stærsta hagkerfið á evrusvæðinu, á eftir því franska og þýska. Það er þrennt sem veldur áhyggjur, af því er fram kemur á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Miklar ríkisskuldir, veikburða fjármálastofnanir og pólitísk óvissa. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þegar tekið stöðu Ítalíu til skoðunar og fól leiðtogafundur 20 stærstu iðnríkja heims, G20, sjóðnum að vera eins konar yfirboðvald landsins. Almennt er álitið að Silvio Berlusconi, forsætisráðherra, sé búinn að missa pólitísk tök á efnahagsmálum landsins en hann freistar þess nú að þétta raðirnar í ríkisstjórn sinni með það fyrir augum að koma í veg fyrir efnahagsvandi landsins magnist.
Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira