Þormóður Jónsson keppti í nótt á heimsmeistaramótinu í opnum flokki í júdó en tapaði í fyrstu umferð fyrir Rússanum Aslan Kambiev.
Kambiev var að keppa á heimavelli en mótið fór fram í Tyumen í Rússlandi. Hann féll þó úr leik í næstu umferð eftir að hafa tapað fyrir Japananum Keiji Suzuki, fyrrum Ólympíumeistara í þungavigt. Hann er nú kominn í undanúrslit.
Þormóður keppir næst á heimsbikarmóti á Samoa-eyjum þann 11. nóvember og svo í Amsterdam níu dögum síðar. Það er punktamót fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum á næsta ári.
Þormóður féll úr leik í fyrstu umferð
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Sektin hans Messi er leyndarmál
Fótbolti



Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma
Enski boltinn


Komnir með þrettán stiga forskot
Enski boltinn