Keppir á PGA mótaröðinni þrátt fyrir tvær hjartaígræðslur Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 30. október 2011 23:08 Erik Compton er ekki þekktasti kylfingur heims en hann gæti átt eftir að stela athyglinni á PGA mótaröðinni á næsta keppnistímabili. AP Erik Compton er ekki þekktasti kylfingur heims en hann gæti átt eftir að stela athyglinni á PGA mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Hinn 31 árs gamli Compton hefur tvívegis fengið nýtt hjarta grætt í sig og þrátt fyrir þá erfiðleika hefur hann tryggt sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð heims. Compton endaði í hópi 25 efstu á peningalistan Nationwide mótaraðarinnar sem er nokkurs konar B-deild fyrir PGA mótaröðina. Og sá árangur tryggði honum keppnisrétt á meðal þeirra bestu. Compton endaði í 13. sæti á peningalistanum en hann fór langt með að tryggja sér eitt af 25 efstu sætunum með því að sigra á móti í Mexíkó í júní. Alls fékk hann um 27 milljónir kr. í verðlaunafé á Nationwide mótaröðinni. Compton hefur verið vinsæll boðsgestur á PGA mótum á undanförnum misserum og alls hefur hann leikið á 30 PGA mótum. Hann hefur aldrei fyrr verið með keppnisrétt á mótaröðinni. „Þetta er kraftaverk, það sem ég hef afrekað er ekkert annað en kraftaverk," sagði Compton sem á ættir að rekja til Noregs og er hann með tvöfalt ríkisfang. Bandarískt og norskt. Þegar hann var 12 ára gamall var nýtt hjarta grætt í hann og árið 2008 þurfti hann að fara í aðra slíka aðgerð. Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Erik Compton er ekki þekktasti kylfingur heims en hann gæti átt eftir að stela athyglinni á PGA mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Hinn 31 árs gamli Compton hefur tvívegis fengið nýtt hjarta grætt í sig og þrátt fyrir þá erfiðleika hefur hann tryggt sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð heims. Compton endaði í hópi 25 efstu á peningalistan Nationwide mótaraðarinnar sem er nokkurs konar B-deild fyrir PGA mótaröðina. Og sá árangur tryggði honum keppnisrétt á meðal þeirra bestu. Compton endaði í 13. sæti á peningalistanum en hann fór langt með að tryggja sér eitt af 25 efstu sætunum með því að sigra á móti í Mexíkó í júní. Alls fékk hann um 27 milljónir kr. í verðlaunafé á Nationwide mótaröðinni. Compton hefur verið vinsæll boðsgestur á PGA mótum á undanförnum misserum og alls hefur hann leikið á 30 PGA mótum. Hann hefur aldrei fyrr verið með keppnisrétt á mótaröðinni. „Þetta er kraftaverk, það sem ég hef afrekað er ekkert annað en kraftaverk," sagði Compton sem á ættir að rekja til Noregs og er hann með tvöfalt ríkisfang. Bandarískt og norskt. Þegar hann var 12 ára gamall var nýtt hjarta grætt í hann og árið 2008 þurfti hann að fara í aðra slíka aðgerð.
Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira