Keppir á PGA mótaröðinni þrátt fyrir tvær hjartaígræðslur Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 30. október 2011 23:08 Erik Compton er ekki þekktasti kylfingur heims en hann gæti átt eftir að stela athyglinni á PGA mótaröðinni á næsta keppnistímabili. AP Erik Compton er ekki þekktasti kylfingur heims en hann gæti átt eftir að stela athyglinni á PGA mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Hinn 31 árs gamli Compton hefur tvívegis fengið nýtt hjarta grætt í sig og þrátt fyrir þá erfiðleika hefur hann tryggt sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð heims. Compton endaði í hópi 25 efstu á peningalistan Nationwide mótaraðarinnar sem er nokkurs konar B-deild fyrir PGA mótaröðina. Og sá árangur tryggði honum keppnisrétt á meðal þeirra bestu. Compton endaði í 13. sæti á peningalistanum en hann fór langt með að tryggja sér eitt af 25 efstu sætunum með því að sigra á móti í Mexíkó í júní. Alls fékk hann um 27 milljónir kr. í verðlaunafé á Nationwide mótaröðinni. Compton hefur verið vinsæll boðsgestur á PGA mótum á undanförnum misserum og alls hefur hann leikið á 30 PGA mótum. Hann hefur aldrei fyrr verið með keppnisrétt á mótaröðinni. „Þetta er kraftaverk, það sem ég hef afrekað er ekkert annað en kraftaverk," sagði Compton sem á ættir að rekja til Noregs og er hann með tvöfalt ríkisfang. Bandarískt og norskt. Þegar hann var 12 ára gamall var nýtt hjarta grætt í hann og árið 2008 þurfti hann að fara í aðra slíka aðgerð. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Erik Compton er ekki þekktasti kylfingur heims en hann gæti átt eftir að stela athyglinni á PGA mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Hinn 31 árs gamli Compton hefur tvívegis fengið nýtt hjarta grætt í sig og þrátt fyrir þá erfiðleika hefur hann tryggt sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð heims. Compton endaði í hópi 25 efstu á peningalistan Nationwide mótaraðarinnar sem er nokkurs konar B-deild fyrir PGA mótaröðina. Og sá árangur tryggði honum keppnisrétt á meðal þeirra bestu. Compton endaði í 13. sæti á peningalistanum en hann fór langt með að tryggja sér eitt af 25 efstu sætunum með því að sigra á móti í Mexíkó í júní. Alls fékk hann um 27 milljónir kr. í verðlaunafé á Nationwide mótaröðinni. Compton hefur verið vinsæll boðsgestur á PGA mótum á undanförnum misserum og alls hefur hann leikið á 30 PGA mótum. Hann hefur aldrei fyrr verið með keppnisrétt á mótaröðinni. „Þetta er kraftaverk, það sem ég hef afrekað er ekkert annað en kraftaverk," sagði Compton sem á ættir að rekja til Noregs og er hann með tvöfalt ríkisfang. Bandarískt og norskt. Þegar hann var 12 ára gamall var nýtt hjarta grætt í hann og árið 2008 þurfti hann að fara í aðra slíka aðgerð.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira