Óljóst hver fær milljónina - mun borga með bros á vör 26. október 2011 17:50 Verðmæti úranna voru mest 70 milljónir króna. Mynd / Stefán Karlsson „Þetta hefði ekki bara verið mikið tap, heldur hræðilegt ef málið hefði verið óupplýst um ókomna tíð," segir sonur Franks Michelsen, Róbert, en lögreglan tilkynnti í dag að hún væri búin að endurheimt þýfið, alls 49 úr, sem voru tekin í bíræfnu ráni í skartgripabúðinni á Laugaveginum fyrir níu dögum síðan. Einn hefur verið handtekinn og þrír aðrir eftirlýstir. Verðmæti úranna voru á bilinu 50 - 70 milljónir króna. Róbert segir fjölskylduna ótrúlega þakkláta lögreglunni, sem tókst að upplýsa rán sem lögregluembætti í Evrópu eiga í fyllstu erfiðleikum með, en upp hafa komið keimlík rán í skarptgripabúðum í öðrum löndum. Svo virðist sem ræningjarnir, sem eru allir pólskir að uppruna, hafi komið hingað til lands gagngert til þess að ræna búðina. Þeir hafa engin tengsl við Ísland svo vitað sé. „Við erum bara gríðarleg þakklát lögreglunni fyrir óeigingjarnt og þrotlaust starf en við vitum hversu erfiðar aðstæður lögreglumenn vinna við, svo ég tali nú ekki um lág laun," segir Róbert. Það er ljóst að lögreglan mun ekki þiggja milljónina sem Frank lofaði hverjum þeim sem gæti gefið upplýsingar um málið. Róbert segist ekki vita til þess að lögreglan hafi upplýst málið vegna vísbendinga frá almenningi, „sé svo þá mun faðir minn borga milljónina með bros á vör," segir Róbert sem ítrekar þakklæti fjölskyldunnar til lögreglunnar. Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Þetta hefði ekki bara verið mikið tap, heldur hræðilegt ef málið hefði verið óupplýst um ókomna tíð," segir sonur Franks Michelsen, Róbert, en lögreglan tilkynnti í dag að hún væri búin að endurheimt þýfið, alls 49 úr, sem voru tekin í bíræfnu ráni í skartgripabúðinni á Laugaveginum fyrir níu dögum síðan. Einn hefur verið handtekinn og þrír aðrir eftirlýstir. Verðmæti úranna voru á bilinu 50 - 70 milljónir króna. Róbert segir fjölskylduna ótrúlega þakkláta lögreglunni, sem tókst að upplýsa rán sem lögregluembætti í Evrópu eiga í fyllstu erfiðleikum með, en upp hafa komið keimlík rán í skarptgripabúðum í öðrum löndum. Svo virðist sem ræningjarnir, sem eru allir pólskir að uppruna, hafi komið hingað til lands gagngert til þess að ræna búðina. Þeir hafa engin tengsl við Ísland svo vitað sé. „Við erum bara gríðarleg þakklát lögreglunni fyrir óeigingjarnt og þrotlaust starf en við vitum hversu erfiðar aðstæður lögreglumenn vinna við, svo ég tali nú ekki um lág laun," segir Róbert. Það er ljóst að lögreglan mun ekki þiggja milljónina sem Frank lofaði hverjum þeim sem gæti gefið upplýsingar um málið. Róbert segist ekki vita til þess að lögreglan hafi upplýst málið vegna vísbendinga frá almenningi, „sé svo þá mun faðir minn borga milljónina með bros á vör," segir Róbert sem ítrekar þakklæti fjölskyldunnar til lögreglunnar.
Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira