Cardinals tryggði sér titilinn í nótt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2011 11:00 Leikmenn Cardinals fagna í nótt. Nordic Photos / Getty Images Ótrúleg saga St. Louis Cardinals fékk góðan endi í nótt er liðið tryggði sér titilinn í bandarísku MLB-deildinni í hafnabolta. Liðið hafði betur, 6-2, gegn Texas Rangers í oddaleik liðanna í St. Louis í nótt. Í ágúst síðastliðnum reiknaði enginn með því að Cardinals kæmist einu sinni í úrslitakeppnina. Liðið komst svo á ótrúlegan sprett í september og náði að tryggja sig inn í úrslitakeppnina á lokadegi deildakeppninnar. Liðið vann svo hvern andstæðinginn á fætur öðrum í úrslitakeppninni og komst í sjálfa úrslitarimmuna, World Series, þar sem liðið mætti Rangers. Rangers komst í 3-2 forystu í rimmunni og var aðeins einu kasti frá því að tryggja sér sigurinn í venjulegum leiktíma í sjötta leik liðanna í fyrrakvöld. Cardinals jafnaði en Rangers var svo aftur einu höggi frá því að tryggja sér sigurinn í tíundu lotu. Aftur jafnaði Cardinals og vann svo ótrúlegan 10-9 sigur í elleftu lotunni. Leikurinn í nótt var ekki jafn spennandi en mestu munaði þegar að Cardinals breytti stöðunni úr 3-2 í 5-2 í fimmtu lotunni. Forystu Cardinals var aldrei ógnað eftir þetta og fögnuðu heimamenn glæsilegum árangri. David Freese, sem tryggði Cardinals áðurnefndan sigur í fyrrakvöld, var valinn besti leikmaður úrslitarimmunnar. Þetta er í ellefta sinn sem Cardinals vinur titilinn en síðast gerðist það árið 2006. Rangers hefur aldrei unnið titilinn en þetta er annað árið í röð sem liðið tapar í World Series. Félagið var stofnað árið 1961 og keppt undir nafninu Texas Rangers síðan 1972. Erlendar Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Ótrúleg saga St. Louis Cardinals fékk góðan endi í nótt er liðið tryggði sér titilinn í bandarísku MLB-deildinni í hafnabolta. Liðið hafði betur, 6-2, gegn Texas Rangers í oddaleik liðanna í St. Louis í nótt. Í ágúst síðastliðnum reiknaði enginn með því að Cardinals kæmist einu sinni í úrslitakeppnina. Liðið komst svo á ótrúlegan sprett í september og náði að tryggja sig inn í úrslitakeppnina á lokadegi deildakeppninnar. Liðið vann svo hvern andstæðinginn á fætur öðrum í úrslitakeppninni og komst í sjálfa úrslitarimmuna, World Series, þar sem liðið mætti Rangers. Rangers komst í 3-2 forystu í rimmunni og var aðeins einu kasti frá því að tryggja sér sigurinn í venjulegum leiktíma í sjötta leik liðanna í fyrrakvöld. Cardinals jafnaði en Rangers var svo aftur einu höggi frá því að tryggja sér sigurinn í tíundu lotu. Aftur jafnaði Cardinals og vann svo ótrúlegan 10-9 sigur í elleftu lotunni. Leikurinn í nótt var ekki jafn spennandi en mestu munaði þegar að Cardinals breytti stöðunni úr 3-2 í 5-2 í fimmtu lotunni. Forystu Cardinals var aldrei ógnað eftir þetta og fögnuðu heimamenn glæsilegum árangri. David Freese, sem tryggði Cardinals áðurnefndan sigur í fyrrakvöld, var valinn besti leikmaður úrslitarimmunnar. Þetta er í ellefta sinn sem Cardinals vinur titilinn en síðast gerðist það árið 2006. Rangers hefur aldrei unnið titilinn en þetta er annað árið í röð sem liðið tapar í World Series. Félagið var stofnað árið 1961 og keppt undir nafninu Texas Rangers síðan 1972.
Erlendar Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira