Lítið eftir af tímabilinu í Tungufljóti Karl Lúðvíksson skrifar 12. október 2011 10:04 Mynd af www.svfr.is Þegar að vatn tók loks að sjatna í Tungufljóti í Skaftafellssýslu kom í ljós að frekar lítið var af fiski undir. Vika er eftir að veiðitímanum í fljótinu. Holl sem fékk fljótið í sjatnandi vatni frá laugardegi til mánudags fékk ákjósanlegar aðstæður á sunnudeginum. Veiddust níu fiskar á tveimur dögum, einn átta punda, þrír um fimm pundin og aðrir minni. Á laugardeginum hafði áin verið brún og bólgin, en á sunnudeginum var milt veður og aðstæður eins og best verður á kosið. Í ljósi þessa urðu veiðimenn fyrir nokkrum vonbrigðum, en lítið virtist af fiski í ofanverðu fljótinu. Einn náðist úr Breiðufor, og einn misstist í Fitjabakka og Klapparhyl. Er þar með upptalið lífið sem fannst í uppánni. Í vatnamótunum við Eldvatn var eitthvað líf, og veiddust þar nýgengnir geldfiskar. Í ljósi þess að komið var viku fram í október er ljóst að lítið er af fiski, a.m.k ef mið er tekið af veiðitölum helgarinnar. Tungufljót er hins vegar óútreiknanlegt og í ljósi þess að enn er vika til stefnu, og veður hlýnandi á nýjan leik, þá er ekki loku fyrir það skotið að veiðimenn lendi í uppgripum. Það er enn of snemmt að afskrifa fljótið. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði
Þegar að vatn tók loks að sjatna í Tungufljóti í Skaftafellssýslu kom í ljós að frekar lítið var af fiski undir. Vika er eftir að veiðitímanum í fljótinu. Holl sem fékk fljótið í sjatnandi vatni frá laugardegi til mánudags fékk ákjósanlegar aðstæður á sunnudeginum. Veiddust níu fiskar á tveimur dögum, einn átta punda, þrír um fimm pundin og aðrir minni. Á laugardeginum hafði áin verið brún og bólgin, en á sunnudeginum var milt veður og aðstæður eins og best verður á kosið. Í ljósi þessa urðu veiðimenn fyrir nokkrum vonbrigðum, en lítið virtist af fiski í ofanverðu fljótinu. Einn náðist úr Breiðufor, og einn misstist í Fitjabakka og Klapparhyl. Er þar með upptalið lífið sem fannst í uppánni. Í vatnamótunum við Eldvatn var eitthvað líf, og veiddust þar nýgengnir geldfiskar. Í ljósi þess að komið var viku fram í október er ljóst að lítið er af fiski, a.m.k ef mið er tekið af veiðitölum helgarinnar. Tungufljót er hins vegar óútreiknanlegt og í ljósi þess að enn er vika til stefnu, og veður hlýnandi á nýjan leik, þá er ekki loku fyrir það skotið að veiðimenn lendi í uppgripum. Það er enn of snemmt að afskrifa fljótið. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði