Besta handboltadómarapar landsins, Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, verða á ferðinni í Madrid um helgina þar sem þeir dæma stórleik í Meistaradeildinni.
Um er að ræða leik Atletico Madrid og MKB Veszprem frá Ungverjalandi.
Atletico Madrid er nýtt lið í deildinni en samt gamalkunnugur mannskapur enda í raun og veru lið Ciudad Real.
Ekki var lengur hægt að halda úti liði í Ciudad og því flutti það sig um set til Madrid þar sem það fékk inni hjá Atletico.

