Ökuþórinn Dan Wheldon lét lífið í kvöld þegar fimmtán bílar lentu í árekstri í Las Vegas Indy 300-keppninni. Wheldon var aðeins 33 ára gamall.
Wheldon var einn af fremstu ökumönnum Bandaríkjanna og hann vann hina frægu Indy 500-keppni í maí síðastliðnum. Hann hafði unnið keppnina einu sinni áður.
Bíllinn hans Wheldon flaug yfir annan bíl og lenti á veggnum.
Myndband af árekstrinum má sjá hér að ofan.
