Merritt keppir á ÓL í London þrátt fyrir skrautlegt lyfjamál Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. október 2011 12:15 Bandaríski hlauparinn LaShawn Merrittm hér fyrir miðju, féll á lyfjaprófi vegna notkunar á lyfi sem átti að stækka getnaðarlim hans. AP Bandaríski hlauparinn LaShawn Merritt getur mætt í titilvörnina í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í London á næsta ári þrátt fyrir að hann hafi fallið á lyfjaprófi í apríl 2010. Í kjölfarið fékk hann tveggja ára keppnisbann og átti þar með einnig að fá sjálfkrafa keppnisbann á næstu ólympíuleikum. Meritt og bandaríska ólympíunefndin áfrýjuðu þeirri reglu til gerðardóms sem úrskurðaði Meritt í hag. Samkvæmt reglum sem tóku gildi árið 2008 geta íþróttamenn sem fá 6 mánaða keppnisbann eða lengra ekki tekið þátt á Ólympíuleikum. Með þessari reglu átti að senda skýr skilaboð til þeirra sem ætluðu sér að hafa rangt við með notkun á ólöglegum lyfjum. Lyfjamál Merritt er allt hið vandræðalegasta. Hann reyndist hafa tekið inn lyfið ExtenZe sem hann notaði í góðri trú að það myndi stækka getnarlim hans. Engum sögum fer af áhrifum lyfsins. Það inniheldur steralyfið dehydroepiandrosterone sem er á bannlista Alþjóða Ólympíunefndarinnar, IOC, og Meritt féll á lyfjaprófi í kjölfarið. Gerðardómur komst að þeirri niðurstöðu að hin umdeilda regla nr. 45 sem IOC setti árið 2008 standist ekki lög. Keppnisbann Merritt var stytt í 21 mánuð og lauk hann „afplánun“ fyrr á þessu ári. Helstu rök bandarísku ólympíunefndarinnar í málinu voru þau að Merritt hefði tekið út sína refsingu með tæplega tveggja ára keppnisbanni og að IOC væri að refsa honum á ný með því að banna honum að taka þátt á ÓL í London á næsta ári. Dómurinn mun eflaust hafa þau áhrif að fleiri íþróttamenn sem draga á eftir sér miður skemmtilega „lyfjasögu“ fái þrátt fyrir allt að taka þátt á ÓL 2012. Frá því að keppnsibanninu var aflétt hjá Merritt hefur hann tekið þátt á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Suður-Kóreu í ágúst. Þar var hann annar í 400 metra hlaupinu á eftir Kirani James frá Grenada. Merritt vann til gullverðlauna með bandarsku boðhlaupssveitinni í 4x400 m. Erlendar Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sjá meira
Bandaríski hlauparinn LaShawn Merritt getur mætt í titilvörnina í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í London á næsta ári þrátt fyrir að hann hafi fallið á lyfjaprófi í apríl 2010. Í kjölfarið fékk hann tveggja ára keppnisbann og átti þar með einnig að fá sjálfkrafa keppnisbann á næstu ólympíuleikum. Meritt og bandaríska ólympíunefndin áfrýjuðu þeirri reglu til gerðardóms sem úrskurðaði Meritt í hag. Samkvæmt reglum sem tóku gildi árið 2008 geta íþróttamenn sem fá 6 mánaða keppnisbann eða lengra ekki tekið þátt á Ólympíuleikum. Með þessari reglu átti að senda skýr skilaboð til þeirra sem ætluðu sér að hafa rangt við með notkun á ólöglegum lyfjum. Lyfjamál Merritt er allt hið vandræðalegasta. Hann reyndist hafa tekið inn lyfið ExtenZe sem hann notaði í góðri trú að það myndi stækka getnarlim hans. Engum sögum fer af áhrifum lyfsins. Það inniheldur steralyfið dehydroepiandrosterone sem er á bannlista Alþjóða Ólympíunefndarinnar, IOC, og Meritt féll á lyfjaprófi í kjölfarið. Gerðardómur komst að þeirri niðurstöðu að hin umdeilda regla nr. 45 sem IOC setti árið 2008 standist ekki lög. Keppnisbann Merritt var stytt í 21 mánuð og lauk hann „afplánun“ fyrr á þessu ári. Helstu rök bandarísku ólympíunefndarinnar í málinu voru þau að Merritt hefði tekið út sína refsingu með tæplega tveggja ára keppnisbanni og að IOC væri að refsa honum á ný með því að banna honum að taka þátt á ÓL í London á næsta ári. Dómurinn mun eflaust hafa þau áhrif að fleiri íþróttamenn sem draga á eftir sér miður skemmtilega „lyfjasögu“ fái þrátt fyrir allt að taka þátt á ÓL 2012. Frá því að keppnsibanninu var aflétt hjá Merritt hefur hann tekið þátt á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Suður-Kóreu í ágúst. Þar var hann annar í 400 metra hlaupinu á eftir Kirani James frá Grenada. Merritt vann til gullverðlauna með bandarsku boðhlaupssveitinni í 4x400 m.
Erlendar Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sjá meira