Umfjöllun: Kennslustund í knattspyrnu á Akureyri Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 28. september 2011 15:31 Rakel Hönnudóttr. Mynd/Stefán Eitt besta félagslið heims sýndi hvernig á að spila fótbolta þegar það vann öruggan sigur á Þór/KA í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á Akureyri í dag. Lokatölur voru 0-6 fyrir Potsdam. Turbine Potsdam er með eitt allra besta félagslið heims. Það vann þýska meistaratitilinn þriðja árið í röð í vor og hefur alls orðið þýskur meistari fimm sinnum frá og með árinu 2004. Það varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum en tapaði í úrslitaleiknum í fyrra. Liðið vann Val samtals 19-2 í Evrópukeppninni árið 2005. Þrátt fyrir að vera töluvert lakari á pappírunum margfrægu létu Akureyrarstelpur vel fyrir sér finna. Þær tækluðu strax um allan völl og létu gestina finna fyrir íslenskri gestrisni. Potsdam náðu þó fljótlega undirtökunum og komst yfir með slysalegu sjálfsmarki. Arna Sif Ásgrímsdóttir sparkaði þá boltanum í eigið mark eftir fyrirgjöf. Skömmu síðar skoraði heimsmeistarinn Yuki Nagasato eftir stungusendingu og staðan orðin 2-0 eftir 14 mínútur. Þrátt fyrir það opnaðist ekki fyrir neinar flóðgáttir en Helena Jónsdóttir varði nokkrum sinnum frábærlega í markinu. Helena er aðeins 18 ára en var örugg í öllum sínum aðgerðum og varði oft mjög vel, við erfiðar aðstæður. Völlurinn var rennandi blautur og erfitt að fóta sig. Þór/KA fékk tvö ágæt færi, Mateja Zver og Sandra María Jessen skutu báðar yfir úr svipuðu færi, aðþrengdar. Staðan í hálfleik var 0-2 fyrir Potsdam, verðskulduð staða. Seinni hálfleikur var ekki gamall þegar leikmenn Potsdam fengu alltof mikinn tíma í teignum og eftir einfalda sendingu skoraði Yuki aftur, nú af stuttu færi. Yuki innsiglaði svo þrennu sína en þá var farið að draga verulega af Þór/KA. Þær eru ekki vanar að spila svona hraðan leik og Potsdam keyrði yfir þær á lokakaflanum. Fimmta markið var einfalt, það skoraði Peter Babett af stuttu færi eftir fyrirgjöf og Anonma Genoveva potaði svo boltanum í markið þegar hún komst ein gegn Helenu. Staðan orðin 0-6. Leikurinn fjaraði svo út án frekari marka, en Potsdam fékk fleiri færi til að bæta við mörkum. Lið Potsdam spilaði virkilega vel á milli sín, hreyfingar án bolta voru frábærar og leikskilningurinn mikill. Þór/KA barðist virkilega vel en eðlilega dró af liðinu þegar leið á. Það á litla möguleika á að komast áfram en seinni leikurinn er ytra í næstu viku.Þór/KA 0-6 Turbine Potsdam 0-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir - Sjálfsmark(11.) 0-2 Yuki Nagasato (14.) 0-3 Yuki Nagasato (50.) 0-4 Yuki Nagasato (56.) 0-5 Peter Babett (74.) 0-6 Anonma Genoveva (76.)Skot (á mark): 7-22 (3-13)Varin skot: Helena 7 – 0 Berger/Maher 3Horn: 0-10Aukaspyrnur fengnar: 8-8Rangstöður: 0-1Áhorfendur: 530 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins sem og leikmannahópa liðanna. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Eitt besta félagslið heims sýndi hvernig á að spila fótbolta þegar það vann öruggan sigur á Þór/KA í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á Akureyri í dag. Lokatölur voru 0-6 fyrir Potsdam. Turbine Potsdam er með eitt allra besta félagslið heims. Það vann þýska meistaratitilinn þriðja árið í röð í vor og hefur alls orðið þýskur meistari fimm sinnum frá og með árinu 2004. Það varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum en tapaði í úrslitaleiknum í fyrra. Liðið vann Val samtals 19-2 í Evrópukeppninni árið 2005. Þrátt fyrir að vera töluvert lakari á pappírunum margfrægu létu Akureyrarstelpur vel fyrir sér finna. Þær tækluðu strax um allan völl og létu gestina finna fyrir íslenskri gestrisni. Potsdam náðu þó fljótlega undirtökunum og komst yfir með slysalegu sjálfsmarki. Arna Sif Ásgrímsdóttir sparkaði þá boltanum í eigið mark eftir fyrirgjöf. Skömmu síðar skoraði heimsmeistarinn Yuki Nagasato eftir stungusendingu og staðan orðin 2-0 eftir 14 mínútur. Þrátt fyrir það opnaðist ekki fyrir neinar flóðgáttir en Helena Jónsdóttir varði nokkrum sinnum frábærlega í markinu. Helena er aðeins 18 ára en var örugg í öllum sínum aðgerðum og varði oft mjög vel, við erfiðar aðstæður. Völlurinn var rennandi blautur og erfitt að fóta sig. Þór/KA fékk tvö ágæt færi, Mateja Zver og Sandra María Jessen skutu báðar yfir úr svipuðu færi, aðþrengdar. Staðan í hálfleik var 0-2 fyrir Potsdam, verðskulduð staða. Seinni hálfleikur var ekki gamall þegar leikmenn Potsdam fengu alltof mikinn tíma í teignum og eftir einfalda sendingu skoraði Yuki aftur, nú af stuttu færi. Yuki innsiglaði svo þrennu sína en þá var farið að draga verulega af Þór/KA. Þær eru ekki vanar að spila svona hraðan leik og Potsdam keyrði yfir þær á lokakaflanum. Fimmta markið var einfalt, það skoraði Peter Babett af stuttu færi eftir fyrirgjöf og Anonma Genoveva potaði svo boltanum í markið þegar hún komst ein gegn Helenu. Staðan orðin 0-6. Leikurinn fjaraði svo út án frekari marka, en Potsdam fékk fleiri færi til að bæta við mörkum. Lið Potsdam spilaði virkilega vel á milli sín, hreyfingar án bolta voru frábærar og leikskilningurinn mikill. Þór/KA barðist virkilega vel en eðlilega dró af liðinu þegar leið á. Það á litla möguleika á að komast áfram en seinni leikurinn er ytra í næstu viku.Þór/KA 0-6 Turbine Potsdam 0-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir - Sjálfsmark(11.) 0-2 Yuki Nagasato (14.) 0-3 Yuki Nagasato (50.) 0-4 Yuki Nagasato (56.) 0-5 Peter Babett (74.) 0-6 Anonma Genoveva (76.)Skot (á mark): 7-22 (3-13)Varin skot: Helena 7 – 0 Berger/Maher 3Horn: 0-10Aukaspyrnur fengnar: 8-8Rangstöður: 0-1Áhorfendur: 530 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins sem og leikmannahópa liðanna.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira