Umfjöllun: Flottur sigur FH á Akureyri Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 29. september 2011 19:45 Oddur Gretarsson og Örn Ingi Bjarkarson í baráttunni. Fréttablaðið/Valli FH vann góðan sigur á Akureyri í uppgjöri liðanna sem háðu úrslitarimmu um titilinn í fyrra. FH vann 20-24. Sveinbjörn Pétursson byrjaði leikinn frábærlega í marki Akureyrar. Hann varði tvisvar frá Ólafi, frá Ragnari og Baldvin og víti frá Andra Berg. Akureyri komst í 5-0 á meðan. Sókn liðsins gekk smurt fyrir sig þrátt fyrir að Heimir Örn væri meiddur á bekknum. Hann gat ekkert spilað með en í hans stað á miðjunni var Jón Heiðar Sigurðsson. Hann leysti sitt hlutverk með prýði. Oddur leysti einnig af á miðjunni en eðlilega saknar liðsins Heimis. FH var ekki að spila vel í byrjun, sérstaklega var sókn liðsins slök. Hún var hæg og skot liðsins ekki góð. Það skoraði ekki fyrsta markið sitt fyrr en eftir 9 mínútur en það gerði Akureyringurinn Baldvin Þorsteinsson sem kom sér í mikinn ham. Hann og Daníel Andrésson í markinu komu FH aftur inn í leikinn. FH skoraði þrjú mörk í röð áður en Akureyri svaraði. Daníel varði vel og gaf Sveinbirni lítið eftir. FH jafnaði metin í 10-10 eftir vasklega framgöngu hjá Erni Inga Bjarkarsyni sem skoraði þrjú mörk á skömmum tíma. Staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Akureyri, Sveinbjörn hafði þá varið 11 skot, þar af tvö víti. Daníel var með sjö hinu megin og Baldvin og Örn með 9 af 11 mörkum FH. FH byrjaði seinni hálfleikinn á því að komast yfir, í 13-14. Akureyri missti boltann klaufalega frá sér í sókninni í þrígang, Bjarni þar af tvisvar. Eftir 10 mínútna leik var staðan 15-16 en FH hafði náð tveggja marka forystu. Á þeim tímapunkti voru Akureyringar mjög ósáttir með annan dómara leiksins, Arnar Sigurjónsson, sem á greinilega enn margt eftir ólært. Anton Gylfi Pálsson var hinsvegar með allt á hreinu, en allt kom fyrir ekki. FH komst svo þremur mörkum yfir en Daníel var að verja vel í markinu. Hörður Fannar meiddist hjá Akureyri og Guðlaugur þurfti að spila í sókn sem vörn. Illa farið með gamlan mann. Það gekk lítið upp hjá Akureyri sem skoraði aðeins þrjú mörk fyrstu 15 mínútur síðari hálfleiks. Sveinbjörn fór úr markinu og Stefán "Uxi" Guðnason kom sterkur inn, varði tvö skot í fyrstu sókn. Daníel slakaði hinsvegar ekkert á klónni hinum megin og hélt áfram að verja vel. Akureyri gekk ekkert að minnka forskot FH. Það komst fimm mörkum yfir og Daníel að verja frábærlega í markinu. Í lokin var sigurinn svo aldrei í hættu. Daníel var maður leiksins en eftir fyrstu 10 mínúturnar tók FH öll völd á vellinum. Það var einfaldlega betra. Það spilaði fína sókn og vörnin ágæt fyrir framan Daníel. Akureyri saknar Heimis augljóslega en sókn liðsins var heilt yfir ekki góð, utan fyrstu 10 mínútanna. Akureyri - FH 20 - 24 (12-11)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 5 (6), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (4), Geir Guðmundsson 4 (10), Oddur Gretarsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (6), Jón Heiðar Sigurðsson 1 (3). Varin skot: Stefán Guðnason 5 (10) 50%, Sveinbjörn Pétursson 14/2 (19) 42%,Hraðaupphlaup: 2 (Hörður, Oddur).Fiskuð víti: 0Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Baldvin Þorsteinsson 8/1 (10/2), Örn Ingi Bjarkason 5 (8), Ragnar Jóhannsson 3 (10), Ólafur Gústafsson 2 (5), Andri Berg Haraldsson 2 (7/1), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (4), Þorkell Magnússon 1 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Halldór Guðjónsson 0 (1). Varin skot: Daníel Andrésson 22 (39) 56%),Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 3, Örn, Ólafur).Fiskuð víti: 3 (Baldvin, Örn, Atli).Utan vallar: 10 mínútur.Áhorfendur: 758Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Arnar Sigurjónsson. Arnar á enn nokkuð eftir ólært en hann finnur ekki betri læriföður en Anton. Olís-deild karla Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Sjá meira
FH vann góðan sigur á Akureyri í uppgjöri liðanna sem háðu úrslitarimmu um titilinn í fyrra. FH vann 20-24. Sveinbjörn Pétursson byrjaði leikinn frábærlega í marki Akureyrar. Hann varði tvisvar frá Ólafi, frá Ragnari og Baldvin og víti frá Andra Berg. Akureyri komst í 5-0 á meðan. Sókn liðsins gekk smurt fyrir sig þrátt fyrir að Heimir Örn væri meiddur á bekknum. Hann gat ekkert spilað með en í hans stað á miðjunni var Jón Heiðar Sigurðsson. Hann leysti sitt hlutverk með prýði. Oddur leysti einnig af á miðjunni en eðlilega saknar liðsins Heimis. FH var ekki að spila vel í byrjun, sérstaklega var sókn liðsins slök. Hún var hæg og skot liðsins ekki góð. Það skoraði ekki fyrsta markið sitt fyrr en eftir 9 mínútur en það gerði Akureyringurinn Baldvin Þorsteinsson sem kom sér í mikinn ham. Hann og Daníel Andrésson í markinu komu FH aftur inn í leikinn. FH skoraði þrjú mörk í röð áður en Akureyri svaraði. Daníel varði vel og gaf Sveinbirni lítið eftir. FH jafnaði metin í 10-10 eftir vasklega framgöngu hjá Erni Inga Bjarkarsyni sem skoraði þrjú mörk á skömmum tíma. Staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Akureyri, Sveinbjörn hafði þá varið 11 skot, þar af tvö víti. Daníel var með sjö hinu megin og Baldvin og Örn með 9 af 11 mörkum FH. FH byrjaði seinni hálfleikinn á því að komast yfir, í 13-14. Akureyri missti boltann klaufalega frá sér í sókninni í þrígang, Bjarni þar af tvisvar. Eftir 10 mínútna leik var staðan 15-16 en FH hafði náð tveggja marka forystu. Á þeim tímapunkti voru Akureyringar mjög ósáttir með annan dómara leiksins, Arnar Sigurjónsson, sem á greinilega enn margt eftir ólært. Anton Gylfi Pálsson var hinsvegar með allt á hreinu, en allt kom fyrir ekki. FH komst svo þremur mörkum yfir en Daníel var að verja vel í markinu. Hörður Fannar meiddist hjá Akureyri og Guðlaugur þurfti að spila í sókn sem vörn. Illa farið með gamlan mann. Það gekk lítið upp hjá Akureyri sem skoraði aðeins þrjú mörk fyrstu 15 mínútur síðari hálfleiks. Sveinbjörn fór úr markinu og Stefán "Uxi" Guðnason kom sterkur inn, varði tvö skot í fyrstu sókn. Daníel slakaði hinsvegar ekkert á klónni hinum megin og hélt áfram að verja vel. Akureyri gekk ekkert að minnka forskot FH. Það komst fimm mörkum yfir og Daníel að verja frábærlega í markinu. Í lokin var sigurinn svo aldrei í hættu. Daníel var maður leiksins en eftir fyrstu 10 mínúturnar tók FH öll völd á vellinum. Það var einfaldlega betra. Það spilaði fína sókn og vörnin ágæt fyrir framan Daníel. Akureyri saknar Heimis augljóslega en sókn liðsins var heilt yfir ekki góð, utan fyrstu 10 mínútanna. Akureyri - FH 20 - 24 (12-11)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 5 (6), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (4), Geir Guðmundsson 4 (10), Oddur Gretarsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (6), Jón Heiðar Sigurðsson 1 (3). Varin skot: Stefán Guðnason 5 (10) 50%, Sveinbjörn Pétursson 14/2 (19) 42%,Hraðaupphlaup: 2 (Hörður, Oddur).Fiskuð víti: 0Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Baldvin Þorsteinsson 8/1 (10/2), Örn Ingi Bjarkason 5 (8), Ragnar Jóhannsson 3 (10), Ólafur Gústafsson 2 (5), Andri Berg Haraldsson 2 (7/1), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (4), Þorkell Magnússon 1 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Halldór Guðjónsson 0 (1). Varin skot: Daníel Andrésson 22 (39) 56%),Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 3, Örn, Ólafur).Fiskuð víti: 3 (Baldvin, Örn, Atli).Utan vallar: 10 mínútur.Áhorfendur: 758Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Arnar Sigurjónsson. Arnar á enn nokkuð eftir ólært en hann finnur ekki betri læriföður en Anton.
Olís-deild karla Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti