Eyleifur Ísak Jóhannesson var um helgina valinn einn af þremur þjálfurum ársins hjá samtökum sundþjálfara í Danmörku. Eyleifur var valinn unglingaþjálfari ársins en hann var einnig tilnefndur sem þjálfari ársins.
Skagamaðurinn er yfirþjálfari hjá Aalborg Svömmeklubb í Álaborg og þar hefur árangur hinnar stórefnilegu Mie Ø. Nielsens vakið mesta athygli. Hún vann tvenn gullverðlaun í baksundi á Evrópumeistaramóti unglinga og að auki fékk hún ein silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun.
Mie er aðeins 15 ára gömul en hún náði m.a. að tryggja sér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Sjanghæ í júlí á þessu ári.
Eyleifur þjálfaði hjá ÍA á Akranesi og Ægi í Reykjavík áður en hann hélt til Danmerkur árið 2008.
Eyleifur einn af þremur sundþjálfurum ársins í Danmörku

Mest lesið



Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti



„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn