Ótrúlegri sigurgöngu Bekele lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. ágúst 2011 11:04 Jeilan er hér fyrir miðri mynd en Farah lengst til hægri. Nordic Photos / Getty Images Eþíópíumaðurinn Kenenisa Bekele náði ekki að klára 10 km hlaup vegna meiðsla á HM í frjálsíþróttum í morgun. Þar með er ótrúlegri sigurgöngu hans í vegalengdinni lokið. Landi hans, Ibrahim Jeilan, kom fyrstur í mark í greininni en hann hljóp á 27:13,81 mínútum. Lokaspretturinn í hlaupinu var æsispennandi en Jeilan tók fram úr Mo Farah frá Bretlandi á síðustu metrunum. Farah fékk því silfur en annar Eþíópíumaður, Imane Merga, fékk brons. Bekele er líklega einn allra besti langhlaupari allra tíma en hann varð að hætta í miðri keppni í morgun vegna meiðsla í fæti. Hann hefur verið að glíma við meiðslin síðustu tvö árin og var lengi vel óvíst hvort hann myndi taka þátt í keppninni. Þótt ótrúlega megi virðast hefur Bekele aldrei tapað keppni í þessari vegalengd en hann er 29 ára gamall. Hann vann til gullverðlauna í greininni á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 og Peking 2008. Hann hefur unnið gull í greininni á síðustu fjórum heimsmeistarakeppnum en missti titilinn í dag. Bekele á einnig góðan árangur að baki í 5 km hlaupi. Hann vann gull í Peking og silfur í Aþenu. Hann vann gull í Berlín fyrir tveimur árum og brons í París árið 2003. Heimsmeti hans í greininni, 26:17,53 mínútum, var þó ekki ógnað í dag. Erlendar Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira
Eþíópíumaðurinn Kenenisa Bekele náði ekki að klára 10 km hlaup vegna meiðsla á HM í frjálsíþróttum í morgun. Þar með er ótrúlegri sigurgöngu hans í vegalengdinni lokið. Landi hans, Ibrahim Jeilan, kom fyrstur í mark í greininni en hann hljóp á 27:13,81 mínútum. Lokaspretturinn í hlaupinu var æsispennandi en Jeilan tók fram úr Mo Farah frá Bretlandi á síðustu metrunum. Farah fékk því silfur en annar Eþíópíumaður, Imane Merga, fékk brons. Bekele er líklega einn allra besti langhlaupari allra tíma en hann varð að hætta í miðri keppni í morgun vegna meiðsla í fæti. Hann hefur verið að glíma við meiðslin síðustu tvö árin og var lengi vel óvíst hvort hann myndi taka þátt í keppninni. Þótt ótrúlega megi virðast hefur Bekele aldrei tapað keppni í þessari vegalengd en hann er 29 ára gamall. Hann vann til gullverðlauna í greininni á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 og Peking 2008. Hann hefur unnið gull í greininni á síðustu fjórum heimsmeistarakeppnum en missti titilinn í dag. Bekele á einnig góðan árangur að baki í 5 km hlaupi. Hann vann gull í Peking og silfur í Aþenu. Hann vann gull í Berlín fyrir tveimur árum og brons í París árið 2003. Heimsmeti hans í greininni, 26:17,53 mínútum, var þó ekki ógnað í dag.
Erlendar Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira