Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius komst ekki áfram í úrslit 400 m hlaups karla en hann varð síðastur í undanúrslitunum í morgun.
Pistorius er fyrsti fatlaði frjálsíþróttamaðurinn sem keppir á HM ófatlaðra og vakti heimsathygli þegar hann tryggði sér sæti í undanúrslitunum í gær.
Hann hleypur á gervifótum frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri og hefur gert til margra ára. Næst á dagskrá fyrir hann verður að keppa í 4x400 m boðhlaupi karla með suður-afrísku sveitinni.
„Markmið mitt var að komast í undanúrslitin og það tókst,“ sagði hann. „Þetta hefur verið frábær reynsla.“
LaShawn Marion frá Bandaríkjunum var á besta tímanum í undanúrslitunum en hann er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari.
Pistorius komst ekki í úrslitin
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Lögreglumaður var fótboltabulla í felum
Enski boltinn

„Geitin“ í kvennakörfunni hætt
Körfubolti



Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað
Íslenski boltinn

Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti


