Ásdís náði lágmarkinu fyrir London 2012 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2011 22:55 Ásdís Hjálmsdóttir keppir á sínum öðrum Ólympíuleikum en hún var einnig með í Peking 2008. Mynd/Heimasíða ÍR Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, náði í kvöld lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Ásdís kastaði 59,12 metra í Laugardalnum í kvöld og var afar ánægð að hafa náð lágmarkinu sem er 59 metrar. „Þetta gekk bara allt upp. Lágmarkið komið í hús. Það er alveg frábært,“ sagði Ásdís í samtali við Vísi. Ásdís sagði aðstæður í Laugardalnum í kvöld hafa verið góðar. „Það voru alveg frábærar aðstæður. Smá gola, hlýtt og sól. Þetta var frábært.“ Ásdís var í kapphlaupi við tímann að ná lágmarkinu en keppendur hafa til 15. ágúst til þess að ná lágmörkum sínum. „Já, ég var ansi glöð. Það er léttir að vera komin með þetta. Það er orðið stutt í „deadline“. Ég var orðin aðeins óróleg yfir þessu. Ég átti vel inni fyrir þessu en maður þarf alltaf smá heppni og góðar aðstæður. Ég hef ekki verið að fá það í sumar. Þetta var mjög kærkomið. Gott að vera búin að klára þetta.“ Ásdís keppir á Demantamótaröðinni í frjálsum íþróttum í London í vikulokin. Ásdís er ánægð að geta farið pressulaus utan. „Jú, það er fínt. Það er oft þegar það er einhver pressa og maður þarf að kasta ákveðna vegalengd þá er það að trufla mann. Það er fínt að geta farið þangað og einbeitt sér að því að kasta vel. Það er yfirleitt þá sem maður kastar lengst,“ sagði Ásdís. Innlendar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, náði í kvöld lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Ásdís kastaði 59,12 metra í Laugardalnum í kvöld og var afar ánægð að hafa náð lágmarkinu sem er 59 metrar. „Þetta gekk bara allt upp. Lágmarkið komið í hús. Það er alveg frábært,“ sagði Ásdís í samtali við Vísi. Ásdís sagði aðstæður í Laugardalnum í kvöld hafa verið góðar. „Það voru alveg frábærar aðstæður. Smá gola, hlýtt og sól. Þetta var frábært.“ Ásdís var í kapphlaupi við tímann að ná lágmarkinu en keppendur hafa til 15. ágúst til þess að ná lágmörkum sínum. „Já, ég var ansi glöð. Það er léttir að vera komin með þetta. Það er orðið stutt í „deadline“. Ég var orðin aðeins óróleg yfir þessu. Ég átti vel inni fyrir þessu en maður þarf alltaf smá heppni og góðar aðstæður. Ég hef ekki verið að fá það í sumar. Þetta var mjög kærkomið. Gott að vera búin að klára þetta.“ Ásdís keppir á Demantamótaröðinni í frjálsum íþróttum í London í vikulokin. Ásdís er ánægð að geta farið pressulaus utan. „Jú, það er fínt. Það er oft þegar það er einhver pressa og maður þarf að kasta ákveðna vegalengd þá er það að trufla mann. Það er fínt að geta farið þangað og einbeitt sér að því að kasta vel. Það er yfirleitt þá sem maður kastar lengst,“ sagði Ásdís.
Innlendar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira