Grindavík dregur sig úr Iceland Express-deild kvenna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. ágúst 2011 15:30 Úr leik með Grindavík. Mynd/Anton Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Iceland Express-deild kvenna í vetur og keppa í staðinn í 1. deildinni. Samkvæmt tilkynningu frá KKÍ mun Fjölnir taka sæti Grindavíkur í efstu deild sem verður því skipuð átta liðum eins og áður. Þá mun Grindavík ekki heldur taka þátt í Lengjubikarkeppni kvenna sem hefst í september. Fjölnir lék í Iceland Express-deild kvenna síðastliðinn vetur en féll úr deildinni í vor. Magnús Andri Hjaltason, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Eins og öllum er ljóst þá hefur meistaraflokkur kvenna orðið fyrir mikilli blóðtöku annað árið í röð. Systurnar Harpa og Helga hafa ákveðið að skipta úr Grindavík og ætla sér að spila með liðunum á norðanverðum Reykjanesskaganum. Reyndar fengum við Petrúnellu til baka og við þann liðsstyrk þá voru allir bjartir. Sami hópur og í fyrra og hún sem viðbót, það lofaði góðu. En !!! Þegar þetta var ljóst fundaði stjórnin um framhaldið og var þjálfarinn Jóhann Þ Ólafssons hafður með í ráðum. Niðurstaðan af formlegum og óformlegum fundum var sú að afturkalla skráningu meistaraflokks kvenna úr Iceland Express deildinni og skrá liðið í 1 deildina. Við erum með mjög efnilega leikmenn sem eru að koma upp núna og við teljum að þær geti þroskast vel og fengið mikla reynslu í 1. deildinni og komið sterkar upp að ári. Auðvitað setjum við stefnuna á efstu deild því að þar eigum við að vera og þar viljum við vera. Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir stjórn að taka, sem telur sig hafa gert vel fyrir báða meistarflokkana. Þegar svona hlutir gerast,þá fer maður að velta ýmsu fyrir sér. Hvað erum við að gera vitlaust ? Er eitthvað að okkar starfi ? Er umgjörð meistarflokks röng ? Sjö þjálfarar á níu árum,er það eitthvað óeðlilegt, leikmenn hafa reyndar verið þar með í ráðum. Hugarfar leikmanna ? Hugarfar stjórnarfólks ? Það er greinilegt að eitthvað þarf að gera og eru allar góðar ábendingar vel þegnar. Baráttukveðja Magnús Andri Hjaltason" Dominos-deild kvenna Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Iceland Express-deild kvenna í vetur og keppa í staðinn í 1. deildinni. Samkvæmt tilkynningu frá KKÍ mun Fjölnir taka sæti Grindavíkur í efstu deild sem verður því skipuð átta liðum eins og áður. Þá mun Grindavík ekki heldur taka þátt í Lengjubikarkeppni kvenna sem hefst í september. Fjölnir lék í Iceland Express-deild kvenna síðastliðinn vetur en féll úr deildinni í vor. Magnús Andri Hjaltason, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Eins og öllum er ljóst þá hefur meistaraflokkur kvenna orðið fyrir mikilli blóðtöku annað árið í röð. Systurnar Harpa og Helga hafa ákveðið að skipta úr Grindavík og ætla sér að spila með liðunum á norðanverðum Reykjanesskaganum. Reyndar fengum við Petrúnellu til baka og við þann liðsstyrk þá voru allir bjartir. Sami hópur og í fyrra og hún sem viðbót, það lofaði góðu. En !!! Þegar þetta var ljóst fundaði stjórnin um framhaldið og var þjálfarinn Jóhann Þ Ólafssons hafður með í ráðum. Niðurstaðan af formlegum og óformlegum fundum var sú að afturkalla skráningu meistaraflokks kvenna úr Iceland Express deildinni og skrá liðið í 1 deildina. Við erum með mjög efnilega leikmenn sem eru að koma upp núna og við teljum að þær geti þroskast vel og fengið mikla reynslu í 1. deildinni og komið sterkar upp að ári. Auðvitað setjum við stefnuna á efstu deild því að þar eigum við að vera og þar viljum við vera. Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir stjórn að taka, sem telur sig hafa gert vel fyrir báða meistarflokkana. Þegar svona hlutir gerast,þá fer maður að velta ýmsu fyrir sér. Hvað erum við að gera vitlaust ? Er eitthvað að okkar starfi ? Er umgjörð meistarflokks röng ? Sjö þjálfarar á níu árum,er það eitthvað óeðlilegt, leikmenn hafa reyndar verið þar með í ráðum. Hugarfar leikmanna ? Hugarfar stjórnarfólks ? Það er greinilegt að eitthvað þarf að gera og eru allar góðar ábendingar vel þegnar. Baráttukveðja Magnús Andri Hjaltason"
Dominos-deild kvenna Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira