Jóhanna - Hugur okkar hjá norsku þjóðinni 23. júlí 2011 12:10 Jóhanna Sigurðardóttir „Þetta eru svo hörmulegir atbuðir að engin orð fá því lýst. Við finnum innilega til með norsku þjóðinni á þessum hræðilegu tímum. Hugur okkar er með Norðmönnum og ekki síst fórnarlömbum og aðstandendum þeirra sem eru kannski að ganga í gegnum erfiðustu tíma sem Norðmenn hafa gengið í gegnum," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í morgun kemur fram að flaggað er í hálfa stöng í dag við allar opinberar byggingar til að sýna samhug í verki. Íslendingar eru hvattir til að gera slíkt ið sama. Jóhanna segir að sér hafi fundist nauðsynlegt að sýna samhug í verki á táknrænan hátt. Hún hafi einnig verið í samskiptum við Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sem hafi sýnt mikinn styrk eftir þessa hörmulegu atburði. „Mér fannst Stoltenberg í gær sýna mikinn styrk á þessume erfiðu tímum og bregðast við með réttum hætti þegar hann sagði að við ættum ekki að láta þetta ódæði lama okkur heldur bregðast við með því að auka og treysta á lýðræðið enn frekar," segir Jóhanna.Hvaða áhrif heldurðu að atburður sem þessi hafi á hið opna lýðræðislega samfélag á norðurlöndum eða Íslandi jafnvel? „Ég vona að það verði í þeim anda sem Stoltenberg sagði - að við látum þetta ekki buga okkur heldur treystum enn frekar opið og gegnsætt lýðræði í samfélaginu og tökum á málinu með þeim hætti." Ríkisstjórnin kemur saman á þriðjudaginn en ekki hefur verið talin ástæða til að kalla hana saman fyrr. „Ég er í stöðugu sambandi við Innanríkisráðherra og Ríkislögreglustjóra til að kanna hvort ástæða sé til að bregðast við með einhverjum hætti hér inannlands. Við munum fara yfir á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag okkar áætlanir ef svona kemur upp og þessa stöðu í heild." Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
„Þetta eru svo hörmulegir atbuðir að engin orð fá því lýst. Við finnum innilega til með norsku þjóðinni á þessum hræðilegu tímum. Hugur okkar er með Norðmönnum og ekki síst fórnarlömbum og aðstandendum þeirra sem eru kannski að ganga í gegnum erfiðustu tíma sem Norðmenn hafa gengið í gegnum," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í morgun kemur fram að flaggað er í hálfa stöng í dag við allar opinberar byggingar til að sýna samhug í verki. Íslendingar eru hvattir til að gera slíkt ið sama. Jóhanna segir að sér hafi fundist nauðsynlegt að sýna samhug í verki á táknrænan hátt. Hún hafi einnig verið í samskiptum við Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sem hafi sýnt mikinn styrk eftir þessa hörmulegu atburði. „Mér fannst Stoltenberg í gær sýna mikinn styrk á þessume erfiðu tímum og bregðast við með réttum hætti þegar hann sagði að við ættum ekki að láta þetta ódæði lama okkur heldur bregðast við með því að auka og treysta á lýðræðið enn frekar," segir Jóhanna.Hvaða áhrif heldurðu að atburður sem þessi hafi á hið opna lýðræðislega samfélag á norðurlöndum eða Íslandi jafnvel? „Ég vona að það verði í þeim anda sem Stoltenberg sagði - að við látum þetta ekki buga okkur heldur treystum enn frekar opið og gegnsætt lýðræði í samfélaginu og tökum á málinu með þeim hætti." Ríkisstjórnin kemur saman á þriðjudaginn en ekki hefur verið talin ástæða til að kalla hana saman fyrr. „Ég er í stöðugu sambandi við Innanríkisráðherra og Ríkislögreglustjóra til að kanna hvort ástæða sé til að bregðast við með einhverjum hætti hér inannlands. Við munum fara yfir á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag okkar áætlanir ef svona kemur upp og þessa stöðu í heild."
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira